FLUGUR Á VEGG

FÆR TEIKNARI Þrátt fyr­ir að finn­ast flugur vera grótesk­ar sér Birta Ísólfs­dótt­ir feg­urð­ina sem býr í þeim. Hún teikn­ar myndir af bæði flug­um og pödd­um í alls kyns út­gáf­um sem koma fal­lega út sem vegg­skraut og stofustáss.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Birta Ísólfs­dótt­ir, fata­hönn­uð­ur og teiknari, tók fram skissu­bók­ina sína fyr­ir nokkru eft­ir að hún hafði feng­ið að liggja á hill­unni í nokk­ur ár. Hún teikn­ar myndir af flug­um og pödd­um sem eiga hug henn­ar all­an þessa stund­ina. „Ég var ekki bú­in að teikna í mörg ár en byrj­aði að skissa aft­ur fyr­ir þrem­ur til fjór­um mán­uð­um. Það var svo gam­an að ég hélt því áfram. Ég fann síð­an mjög gamla út­skýr­inga­bók um flugur og pödd­ur og ég heill­að­ist al­veg af þeim, þetta eru svo ótrú­leg dýr. Þannig að núna er ég bú­in að stúd­era flugur fram og til baka,“seg­ir Birta og bros­ir.

Hún bæt­ir við að hún sé að­eins byrj­uð að reyna sig við að gera fugla­mynd­ir. „Ann­ars er ég alltaf með skissu­bók­ina á lofti og teikna það sem er fyr­ir fram­an mig. Ég var á lista­braut þeg­ar ég var í mennta­skóla í FB og svo lærði ég fata­hönn­un í Lista­há­skól­an­um þar sem er mik­ið teikn­að. Svo var ég alltaf að teikna sem barn þannig að þetta hef­ur alltaf blund­að í mér.“

Að­spurð að því hvort fólk sé al­mennt hrif­ið af því að hafa skor­dýr uppi á vegg hjá sér seg­ir Birta að það þurfi kannski að venj­ast. „Mér finnst flugur vera af­skap­lega áhuga­verð­ar. Þær eru auð­vit­að grótesk­ar og mörg­um finnst þær ógeðs­leg­ar. Þeg­ar ég er bú­in að teikna þær verð­ur hins veg­ar eitt­hvað fal­legt til. Fólk þarf bara að kom­ast yf­ir hræðsl­una við þær, ég er sjálf ekki hrædd við pödd­ur en ég hef heyrt frá mörg­um að þeir vilji ekki hafa pöddu upp á vegg en svo þarf það bara að sjá feg­urð­ina í þeim,“seg­ir hún og skell­ir upp úr.

Birta seg­ir stíl­inn sinn vera mjög fjöl­breytt­an og að hún sé með hin ýmsu verk uppi um veggi á sínu heim­ili. „Ég er með alls kon­ar verk inni hjá mér, göm­ul aug­lýs­inga­verk og mik­ið af graf­ík­verk­um. Ég sé það núna þeg­ar ég lít í kring­um mig að ég þarf að fara að fá mér mál­verk,“seg­ir hún á léttu nót­un­um.

Hægt er að skoða myndir Birtu á Face­book.

MYND/GVA

ALLTAF AÐ TEIKNA Birta byrj­aði að teikna aft­ur ný­lega eft­ir nokk­urra ára hlé. Nú er hún alltaf með skissu­bók­ina sína með sér og teikn­ar það sem fyr­ir augu ber.

PHILOMASTI­S GLABER Þessi mynd og aðr­ar hér á síð­unni eru hluti af myndaseríu sem Birta kall­ar Exoskelet­on.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.