PÚSSAR HVERJA PERLU

ÍS­LENSK HÖNN­UN Ág­ústa Bárð­ar­dótt­ir hef­ur gam­an af handa­vinnu og sér­stak­lega skart­gripa­gerð. Hún ger­ir fal­leg háls­men frá grunni og hætt­ir ekki við grip fyrr en hann er full­kom­inn og hún til­bú­in ganga með hann sjálf.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Ág­ústa Bárð­ar­dótt­ir seg­ist hafa ver­ið eins og barn í sæl­gætis­versl­un þeg­ar hún kom inn í fönd­ur­búð í Aþenu á dög­un­um. Þar náði hún sér í fullt af fal­legu efni sem hún hyggst nota í skart­gripa­gerð sína en hún hann­ar und­ir merk­inu Bjall­ar hand­verk. Hún kynnt­ist skart­gripa­gerð­inni í gegn­um iðju­þjálf­un á Reykjalund­i. „Þar not­uð­um við til­bún­ar perl­ur og þeg­ar ég kom heim próf­aði ég mig áfram með þær. Þeg­ar leið á fannst mér það ein­hvern veg­inn ekki vera mitt þannig að ég fór að búa til mín­ar eig­in perl­ur eða kubba úr tré. Auk þess fór ég á nám­skeið í silf­ur­gerð hjá Tækni­skól­an­um og komst þá yf­ir þann hjalla að vera hrædd við að sýna það sem ég er að gera,“út­skýr­ir Ág­ústa.

HVERT HÁLS­MEN ER EIN­STAKT

Enn sem kom­ið er hef­ur Ág­ústa ein­göngu gert háls­men en hún hyggst bæta úr því og gera líka arm­bönd. Mik­il vinna er á bak við hvert men því hvert og eitt er unn­ið al­gjör­lega frá grunni. „Þeg­ar ég byrj­aði að gera skart­ið átti ég nokkr­ar trjá­grein­ar sem ég ákvað að prófa að nota. Ég vinn mest með grein­ar sem eru einn til þrír senti­metr­ar í þver­mál. Grein­arn­ar saga ég í litla kubba, bora í hvern fyr­ir sig og pússa svo í hönd­un­um, þannig fæ ég það lag sem ég vil. Ég vil hafa þetta svo­lít­ið gróft svo það sjá­ist að það sé hand­gert. Perlurn­ar mála ég svo og lakka og síð­an geri ég háls­men­ið. Ég nota alls kyns til­bún­ar perl­ur á milli trékubb­anna. Ég áætla að á bak við hvert háls­men sé um fimm tíma vinna. Hvert háls­men er ein­stakt og ég veit ekki hvernig það verð­ur þeg­ar ég byrja á því.“

Ág­ústa hef­ur tölu­vert prjón­að og saum­að í gegn­um tíð­ina en hún seg­ir skart­gripa­gerð­ina hafa heill­að sig gjör­sam­lega. „Mér finnst þetta rosa­lega gam­an og það sann­færði mig um að ég væri á réttri leið að stjórn­end­ur Kis­ans (kis­inn.is) höfðu sam­band við mig og báðu mig um að hafa vör­urn­ar mín­ar þar til sölu. Á vef­síð­unni er ís­lensk hönn­un og hand­verk til sölu, mér finnst þetta flott fram­tak og var þess vegna til í að taka þátt,“seg­ir hún. Ág­ústa bæt­ir við að hún hafi ákveð­ið það þeg­ar hún byrj­aði á skart­gripa­gerð­inni að binda sig ekki við eitt­hvað eitt held­ur geri hún það sem hana lang­ar. „Mottó­ið mitt er að hætta ekki við grip fyrr en ég er það ánægð með hann og ég myndi ganga með hann sjálf.“

NAFNIÐ SÓTT Í MÝRDAL

Sp­urð hvað­an hið óvenju­lega nafn á skart­ið kem­ur seg­ir hún að það sé teng­ing aust­ur í Mýrdal. „Eig­in­mað­ur minn er fædd­ur og upp­al­inn þar og við bjugg­um þar um tíma. Þar er fjall fyr­ir of­an bæ­inn og ganga tvö kletta­nef út úr því, nokk­urs kon­ar snjóflóða­gildr­ur frá nátt­úr­unn­ar hendi. Kletta­nef­in eru köll­uð Bjall­ar, mér þyk­ir ofsa­lega vænt um Mýr­dal­inn og nafnið kem­ur það­an.“

MYND/ANDRI MARINÓ

SKARTGRIPA­HÖNNUÐUR Ág­ústa heill­að­ist af skart­gripa­gerð þeg­ar hún próf­aði hana. Hún ger­ir fal­leg og lit­rík háls­men.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.