Á MARG­AR DÝRMÆTAR MINNINGAR

FERÐA­LÖG Siggi storm­ur hef­ur ferð­ast víða um land­ið með tjald­vagn, felli­hýsi eða hjól­hýsi í för. Hann seg­ir þenn­an tíma ómet­an­leg­an og að öll fjöl­skyld­an búi að hon­um alla ævi. Stór kostur við eft­ir­vagna er að auð­velt er að elta uppi góða veðr­ið.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Veð­ur­fræð­ing­ur­inn góð­kunni Sig­urð­ur Þ. Ragn­ars­son, betur þekkt­ur sem Siggi storm­ur, ferð­að­ist mik­ið um land­ið sem barn í fylgd for­eldra sinna. Þau áttu hjól­hýsi og þar sem hann er yngst­ur fimm systkina var hann alltaf með í för. Fyr­ir vik­ið kynnt­ist hann land­inu vel auk þess sem hann seg­ir öll ferða­lög­in hafi vafa­laust ráð­ið miklu um hvaða lífs­starf hann valdi sér síð­ar á líf­leið­inni. „Fyrstu ár­in var hið venju­lega tjald alls­ráð­andi en eft­ir kaup­in á hjól­hýs­inu juk­ust ferð­irn­ar til muna. For­eldr­ar mínir áttu einnig sum­ar­bú­stað við Með­al­fells­vatn í Kjós en hann var seld­ur þeg­ar mamma dó og keypti pabbi sér þá fyrst felli­hýsi og síð­ar hjól­hýsi. Ég er ekki frá því að þess­ar ferðir hafi ráð­ið miklu um há­skóla­skóla­göngu mína seinna meir og áhuga minn á nátt­úr­unni, jörð­inni og veðr­inu.“

Þeg­ar Sig­urð­ur stofn­aði eig­in fjöl­skyldu fylgdi ferða­bakt­erí­an að sjálf­sögðu með. „Ég er líka mik­ill bíla­áhuga­mað­ur og við hjón­in fór­um fyrsta hring okk­ar kring­um land­ið á stór­um for­láta Vol­vo stati­on 740. Þar var með í för sex mán­aða frum­burð­ur okk­ar og við sváf­um í bíln­um og tjöld­uð­um yf­ir far­ang­ur­inn.“

Með fleiri börn­um og hækk­andi tekj­um fjár­festi fjöl­skyld­an fyrst í tjaldi, síð­ar í tjald­vagni og að lok­um felli­hýsi ár­ið 1999. „Við vor­um svo ánægð með felli­hýs­ið að við end­ur­nýj­uð­um það 2003 og aft­ur ár­ið 2009. Í lengri ferð­um var brun­að um land­ið endi­langt og þvers­um og land­ið og lands­byggða­þorp­in skoð­uð í ræm­ur. Þannig tók­um við tvo Vest­fjarða­hringi sem hrein­lega eru ógleym­an­leg­ir og klár­lega með skemmti­legri ferð­um um land­ið. Um helg­ar var hins veg­ar skot­ist í styttri úti­leg­ur.“

ELTA GÓÐA VEÐR­IÐ

Helsti kostur þess að eiga eft­ir­vagna á borð við tjald­vagn og felli­hýsi að mati Sig­urð­ar er hversu auð­velt er að elta góða veðr­ið. „Við bú­um í landi þar sem veð­ur eru breyti­legri en víð­ast ann­ars stað­ar á jörð­inni. Og ef mað­ur sá kort­in snú­ast upp í ein­hverja brælu, svo ég tali nú ekki um vætu í ofanálag, þá var mað­ur 15 mín­út­ur að ganga frá og skella sér þang­að sem veðr­ið var þol­an­legt eða jafn­vel bara gott.“

Hann nefn­ir einnig það mikla pláss sem er að finna í felli­hýs­um auk þess sem þau hafa raf­magn, ljós, ís­skáp og jafn­vel sjón­varp þannig að eng­um ætti að leið­ast. „Veðr­ið skipt­ir ekki held­ur alltaf máli, ef það rigndi dund­uð­um við eitt­hvað inni­við, spil­uð­um eða lás­um bæk­ur. Á þess­um ár­um eign­uð­umst við dýrmætar minningar þeg­ar for­eldr­arn­ir voru með í för eða vina­fólk. Það er ólýs­an­legt að eignast minningar með sín­um nán­ustu úr ferða­lög­um því þá eru all­ir í sínu besta skapi.“

Síð­ustu ár­in hef­ur fjöl­skyld­an dval­ið meira í sum­ar­bú­stað fjöl­skyld­unn­ar og minna í felli­hýs­inu. „Börn­in vaxa úr grasi og nenna síð­ur að ferð­ast með for­eldr­um sín­um. Sjálf er­um við mik­ið er­lend­is, auk þess að vera í bú­staðn­um, en mig lang­ar alltaf jafn­mik­ið til að skella mér í ferða­lag í felli­hýs­inu. Þeg­ar upp er stað­ið er þessi ferða­vagna­tími ómet­an­leg­ur í allri minn­ing­unni. Þetta er hreint frá­bær leið til að skoða land­ið sitt, mað­ur sjálf­ur og börn­in búa að þessu alla ævi og svo má ekki gleyma því að mað­ur hitt­ir oft skemmti­legt fólk á tjald­svæð­un­um og sum­ir eru vin­ir okk­ar í dag.“

MYND/ÚR EINKASAFNI

GOTT VEЭUR Hlý­ir sól­ar­geisl­ar ylja feðg­un­um á Akur­eyri fyr­ir nokkr­um ár­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.