NÝTT SKÓÆÐI Í HEIM­IN­UM

TÍSKUBYLGJ­A Það varð allt vit­laust í Ósló þeg­ar Adi­das Yeezy Boost 350 skórnir komu í sölu þar. Löng röð hafði mynd­ast fyr­ir ut­an versl­un­ina sem sel­ur skóna. Hjá Adi­das í Banda­ríkj­un­um seld­ust skórnir strax upp.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Skóna hann­aði rapp­ar­inn, söngvarinn og hönn­uð­ur­inn Kanye West fyr­ir Adi­das. Skórnir þykja ein­stak­lega flott­ir en þetta eru ekki ódýr­ir skór, kosta tæp­ar 37 þús­und krón­ur í Ósló en tæp­ar 27 þús­und í Banda­ríkj­un­um eða 200 dali. Sam­starf Kanye West og Adi­das hef­ur því far­ið vel af stað. Adi­das Yeezy Boost 350 eru herr­astriga­skór í grá­um tón­um. Sjálf­ur gengur rapp­ar­inn í slík­um skóm þessa dag­ana. Ein­ung­is ein norsk versl­un fékk skóna til sölu og að­eins 30 pör. Það voru því margir sem fóru tóm­hent­ir það­an.

Sam­kvæmt tísku­tíma­rit­inu Har­pers Baza­ar seld­ust skórnir upp bæði í Evr­ópu og Kanada þeg­ar þeir komu í versl­an­ir um helg­ina. Trú­lega á hönn­uð­ur­inn stærst­an þátt í hversu mik­il eft­ir­spurn er eft­ir skón­um. Kanye West er heims­fræg­ur tón­list­ar­mað­ur og eig­in­mað­ur hinn­ar um­töl­uðu Kim Kar­dashi­an. Þau eiga von á öðru barni sínu, syni, í des­em­ber.

Kanye West er fædd­ur ár­ið 1977. Hann er hæfi­leika­rík­ur á mörg­um svið­um. Hef­ur gef­ið út marga smelli sem rat­að hafa á topp vin­sæld­arlista og er einn af þeim tón­list­ar­mönn­um sem selja hvað mest á heimsvísu, hann hef­ur selt alls 21 millj­ón platna og 100 milljón­ir nið­ur­hala á net­inu. Kanye West hef­ur hlot­ið 21 Grammy-verð­laun og er í hópi eitt hundrað áhrifa­mestu í heim­in­um að mati tíma­rits­ins Time.

Kanye West hef­ur áð­ur hann­að skó fyr­ir Lou­is Vuitt­on, Bape og ít­alska fyr­ir­tæk­ið Giu­seppe Za­notti. Ár­ið 2013 til­kynnti Adi­das um sam­starf þeirra sem nú er að líta dags­ins ljós. Yeezy Boost-skórnir hafa al­deil­is sleg­ið í gegn. Í fe­brú­ar síð­ast­liðn­um setti Adi­das 9.000 pör í sölu ein­göngu í New York í gegn­um Adi­das snjallsíma­app. Skórnir seld­ust upp á tíu mín­út­um.

MYND/GETTY

TÍSKUGAUR Kanye West gengur sjálf­ur um á hinum eft­ir­sóttu Adi­das Yeezy Boost 350 sem hann hann­aði og all­ir vilja eignast.

FLOTT­IR Það má al­veg deila um það hvort þess­ir skór séu 200 dala virði. Að­dá­end­ur setja þó verð­ið ekki fyr­ir sig.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.