UND­IR ÁHRIF­UM VEЭURS OG VINDA

ÍS­LENSK HÖNN­UN Milli­bör er fata­merki Ragn­heið­ar Hrafn­kels­dótt­ur. Hún sæk­ir inn­blást­ur að hönn­un sinni til veð­urs­ins, hafs­ins og sam­fé­lags­ins á Höfn í Horna­firði þar sem hún býr. All­ar vör­ur henn­ar eru fram­leidd­ar á Höfn.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Fata­hönn­uð­ur­inn Ragn­heið­ur Hrafn­kels­dótt­ir seg­ist hafa fæðst með áhuga á hönn­un en sem barn ætl­aði hún að verða skósmið­ur þeg­ar hún yrði stór. „Amma mín spáði mik­ið í föt og tísku þannig að ég hef áhug­ann líka frá henni. Það var skósmið­ur hér á Höfn þar sem ég ólst upp þannig að í æsku ætl­aði ég að verða skósmið­ur þar sem ég vissi ekki að það væri hægt að vinna við að búa til föt. Á unglings­ár­un­um var ég au pair í út­hverfi New York-borg­ar og þeg­ar ég fór inn á Man­hatt­an var þetta bara ákveð­ið, þá vissi ég að ég myndi vinna við fata­hönn­un,“út­skýr­ir hún og bros­ir.

HÖNNUNIN TENGD VEÐRINU

Í dag býr Ragn­heið­ur á æsku­slóð­um á Höfn í Horna­firði þar sem hún hann­ar og fram­leið­ir föt und­ir merk­inu Milli­bör. Nafn merk­is­ins á að vissu leyti ræt­ur sín­ar að rekja til barnæsk­unn­ar þar sem langafi Ragn­heið­ar var veð­ur­glögg­ur, gekk með loft­vog á sér og tal­aði um milli­bör. „Ég var mik­ið að spá í þessu orði þeg­ar ég var lít­il og þeg­ar ég var að reyna að finna nafn á merk­ið mitt rifj­að­ist það upp fyr­ir mér. Mér finnst veðr­ið hafa svo mik­il áhrif á okk­ur Ís­lend­inga, við get­um ekki plan­að eins mik­ið og til dæm­is Dan­ir geta, en ég bjó áð­ur í Dan­mörku. Þeg­ar ég datt nið­ur á þetta nafn hent­aði það því mjög vel.“

Ragn­heið­ur er ekki lengi að svara því hvernig hún lýs­ir hönn­un sinni. „Hún er frek­ar klass­ísk og miníma­lísk með smá tvisti. Mér finnst líka mik­il­vægt að hönnunin sé sjálf­bær og fram­leidd hér á Íslandi. Ég nota góð efni og geri fá ein­tök af hverri flík. Hönnunin mín er í raun tví­skipt og ég nota sitt hug­tak­ið hvort, ann­ars veg­ar Suð­aust­an tíu þar sem all­ar flík­ur heita veð­ur­nöfn­um og að­eins eru gerð­ar tíu flík­ur af hverri teg­und. Hins veg­ar Kynja­ver­ur hafs­ins þar sem inn­blástur­inn er sótt­ur í haf­ið og ber fatalín­an nafn sitt af kynja­ver­um þess. Í hönn­un­ar­ferl­inu er not­ast við form og lög­un fisk­anna og dreg­ur hver flík nafn sitt af þeirri kynja­veru sem við á í hvert skipti,“seg­ir hún.

SAMHELDIÐ SAM­FÉ­LAG

Ragn­heið­ur bæt­ir við að auk þess að sækja inn­blást­ur fyr­ir hönn­un­ina í nátt­úr­una fái hún hann líka frá sam­fé­lag­inu á Höfn. Hún bæt­ir við að rekst­ur hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins hafi geng­ið von­um fram­ar. „Þeg­ar ég flutti heim ár­ið 2011 þorði ég ekki að vona að þetta myndi ganga svona vel. Stefn­an er að halda áfram með Milli­bör og leyfa því að þró­ast á sín­um hraða. Svo kenni ég í fram­halds­skól­an­um, fata­hönn­un og -saum og mér þyk­ir vænt um það starf. Ég reyni líka að miðla sem mestu af minni þekk­ingu til sam­fé­lags­ins, hjálpa til dæm­is við fata­hönn­un­ar­keppn­ir og býð öðr­um að vera með mér á tísku­sýn­ing­um. Ég er ein­mitt alltaf með ár­lega tísku­sýn­ingu á Humar­há­tíð sem verð­ur flott­ari með hverju skipti. Þetta er skemmti­legt verk­efni og at­burð­ur sem sum­ir sækja á hverju ári og alltaf er pakk­að af fólki. Það skipt­ir mig miklu máli þeg­ar ég bý á þess­um litla stað að geta gef­ið af mér. Þetta snýst um að gefa og þiggja. Ég hef líka ver­ið hepp­in, ég fæ stuðn­ing frá sam­fé­lag­inu og þetta er góð­ur heima­mark­að­ur.“

Hönn­un Ragn­heið­ar má skoða á heima­síð­unni milli­bor.is og á Face­book.

AÐSENDAR MYND­IR

ÓÚTREIKNAN­LEG Ragn­heið­ur seg­ir sinn eig­in stíl vera óút­reikn­an­leg­an. Sumu af því sem hún hann­ar myndi hún ekki endi­lega vera í sjálf en hún klæð­ist þó ein­ung­is eig­in hönn­un.

TÖFF TÍSKA Milli­bör er ár­lega með tísku­sýn­ingu á Humar­há­tíð á Höfn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.