FLJÓLEGT FISKI-TACO

SUMARLEG UPP­SKRIFT Krist­ín Gróa Þor­valds­dótt­ir held­ur úti vef- og Face­book-síð­unni Lúx­us­grís­ir. Hún gef­ur upp­skrift að sum­ar­leg­um rétti.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

g var al­in upp við góð­an og fjöl­breytt­an mat og mataráhug­inn er lík­lega sprott­inn það­an,“seg­ir Krist­ín Gróa sem starfar sem tölv­un­ar­fræð­ing­ur hjá Mar­el. Hún hef­ur haft áhuga á elda­mennsku frá unga aldri og lærði mjög fljótt að elda mat af öllu tagi. „Þeg­ar ég var sex­tán ára var mamma að vinna fram að kvöld­mat. Við gerð­um samn­ing um að hún ákveddi hvað yrði í mat­inn en ég myndi elda hann. Þannig lærði ég að elda alls kon­ar mat og fannst það mjög skemmti­legt.“

Krist­ínu Gróu finnst jafn skemmti­legt að elda fljót­lega rétti og þá sem hún þarf að dúlla sér við í lengri tíma. „Það fer allt eft­ir því í hvernig stuði ég er,“seg­ir hún glað­lega. Hún hef­ur áhuga á öll­um teg­und­um elda­mennsku og ger­ir ekki upp á milli. „Ég hef þó upp á síðkast­ið ver­ið hrif­in af mið­aust­ur­lensk­um mat. Það er spenn­andi að prófa ný krydd sem mað­ur er ekki van­ur. Ég nota upp­skrift­ir fyrst þeg­ar ég prófa eitt­hvað nýtt með­an ég fæ til­finn­ingu fyr­ir því sem ég er að gera. Þeg­ar það er kom­ið fer ég að prófa mig áfram.“

Krist­ín Gróa stofn­aði síð­una Lúx­us­grísi sem nokk­urs kon­ar áhuga­mál þeg­ar hún og eig­in­mað­ur­inn fluttu til Banda­ríkj­anna ár­ið 2012. „Ég hef reynd­ar ekki hald­ið síð­unni við ný­lega því við vor­um að taka í gegn hús og vor­um eld­hús­laus í átta mán­uði,“seg­ir Krist­ín Gróa glett­in. „Nú vona ég að mér gef­ist tími til að end­ur­vekja hana í fæð­ing­ar­or­lofinu.“

Krist­ín Gróa gef­ur hér upp­skrift sína að fiski-taco. „Þetta er sum­ar­leg­ur, fljót­leg­ur og ein­fald­ur rétt­ur.“

MYND/GVA

FLJÓTLEGT OG GOTT Krist­ín Gróa gef­ur upp­skrift að fal­leg­um, sum­ar­leg­um og fljó­leg­um rétti.

FISKI-TACO

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.