MÖGNUÐ KÍNVERSK HEILSURÆKT

HEILSUDREK­INN KYNNIR Al­þjóða heilsu-qigong-fé­lag­ið verð­ur með kynn­ing­ar­nám­skeið dag­ana 24.-27. júlí í Heilsu­drek­an­um, Skeif­unni. Kín­versk­ir qigong-meist­ar­ar verða leið­bein­end­ur á nám­skeið­inu.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Dag­ana 24.-27. júlí standa Heilsudrek­inn og Wus­hu bar­dag­aí­þrótta­fé­lag­ið Drek­inn í sam­starfi við Al­þjóða heilsu-qigong sam­band­ið fyr­ir nám­skeiði í heilsu-qigong (bor­ið fram tsí-gong). Þrír sér­fræð­ing­ar og qigong-meist­ar­ar kenna á nám­skeið­inu, þau Zhuang Yongchang frá íþrótta­há­skól­an­um í Pek­ing, Yao Qi­ong frá íþrótta­há­skól­an­um í Guang Shou og Chen Changle frá íþrótta­há­skól­an­um í Shang­hai, en þau hafa ferð­ast um all­an heim til þess að kenna helstu að­ferð­ir og fræða um heim­spek­ina og vís­ind­in bak við þessa alda­gömlu lík­ams- og sál­ar­ræktarað­ferð. Fyr­ir þá sem ekki þekkja heilsu-qigong þá er það fimm þús­und ára gam­alt æf­inga­kerfi í heilsurækt. „Heilsu-qigong er meira en bara lík­ams­rækt,“seg­ir Dong Qing Gu­an, sem hef­ur rek­ið Heilsu­drek­ann frá ár­inu 1998. „Æf­ing­arn­ar eru byggð­ar á hefð­bundn­um kín­versk­um lækn­inga­að­ferð­um. Þar fer sam­an qi, sem merk­ir lífs­kraft­ur, og gong, sem merk­ir ná­kvæm­ar æf­ing­ar.“Þeir sem stunda heilsu-qigong upp­lifa aukna vellíð­an, blóð­þrýst­ing­ur verð­ur eðli­leg­ur og heilsu­rækt­in bæt­ir hjarta- og æð­a­starf­semi lík­am­ans, auk þess að minnka kó­lester­ól. Þá er tal­ið að heilsu-qigong geti dreg­ið úr þrá­lát­um sárs­auka frá liða­gigt, auk­ið súr­efn­is­flæði um lík­amann og minnk­að streitu og álag. Æf­ing­arn­ar draga úr þung­lyndi og kvíða og byggja upp sjálfs­virð­ingu. Þessi aldagamla heilsurækt eyk­ur heil­brigði og vellíð­an og marg­ir vest­ræn­ir lækn­ar hafa við­ur­kennt áhrifa­mátt henn­ar. „Heilsu-qigong er fyr­ir alla,“seg­ir Qing. „Sum­ir gera æf­ing­arn­ar stand­andi en ef það er erfitt þá má setj­ast nið­ur eða jafn­vel sitja all­an tím­ann.“

Þetta er í þriðja sinn sem Heilsudrek­inn stend­ur fyr­ir nám­skeið­um af þess­um toga og hafa þau not­ið mik­illa vin­sælda. Nám­skeið­in í heilsu-qigong hefjast eins og áð­ur sagði föstu­dag­inn 24. júlí klukk­an fimm og standa laug­ar­dag og sunnu­dag milli 10.30 og 17. Fyr­ir­lest­ur verð­ur síð­an á mánu­dag­inn milli 16.00 og 18.00 í Há­skóla Ís­lands. Þeir sem sækja þetta þriggja daga nám­skeið fá í kaup­bæti mán­að­ar­að­gang að qigong-tím­um í Heilsu­drek­an­um til að festa sér það í minni sem kennt var á nám­skeið­inu. Skrán­ing er í síma 553 8282. Starf­semi Heilsu­drek­ans er hægt að kynna sér nán­ar á heima­síð­unni www.heilsudrek­inn.is og á Face­book, þar sem get­ur að líta mynd­bands­upp­tök­ur af hinum ýmsu grein­um sem eru æfð­ar og kennd­ar hjá Heilsu­drek­an­um ásamt öðr­um fróð­leik.

KENNARAR Á HEIMSMÆLIK­VARÐA Kenn­ar­arn­ir kenna all­ir við kín­verska íþrótta­há­skóla og hafa far­ið um all­an heim til þess að kenna heilsu-qigong.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.