HIÐ DOPPÓTTA MAN

SKRAUTLEG Sig­ríð­ur Ásta Árna­dótt­ir, ham­ón­íku­leik­ari og ný­út­skrif­að­ur rit­stjóri, lif­ir dopp­óttu lífi og á sjald­an dökk­an dag enda gera lit­ir lífið betra.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Þeg­ar manni finnst eitt­hvað fal­legt þá vel­ur mað­ur það gjarna,“seg­ir Sig­ríð­ur Ásta Árna­dótt­ir, ný­út­skrif­að­ur rit­stjóri frá HÍ og harm­ón­íku­leik­ari í tangósveit­inni Mandó­lín, en hún er doppu­dýrk­andi mik­ill. „Ég er veik fyr­ir fal­leg­um lit­um og mynstr­um og hneig­ist til að velja doppótta hluti þeg­ar þeir fást. Ég hef ekki alltaf ver­ið svona, ég átti rönd­ótt tíma­bil fyr­ir ein­hverju síð­an. Þá var allt í kring­um mig og heima hjá mér rönd­ótt. Ég hef líka átt svona skeið með liti, einu sinni keypti ég allt blátt, svo var allt grænt og svo var rautt tíma­bil líka. Nú er það dopp­ótt. Ég hugsa ekk­ert mjög mik­ið þeg­ar ég er að velja mér hluti. Það er kannski til eitt­hvað þrennt mis­mun­andi og ég veit alltaf um leið hvað mér finnst fal­leg­ast.“Sig­ríð­ur Ásta seg­ist aldrei hafa átt drapp­lit­að eða svart tíma­bil. „Ég hef reynt að hafa svart­an þema­dag upp á sport­ið en það end­ar alltaf á því að ég er kom­in í skær­lita sokka eða doppótta skó. Einu sinni vant­aði mig nauð­syn­lega svarta spari­skó og á end­an­um varð ég að senda mömmu út í búð því ég kom alltaf heim með eitt­hvað dopp­ótt.“

Sig­ríð­ur Ásta seg­ist reka tvö­falda stefnu í fata­kaupa­mál­um. „Ann­ars veg­ar kaupi ég mik­ið af not­uð­um föt­um í Rauðakross­búð­inni eða Hjálp­ræð­is­hern­um en á hinn bóg­inn vil ég fjár­festa í vönd­uð­um fatn­aði. Mér finnst gam­an að vera í ein­hverju sem ég hef ekki ver­ið í áð­ur og gam­an að raða sam­an föt­um og fæ út­rás fyr­ir það með því að versla í búð­um með not­uð föt. Mér hugn­ast lít­ið að fara í H&M, ég vil ann­að­hvort eiga vand­að eða not­að. Ég hef líka lit­að flík­ur og sauma stund­um sjálf, helst pils og eitt­hvað ein­falt. En ég er að­al­lega lið­tæk í að að­laga flík­ur sem ég kaupi, breyta þeim og þess hátt­ar.“Sig­ríð­ur Ásta er stund­um stopp­uð á götu af fólki sem finn­ur þörf hjá sér að ræða föt­in henn­ar og lita­val­ið. „Ég hjóla líka um á app­el­sínu­gulu hjóli og fólk seg­ir: Mik­ið ert þú hress­andi og skemmti­lega klædd og gam­an að sjá svona á Íslandi. Sem mér finnst mjög gam­an að heyra því ég var með það markmið í mörg ár að hressa upp á fata­stíl Ís­lend­inga og fannst ég vera í her­ferð gegn leið­in­leg­um föt­um.“Sig­ríð­ur Ásta seg­ist ekki klæða sig í lit­rík föt til að fá at­hygli held­ur líði henni best í lit. Og hún skipt­ir lit­um eft­ir líð­an. „Ég hef tek­ið eft­ir því að ég sæki í blá­an lit þeg­ar ég þarf á ör­yggi að halda. Og svo er mér óhætt að segja að rauða tíma­bil­ið mitt hafi ver­ið á tíma­bili þeg­ar ég var í mik­illi sköp­un­ar­orku. Þannig að þeg­ar þú ferð að rukka mig um þetta held ég að ég sjái eitt­hvert munst­ur.“Eða dopp­ur.

bryn­hild­[email protected]

SIG­RÍЭUR ÁSTA ÁRNA­DÓTT­IR Sæk­ir í dopp­urn­ar í líf­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.