BJARGVÆTTU­R VINNANDI KVENNA

ÁHRIFAVALD­UR Donna Kar­an hafði gríð­ar­leg áhrif á tísk­una um mið­bik ní­unda ára­tug­ar­ins þeg­ar hún hann­aði kven­fa­talínu fyr­ir frama­kon­ur með þæg­indi og nota­gildi í huga.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Ívik­unni sem leið lét tísk­uris­inn Donna Kar­an af störf­um sem yf­ir­hönn­uð­ur fyr­ir­tæk­is­ins sem hún stofn­aði og stýrði í fjölda ára. Donna Kar­an er einna þekkt­ust fyr­ir að hafa gert tísk­una vin­sam­legri í garð frama­kvenna með fal­leg­um og fág­uð­um föt­um sem jafn­framt eru þægi­leg og auð­veld í notk­un. Hún mark­aði sín fyrstu djúpu spor með vetr­ar­lín­unni 1985 þeg­ar hún kynnti til sög­unn­ar fatalín­una „Seven Ea­sy Pieces“eða Sjö ein­fald­ar flík­ur, klæði­leg­ar og klass­ísk­ar, sem hægt var að raða sam­an á mis­mun­andi vegu og klæð­ast á mis­mun­andi hátt. Grunn­ur­inn er sam­fella eða „bo­dy suit“sem er peysa eða bol­ur sem er snið­in eins og sund­bol­ur með smell­um á skref­bót­inni. Með henni eru svart­ar sokka­bux­ur og svo er eft­ir­far­andi flík­um: skyrtu, kápu, jakka, pilsi, bux­um og kvöld­kjól rað­að sam­an eft­ir því sem til­efn­ið kall­ar á. Þeg­ar lín­an var kynnt hófu fyr­ir­sæt­urn­ar leik­inn klædd­ar sam­fell­um og sokka­bux­um en bættu svo við eft­ir því sem leið á sýn­ing­una. Með þess­ari fatalínu breytt­ist við­horf tísku­heims­ins til kvenna á frama­braut enda var Donna Kar­an oft nefnd bjargvættu­r vinnandi kvenna. Hún sagð­ist hanna föt fyr­ir kon­ur eins og sjálfa sig og hef­ur alltaf lagt sig fram um að klæð­ast sjálf hönn­un sinni, ólíkt mörg­um tísku­hönn­uð­um. Hún lagði einnig í leið­ang­ur til að hanna hinar full­komnu galla­bux­ur fyr­ir alls kon­ar kon­ur sem væru bæði töff og þægi­leg­ar og tókst svo vel upp að á tí­unda ára­tugn­um voru Donna Kar­an-galla­bux­ur fasti í klæða­skáp þeirra kvenna sem vildu vera vel klædd­ar. Donna Kar­an er sex­tíu og sex ára göm­ul og hyggst nú snúa sér að þró­un Ur­ban Zen-lín­unn­ar þar sem áhersl­an er á sjálf­bærni, um­hverf­i­s­væna hönn­un og „fair tra­de“tísku­varn­ing.

SAMFELLUBO­LURINN Samfellubo­lurinn get­ur ver­ið í ýms­um lit­um og út­færsl­um. Lyk­il­at­rið­ið er þó að hann er alltaf fal­leg­ur og slétt­ur und­ir hvaða flík sem er. ÞEG­AR TÍSKUHEIMU­RINN BREYTT­IST Stund milli stríða á sýn­ing­unni þeg­ar hug­mynd­in um flík­urn­ar sjö...

DONNA KAR­AN OG SARAH JESSICA PARKER Donna Kar­an hef­ur lát­ið til sín taka í bar­átt­unni við krabba­mein. Þessi mynd er tek­in á fjár­öfl­un­ar­sýn­ingu á þætti úr þáttar­öð­inni Krabb­inn (The Big C) sem var hald­in á heim­ili henn­ar 2010.

FLÍK­URN­AR 7 1985 Hvít skyrta, vel snið­in kápa, klass­ísk­ur jakki, ein­fald­ar bux­ur, þröngt pils, kvöld­kjóll og hin ómiss­andi sam­fellu­bol­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.