VÍKINGAR OG VALKYRJUR Á VELLI

INGÓLFSHÁT­ÍÐ Gest­ir og gang­andi geta fylgst með dag­legu lífi og störf­um fólks á vík­inga­tím­um á Aust­ur­velli í dag og feng­ið að prófa sverð og skildi. Há­tíð­in er nefnd eft­ir Ingólfi Júlí­us­syni ljós­mynd­ara og er henni ætl­að að heiðra minn­ingu hans.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Víkingar og valkyrjur her­taka Aust­ur­völl í dag en á milli klukk­an tólf og sex fer fram þriðja Ing­ólfs­há­tíð­in, sem er ár­leg Vík­inga­há­tíð Reykja­vík­ur. „Á Ingólfshát­íð fögn­um við arf­leifð okk­ar í fal­legu um­hverfi í hjarta borg­ar­inn­ar. Þetta er í fyrsta skipti sem há­tíð­in verð­ur á Aust­ur­velli en áð­ur vor­um við í Hljóm­skála­garð­in­um. Um fimmtán ís­lensk­ir víkingar verða á svæð­inu auk gesta frá Bretlandi en Bret­arn­ir eru víkingar nán­ast að at­vinnu,“út­skýr­ir Ag­nes Jóns­dótt­ir, val­kyrja úr Vík­inga­fé­lag­inu Ein­herj­um, en Ein­herj­ar, Vík­inga­fé­lag Reykja­vík­ur, stend­ur með stolti fyr­ir há­tíð­inni með dyggri að­stoð annarra vík­inga.

ANDRÚMSLOF­T GAM­ALLA TÍMA

Á há­tíð­inni má sjá vík­inga og valkyrjur sem skarta hand­verki úr leðri, silfri, ull og hör sinna dag­leg­um at­höfn­um vík­inga­tím­ans. Þar má gjarn­an sjá vík­inga­kon­ur vatt­arsauma og vinna að spjald­vefn­aði og vík­inga ganga til orr­ustu í full­um hertygj­um. „Þetta verð­ur eins og að ganga inn í gamla tíma. Það verð­ur frítt inn á há­tíð­ina enda verð­ur hún hald­in á opnu svæði og hver sem er get­ur kom­ið og kíkt á okk­ur. Gest­ir geta líka gætt sér á súpu sem við eld­um og verð­um með til sölu.“

Ag­nes seg­ir há­tíð­ir fyrri ára hafa ver­ið ágæt­lega sótt­ar en þar geta bæði börn og full­orðn­ir sett sig í spor vík­inga. „Við verð­um með litla skildi og lít­il sverð fyr­ir börn að prófa. Einnig verð­ur hægt að máta hjálma. Full­orðn­ir fá að prófa æf­inga­sverð­in okk­ar en það verð­ur lögð áhersla á börn­in. Haddi í Mótorsmiðj­unni verð­ur með leð­ur­vör­ur sem hann vinn­ur líka á staðn­um, einnig verð­ur gullsmið­ur á svæð­inu. Fyrst og fremst ætl­um við að end­ur­skapa þenn­an vík­inga­tíma og and­rúms­loft­ið sem þá ríkti.“

SOGAÐIST INN Í VÍK­INGA­TÍMA

Vík­inga­fé­lag­ið Ein­herj­ar hef­ur ver­ið til í sjö ár og seg­ir Ag­nes að hug­mynd­in að vík­inga­há­tíð­inni hafi kom­ið upp fyr­ir fimm ár­um. „Ingólf­ur Júlí­us­son ljós­mynd­ari kom með hug­mynd­ina að há­tíð­inni. Stuttu seinna veikt­ist hann af bráða­hvít­blæði og lést nokkr­um mán­uð­um síð­ar. Það stóð til að halda há­tíð­ina í fyrsta sinn ári eft­ir að hann féll frá en við ákváð­um að halda hana sama ár til að heiðra minn­ingu hans. Ingólfshát­íð dreg­ur því nafn sitt af hon­um og nafna hans Arn­ar­syni,“seg­ir Ag­nes.

Ingólf­ur heit­inn var ein­mitt sá sem fékk Ag­nesi til að ganga í Ein­herja en hún hafði alltaf haft áhuga á nor­rænni goða­fræði og vík­inga­tím­um. „Þeg­ar ég byrj­aði sogaðist ég al­gjör­lega inn í þetta og vík­inga­tím­inn er orð­inn stór hluti af mínu lífi í dag. Þetta er mjög skemmti­legt og þeg­ar við hitt­umst þá tök­um við skylm­ingaæf­ing­ar en við er­um með þjálf­ara sem hef­ur stúd­er­að skylm­ing­ar þessa tíma vel. Þeg­ar nýtt fólk kem­ur kenn­um við því að handsauma vík­inga­föt, að vatt­arsauma og smíða alls kyns vík­inga­hluti,“seg­ir Ag­nes og bæt­ir við að þau séu alltaf að leita að nýju fólki til að vera með. Llilja­[email protected]

MYND/ROMAN GERASYMENK­O

Í BARDAGA Á Ingólfshát­íð í dag má sjá vík­inga ganga til orr­ustu í full­um hertygj­um.

MYND/ROMAN GERASYMENK­O

VÍKINGAR Víkingar verða á sveimi á Aust­ur­velli í dag á Ingólfshát­íð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.