GÓÐ RÁÐ FYR­IR BARCELONAF­ARA

BARCELONA Jordi Pujolà er katalónsk­ur rit­höf­und­ur sem hef­ur bú­ið á Íslandi frá sumr­inu 2013. Hann starf­aði sem fast­eigna­sali í Barcelona þeg­ar hann ákvað að láta draum­inn ræt­ast um að ger­ast rit­höf­und­ur.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Jordi flutt­ist með alla fjöl­skyld­una til Ís­lands. Jordi lík­ar vist­in vel en ann­að veif­ið sakn­ar hann þó Barcelona. Hann gef­ur hér tutt­ugu góð ráð til þeirra sem heim­sækja borg­ina.

BORG­IN

Eitt af því sem ég sakna mest er að rölta um gamla bæ­inn. Þar má finna bestu al­þjóð­legu versl­an­irn­ar en einnig litl­ar og þjóð­leg­ar.

Bestu hverf­in til að dvelj­ast í, heim­sækja og ganga um eru: Garcia (milli Font­ana og Diagonal), Barcelonet­a (þar má finna veit­inga­stað­inn Tor­re de Alta Mar), Barrio Gótico (frá Plaza Ca­tal­unya til Pza. Real), Born (heit­asta hverf­ið) og el Ra­val (frá Plaza Ca­tal­unya til C/Car­men). Nokk­uð er um vasa­þjófa í Gótico og Ra­val og því óráð­legt að vera einn á ferð í þröng­um stræt­um.

Ynd­is­legt er að ganga eft­ir hinni glæsi­legu Rambla Ca­taluña og Pa­seo de Gracia. Enric Gr­ana­dos er einnig mjög áhuga­verð gata, sér­stak­lega vegna veit­inga­hús­anna. Far­ið nið­ur að sjó eft­ir Römblunni, en ger­ið það, ekki kaupa Mexí­kó­hatt. Mun­ið eft­ir því að fara upp Christoph­er Col­umbus-turn­inn.

Óm­iss­andi við­komu­stað­ir eru Sa­grada Familia og Parc Güell eft­ir Ant­oni Gaudi (best er að panta á net­inu til að forð­ast lang­ar biðr­að­ir). Einnig Picassosaf­n­ið, Pa­lau Nacional og Mu­seo Nacional de Cultura de Ca­tal­unya,

MATARMENNI­NG

Smakk­aðu spænsku skink­una, sú besta er „ibérico de bellota“sem best er að skera með hníf og borða með „pan con tom­a­te“(brauði og tómöt­um).

Far­ið var­lega þeg­ar þið fá­ið ykk­ur paellu. Forð­ist veit­inga­staði sem birta áber­andi mynd­ir af rétt­in­um. Próf­ið týp­una „arroz caldoso con boga­van­te“.

Ég mæli með „Monchos Mar­ina“veit­inga­staðn­um í turni Port Olympic. Það eru einnig flott­ir stað­ir í Barcelonet­a. Full­kom­inn drykk­ur með paella er hvít­vín. „Ver­dejo“eða „Penedés“passa vel. Ekki of­gera ykk­ur með san­gríu til að forð­ast timb­ur­menn. Ef þið er­uð ánægð með þjón­ust­una er við hæfi að gefa 5% í þjór­fé.

Tap­as. Í dag virð­ist hvað sem er vera kall­að tap­as sem er leitt. Ég mæli með veit­inga­stöð­un­um Ciu­dad Con­dal, la Cer­vecería Ca­tal­ana eða Pacomer­al­go.

Til að slaka á; pant­ið kaffi og ljúf­fengt „ensaima­das“í Forn Mistr­al nærri Pza. Uni­versi­dad.

Pant­ið borð á net­inu til að fá góð­an af­slátt til dæm­is á vef­síð­unni thefork. com.

Hér eru nokkr­ir af upp­á­haldsveit­inga­stöð­um mín­um; Boca Gr­ande, El Ja­ponés del Tragaluz, Ikib­ana Paral.lel og El Nacional. Önn­ur vef­síða seg­ir frá bör­um og klúbb­um, you­barcelona.com. Ég mæli með kokteil á 26. hæð Hót­el W (Eclip­se). 8. Ef þið er­uð hrif­in af sjáv­ar­rétt­um þá eru ostr­ur og fersk­ar rækj­ur frá Vilanova og Pala­mós best­ar. 9. Besta nauta­steik­in er „Solomillo de ternera o bu­ey“(sir­loin-steik).

DRYKKIR

Fá­ið ykk­ur ca­va (freyði­vín) í stað­inn fyr­ir kampa­vín. Bestu gæði mið­að við verð. Velj­ið þó alltaf brut eða brut nature, aldrei semi eða sweet.

Mat­arg­úrú­ar á Spáni velja rauð­vín­in frá Ri­bera del Du­ero. 12. Ef þið er­uð hrif­in af konjaki er gott að prófa Car­denal Mendoza eða Duque de Alba.

VERSL­AN­IR

Besta versl­un­ar­mið­stöð­in að mínu mati er L´Illa Diagonal. Ég mæli með veit­inga­stöð­un­um Sak­ura Ya og L´Andr­eu (biðj­ið um „pan de coca con tom­a­te y jamón ibérico“). Eina versl­un­ar­mið­stöð­in sem er op­in á sunnu­dög­um og öðr­um helgi­dög­um er Mare­magn­um.

SAMGÖNGUR

Pass­ið veskin og far­ang­ur­inn um borð í strætó eða neð­anjarð­ar­lest­um. Ekki hlusta á ókunn­uga sem reyna að segja ykk­ur brand­ara eða fá­rán­leg­ar sög­ur.

Tak­ið leigu­bíl, þeir eru ekki eins dýr­ir og á Íslandi. Semj­ið um verð fyr­ir­fram þeg­ar fara á lengri leið­ir eins og á flug­völl­inn.

ÖNN­UR RÁÐ

Ekki gleyma reiðu­fé. Sum­ar búð­ir taka ekki við kred­it­kort­um og iðu­lega þarf að sýna skil­ríki eða vega­bréf þeg­ar kort­in eru not­uð.

Tak­ið með ykk­ur góð­an jakka í des­em­ber, janú­ar og fe­brú­ar. Bók­ið her­bergi með loft­kæl­ingu ef þið er­uð á ferð­inni yf­ir sum­ar­tím­ann.

Ekki kaupa hluti sem seld­ir eru á göt­unni, þeir eru fals­að­ir og þið get­ið feng­ið sekt frá lög­regl­unni.

Þeg­ar fara á út fyr­ir borg­ina er gott að leigja bíl og fara á Ca­stelld­e­fels-strönd­ina í 18 km fjar­lægð frá borg­inni, eða til Sit­ges sem er í 40 km fjar­lægð.

BÖRN

Með börn­um er gott að fara í garð­inn Parque de Atraccio­nes de el Ti­bi­da­bo. Einnig er gam­an að heim­sækja kirkj­una þar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.