FRJÁLS­LEG HERRATÍSKA VOR­IÐ 2016

Það kenn­ir margra grasa í herra­tísk­unni á tísku­vik­unni fyr­ir vor/sum­ar 2016 sem fram fer í New York þessa dag­ana. Sjald­an hef­ur karl­mannafatn­að­ur ver­ið jafn fjöl­breytt­ur og allt virð­ist leyfi­legt.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Mörg þekkt nöfn sýna á tísku­vik­unni og flest­ir eru sam­mála um að herra­föt­in séu óvenju frjáls­leg að þessu sinni. Sumt er hippalegt, ann­að er rokk­ara­legt, og rönd­ótt verð­ur ör­ugg­lega vinsælt á næsta ári. Þá vek­ur at­hygli að bux­ur eru víð­ar og stutt­ar. Karl­ar þurfa ekki að ótt­ast liti næsta vor og ættu endi­lega að láta hug­mynda­flug­ið ráða í klæða­burði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.