UPPGÖTVAÐU­R Í PARÍS

FRAMA­BRAUT Styr Júlí­us­son er 22 ára og þeg­ar kom­inn með fyr­ir­sætu­samn­ing hjá þekktri franskri um­boðs­skrif­stofu, New Ma­di­son. Hon­um var boð­ið mód­elstarf þeg­ar hann sat á veit­inga­húsi í París. Hann er í fríi núna en síð­an verð­ur hald­ið til Frakk­lands á ný o

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Styr vakti at­hygli fyr­ir tveim­ur ár­um þeg­ar hann var val­inn til að fara með að­al­hlut­verk í bíó­mynd­inni Falsk­ur fugl. Hann hef­ur alla tíð haft áhuga á leik­list og er ánægð­ur með þá miklu reynslu sem hann fékk á þess­um tíma. „Kvik­mynda­gerð hef­ur alltaf heill­að mig ekki síð­ur en leik­list­in. Ég gæti vel hugs­að mér að starfa við eitt­hvað henni tengt í fram­tíð­inni,“seg­ir hann. Styr fór með hlut­verk Arn­ald­ar í mynd­inni, sem var byggð á skáld­sögu Mika­els Torfa­son­ar, og fékk mjög góða dóma. Með­al ann­ars var sagt um leik Styrs í mynd­inni: „Þar spil­ar að­al­leik­ar­inn, Styr Júlí­us­son, stór­an þátt, og eina stund­ina lang­ar mann að gefa hon­um vina­legt faðm­lag og þá næstu vill mað­ur helst senda hann í sveit. En þarna er hæfi­leika­rík­ur pilt­ur á ferð­inni sem spenn­andi verð­ur að fylgj­ast með,“sagði Hauk­ur Við­ar Alfreðs­son í Frétta­blað­inu.

ÓVÆNT TIL­BOÐ

Það komu þó önn­ur til­boð en leik­ur í bíó­mynd­um upp í hend­urn­ar á Styr. Hann fór í ferða­lag með móð­ur sinni fyrr á þessu ári til Pa­rís­ar og þá varð kúvend­ing í lífi hans. „Við mamma fór­um út að borða í París og þá kom fólk frá þess­ari um­boðs­skrif­stofu og bauð mér að koma á skrif­stof­una og hitta sig. Ég hef reynd­ar lent í slíku áð­ur en síð­an hef­ur lít­ið orð­ið úr hlut­un­um. Ég ákvað samt að fara í heim­sókn dag­inn eft­ir og í fram­hald­inu var mér boð­ið að sýna fyr­ir Sacai á tísku­vik­unni í París,“seg­ir Styr.

Þess má geta að Sacai er risa­stórt hönn­un­ar­merki og býð­ur bæði kven- og herrafatn­að. Sacai á upp­runa sinn í Jap­an en merk­ið fæst nú um all­an heim. „Ég var síð­an í tveim­ur stór­um verk­efn­um hjá New Ma­di­son fyrr í þess­um mán­uði, fór með­al ann­ars til New York og svo fór ég í verk­efni fyr­ir tíma­rit. „Mér fannst gam­an að prófa þenn­an bransa og sér­stak­lega að fá að ferð­ast. Ég von­ast til að það verði fleiri ferða­lög í haust,“seg­ir Styr sem er núna í fríi á Íslandi og starfar sem þjónn á veit­inga­hús­inu Snaps.

MYND/ERNIR

STYR JÚLÍ­US­SON, FYRIRSÆTA OG LEIKARI „Ég var hepp­inn,“seg­ir Styr sem hlakk­ar til spenn­andi hausts í fyr­ir­sætu­brans­an­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.