KRÁSIN ER KOM­IN TIL AÐ VERA

MAT­AR­MARK­AЭUR Margir hafa beð­ið þess í heilt ár að kom­ast aft­ur á mat­ar­mark­að­inn Krás og þeim verð­ur að ósk sinni á morg­un.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Mat­ar­mark­að­ur­inn Krás sló svo sann­ar­lega í gegn í fyrra­sum­ar og nú geta mat­gæð­ing­ar tek­ið gleði sína þar sem Krás verð­ur opn­að­ur að nýju í Fógeta­garð­in­um klukk­an eitt á morg­un. „Það er óhætt að segja að við­tök­ur í fyrra hafi ver­ið ótrú­leg­ar,“seg­ir Ólaf­ur Örn Ólafs­son en hann og Gerð­ur Jóns­dótt­ir hafa veg og vanda af Krás­inni eins og í fyrra. „Bæði var torg­ið alltaf fullt af fólki og svo voru veit­inga­menn að fara með miklu meiri mat en bú­ist hafði ver­ið við. Alls kon­ar fólk sem við þekkj­um ekki neitt kom upp að okk­ur Gerði og knús­aði okk­ur og faðm­aði fyr­ir að hafa stað­ið fyr­ir þessu. Við ákváð­um að prófa eina helgi fyr­ir jól­in í stormi og hríð þar sem ekki var hundi út sig­andi en samt kom fullt af fólki á Jólakrás.“

Krásin er mik­ið ástríðu­verk­efni Ól­afs og Gerð­ar enda höfðu þau bæði bú­ið er­lend­is og hrif­ist af götumat­ar­menn­ingu þar. „ Mér fannst götumat­ar­menn­ing­in ekki vera kom­in al­menni­lega hing­að,“seg­ir Ólaf­ur. „Við er­um ung borg og höf­um litla hefð fyr­ir því að borða mat úti á götu. Og það er ekki bara vegna veð­urs, við virð­umst geta borð­að pyls­ur úti á nótt­inni all­an árs­ins hring. Ég fór af stað í þetta því mig lang­aði að bæta mat­ar­menn­ing­una á Íslandi og sýna fram á að það væri hægt að búa til góð­an mat og borða hann úti á götu. Núna eru komn­ir vagn­ar í um­ferð sem selja alls kon­ar góð­an mat svo mér sýnist allt stefna í rétta átt.“

Krásin verð­ur á sín­um stað, í Fógeta­garð­in­um þar sem Kirkju­stræti og Aðalstræti mæt­ast en Ólaf­ur og Gerð­ur eru í sam­starfi við verk­efn­ið Torg í bið­stöðu sem er á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. „Fógeta­garð­ur­inn er full­kom­inn fyr­ir svona fyr­ir­bæri, þar kom­ast þús­und manns fyr­ir án þess að verði vesen en næst samt upp þétt stemm­ing. Við verð­um með tólf sölu­bása eins og í fyrra en kannski enn meiri breidd þar sem fyrsta flokks veit­inga­stað­ir og ein­yrkj­ar fá jafn stórt pláss og sama tæki­færi til að slá í gegn. Það eina sem skipt­ir máli er hvort mat­ur­inn er góður eða ekki,“seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að all­ur mat­ur­inn hafi ver­ið góður í fyrra. Hann er treg­ur til að segja hvað hon­um finnst mest spennandi í ár en lof­ar ýms­um nýj­ung­um. „Ommnomm-súkkulaði­fólk­ið ætl­ar að vera með bás og búa til eitt­hvað spennandi úr súkkulað­inu sínu og svo verð­ur ein stúlka með popp­bás. Og svo Kol og Apó­tek­ið og alls kon­ar stað­ir. Sum­ir verða alla dag­ana, aðr­ir bara einu sinni eða tvisvar.“Með­al nýj­unga á Krás­inni í ár má líka nefna að það verða tón­list­ar­uppá­kom­ur alla dag­ana í boði Spotify og svo hafa ung­ir hönnuðir hann­að nýja bása svo mark­að­ur­inn er í stöð­ugri þró­un fram á við. Við opn­un­ina í dag leik­ur Stór­sveit Samú­els Jóns Samú­els­son­ar fyr­ir gesti og „svang­andi“. Það verð­ur sann­köll­uð há­tíða­stemm­ing í Fógeta­garð­in­um í dag og næstu níu laug­ar­daga en Krásin verð­ur á sín­um stað alla laug­ar­daga í júlí og ág­úst og ljóst að mat­gæð­ing­ar lands­ins fá sitt­hvað fyr­ir sinn snúð.

ÞAÐ ÞARF MEIRA EN MAT Gerð­ur og Ólaf­ur leggja gjörva hönd á smíði bása og að­stöðu fyr­ir mat­ar­gerð­ar­fólk og gest­kom­andi.

KRÁS GEF­UR LÍF­INU LIT Mat­ar­mark­að­ur­inn setti svo sann­ar­lega svip sinn á bæ­inn í sum­ar sem leið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.