UPPÁHALDSS­TAÐIR TÓNLISTARM­ANNSINS

GOTT ÍS­LAND Borg­ar­fjörð­ur eystri er upp­á­halds­bær tónlistarm­annsins Arn­ar Elías­ar Guð­munds­son­ar, eða Mug­i­son. Best þyk­ir hon­um að baða sig í pott­in­um á Laug­ar­hóli að vetri til. Mug­i­son svar­ar nokkr­um spurn­ing­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Skála­vík vest­an við Bol­ung­ar­vík er minn upp­á­halds­stað­ur,“svar­ar Mug­i­son. „Afi minn í föð­urætt ólst þar upp og ég heyrði ein­hvern tíma í sjón­varp­inu að í gamla daga hefði vík­in ver­ið köll­uð Heimsendi, það fannst mér af­ar ljóð­rænt. Við fjöl­skyld­an för­um oft í Skála­vík á sumr­in. Þar er skemmti­leg­ur hyl­ur í ánni sem gam­an er að hoppa í og láta sér verða skít­kalt.“ „Það er leið sem er köll­uð Kap­teins­leið­in og er slóð í Álfta­firð­in­um sem ligg­ur með­fram fjör­unni, út á Lang­eyri og til baka. Leið­in er nefnd í höf­uð­ið á hund­in­um Kap­teini og er um einn og hálf­ur kíló­metri að lengd.“ „Tjald­stæð­ið hjá henni Stellu í Hey­dal. Það er næs stað­ur með hest­um, talandi páfa­gauki og haltrandi ref. Þar eru heit­ir pott­ar sem Stella hef­ur bú­ið til sjálf.“ „Borg­ar­fjörð­ur eystri er í miklu upp- áhaldi og sveit­ung­ar mín­ir hér í Súða­vík verða sjálf­krafa pirr­að­ir því ég er alltaf að bera Súða­vík sam­an við Borg­ar­fjörð eystri eins og þar sé Para­dís.“ „Þeir eru marg­ir góð­ir og við stúd­er­um þá fjöl­skyld­an. Pott­ur­inn á Laug­ar­hóli í Bjarnar­firði að vetri til er mesta snilld sem ég veit um. Það er nátt­úru­laug og á vet­urna verð­ur ís­hella með­fram henni og allt verð­ur eins og í æv­in­týri. Manni líð­ur eins og mað­ur sé kom­inn í Game of Thrones eða Hobbit­ann.“Besta vega­sjopp­an? „Ham­borg­aral­úg­an Já Sæll, Fjarð­ar­borg á Borg­ar­firði eystri.“ „Við verð­um minna vör við þetta hér fyr­ir vest­an. Sum­ir láta það pirra sig að búa í Disneyland­i 101. En mér finnst þetta næs, er mik­ill kaffi­drykkju­mað­ur og núna er hægt að fá úr­val af góðu kaffi úti um allt land.“

NORDICPHOT­OS/GETTY

BESTI BAÐSTAÐURI­NN Pott­ur­inn á Laug­ar­hóli í Bjarnar­firði er upp­á­halds­bað­stað­ur Mug­i­son.

MUG­I­SON Hann hef­ur ferð­ast víða um land og finnst marg­ir stað­ir vera frá­bær­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.