EINFALDIR OG HRÁIR

HANDGERÐIR STJAKAR Vin­kon­urn­ar Guð­björg Birta Bern­harðs­dótt­ir og Heiða Ma­ría Ívars­dótt­ir gera Vulcan-kerta­stjak­ana í bíl­skúrn­um heima. Þær spá mik­ið í inn­an­húss­hönn­un og skreyta um­hverfi sitt með fal­leg­um hlut­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Sa­meig­in­leg­ur áhugi á inn­an­húss­hönn­un og áfangi í frum­kvöðl­a­fræði varð til þess að þær Heiða Ma­ría Ívars­dótt­ir og Guð­björg Birta Bern­harðs­dótt­ir fóru að búa til steypta kerta­stjaka. „Við vor­um sam­an í FG og tók­um þar áfanga sem heit­ir frum­kvöðl­a­fræði og geng­ur út á það að stofna fyr­ir­tæki. Þar sem við höf­um báð­ar mik­inn áhuga á inn­an­húss­hönn­un varð til hug­mynd­in um Vulcan-kerta­stjak­ana,“út­skýr­ir Heiða. Guð­björg tek­ur upp þráð­inn og lýs­ir stjaka­gerð­inni. „Við steyp­um kerta­stjak­ana sjálf­ar í bíl­skúrn­um heima, blönd­um steyp­una og hell­um henni í form. Þeg­ar hún hef­ur þorn­að púss­um við þá og mál­um síð­an botn­inn og neðri part þeirra. Einnig setj­um við tappa und­ir þá til að koma í veg fyr­ir að þeir rispi.“Stöll­urn­ar eiga hvor sinn helm­ing­inn í fyr­ir­tæk­inu og er verka­skipt­ing­in skýr, Heiða sér um fjár­mál og mark­aðs­mál og Guð­björg sér um sölu- og fram­kvæmda­mál.

IITTALA Í UPP­Á­HALDI

Eins og áð­ur seg­ir hafa Guð­björg og Heiða gam­an af því að spá í inn­an­húss­hönn­un og eyða þær mikl­um tíma á kaffi­hús­um að skoða tíma­rit til að fá hug­mynd­ir. „Við er­um báð­ar hrifn­ast­ar af ein­föld­um skandi­nav­ísk­um stíl. Kerta­stjak­arn­ir okk­ar lýsa vel eig­in stíl, en þeir eru einfaldir en smá­muna­sam­ir, hráir og lit­rík­ir. Það er líka skemmti­legt við stjak­ana að þeir passa inn í hvaða horn sem er, þar sem þeir eru mjög hlut­laus­ir og hægt er að velja sinn lit,“seg­ir Guð­björg. „Við spá­um helst í litlu hlut­un­um eins og eld­húsáhöld­um, kerta­stjök­um, ljós­um og vös­um. Og skreyt­um því heim­il­ið okk­ar með alls kyns fal­leg­um litl­um hlut­um,“bæt­ir Heiða við.

Alv­ar Aalto, hönn­uð­ur Iittala, er helsta fyr­ir­mynd þeirra Heiðu og Guð­bjarg­ar og eru hlut­ir eft­ir hann með­al upp­á­halds­hluta þeirra beggja. „Hönn­un hans er rosa­lega fal­leg, vin­sæl, skap­andi, skemmti­leg og hvetj­andi,“segja þær og bæta við að hönn­un Iittala, Rosendahl, Hou­se Doctor, Heið­dís­ar Helga­dótt­ur og Sifjar Jak­obs sé einnig að þeirra skapi.

Þær eiga báð­ar Omaggio-vasa sem er upp­á­halds­hlut­ur beggja. Ann­að eft­ir­læti Guð­bjarg­ar er ann­ar vasi frá Iittala en í upp­á­haldi hjá Heiðu auk Omaggio-vas­ans eru glös frá Iittala.

MYND/VALLI

FRUMKVÖÐLA­R Hug­mynd­in að kerta­stjaka­gerð Heiðu og Guð­bjarg­ar varð til í áfanga í frum­kvöðl­a­fræði í FG sem þær sátu báð­ar.

LÝSANDI Vulcan­kerta­stjak­arn­ir frá Heiðu og Guð­björgu eru til í nokkr­um út­gáf­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.