GEIT OG SKYR UM BORÐ Í ÖRKINNI

SLOW FOOD Bragðörk­in er skrá yf­ir af­urð­ir eða hús­dýra­kyn sem eru í út­rým­ing­ar­hættu. Ís­lenska geit­in og hefð­bund­ið ís­lenskt skyr eru með­al 11 ís­lenskra af­urða um borð í örkinni en ný­ver­ið fengu þau Presidia-gæðastimp­il­inn.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Slow Food eru sam­tök sem hafa að mark­miði að auka með­vit­und fólks um mik­il­vægi mat­ar­menn­ing­ar, þekk­ing­ar, hefð­ar og land­fræði­legs upp­runa mat­væla. „Sam­tök­in vilja varð­veita líf­fræði­lega fjöl­breytni og til þess þarf verk­færi á borð við Bragðörk­ina,“seg­ir Dom­in­ique Plé­del Jóns­son hjá Slow Food Reykja­vík. „Bragðörk­in, eða Ark of Ta­ste, er skrá yf­ir þær af­urð­ir sem eru í út­rým­ing­ar­hættu og hafa gildi fyr­ir menn­ing­ar­arf­inn og sam­fé­lag­ið,“út­skýr­ir Dom­in­ique en með­al þess sem finna má í örkinni eru fæðu­teg­und­ir, hús­dýr og plönt­ur. Stefn­an er síð­an að mark­aðs­setja þess­ar af­urð­ir með ein­hverj­um hætti og þannig varð­veita þær. Þær vör­ur sem tald­ar eru eiga besta mögu­leika fá sér­stak­an Presidia-stimp­il sem er helsti gæðastimp­ill Slow Food­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Ell­efu ís­lensk­ar af­urð­ir eru nú þeg­ar á lista ark­ar­inn­ar. „Við er­um kom­in langt fram úr hinum Norð­ur­lönd­un­um, en það kem­ur ekki á óvart enda eru hefð­irn­ar mun nær okk­ur hér á landi,“seg­ir Dom­in­ique.

Hún seg­ir af­urð­irn­ar sem kom­ast á list­ann þurfa að upp­fylla ýms­ar kröf­ur. „Þær þurfa að hafa mjög sterk ein­kenni og fyr­ir þeim þarf að vera minnst þrjá­tíu ára hefð. Þá þurfa þær að vera í hættu, kannski ekki í út­rým­ing­ar­hættu, en í hættu vegna til að mynda iðn­væð­ing­ar,“seg­ir hún og tek­ur dæmi um hefð­bund­ið ís­lenskt skyr. „Uppskrift­in að skyri er til í reglu­gerð en í dag er margt af því sem er kall­að skyr í raun ekki upp­runa­legt skyr held­ur jóg­úrt.“Skyr­ið og ís­lenski geita­stofn­inn, sem er sá elsti í Evr­ópu, fengu á dög­un­um hinn eft­ir­sótta Presidia-gæðastimp­il.

Dom­in­ique seg­ir um­sókn­ar­ferl­ið fyr­ir Bragðörk­ina yf­ir­leitt ekki langt en hver um­sókn er tek­in fyr­ir á fundi Slow Food-sam­tak­anna á Ítal­íu. Ætl­un­in er að sækja um enn fleiri skrán­ing­ar. „Við vilj­um sækja um fyr­ir land­náms­hæn­una, hvera­brauð, fjalla­grös, laufa­brauð og margt fleira,“seg­ir Dom­in­ique og bið­ur fólk endi­lega að koma með til­lög­ur. „Á Íslandi er af nógu að taka því hefð­irn­ar eru svo lif­andi.“

NORDICPHOT­OS/GETTY

ÍS­LENSKA GEIT­IN Ís­lenska geit­in er elsti geita­stofn í Evr­ópu.

HARÐFISKUR Hjalla­verk­að­ur harðfiskur, bæði stein­bít­ur og ýsa, er á lista Bragð­ark­ar­inn­ar.

KLASSÍSKT SKYR Ís­lenska skyr­ið og ís­lenska geit­in hafa nú feng­ið Presidia-gæðastimp­il Slow Food-sam­tak­anna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.