SÝN­ING UM KON­UR OG MÓTOR­HJÓL

MÓTORHJÓLA­SAFN Mynd­ir af kon­um á mótor­hjól­um, sögu­búta og ýmsa muni sem minna á tengsl kvenna og mótor­hjóla má finna á sýn­ingu sem stend­ur yf­ir í Mótor­hjóla­safni Ís­lands á Akur­eyri í sum­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Þessi sýn­ing kom þannig til að stjórn Mótor­hjóla­safns­ins ósk­aði eft­ir því að konu­klúbb­arn­ir á Akur­eyri tækju að sér að búa til sýn­ingu í til­efni af hundrað ára kosn­inga­af­mæli kvenna,“seg­ir Ragn­hild­ur Arna Hjart­ar­dótt­ir sem held­ur ut­an um sýn­ing­una Kon­ur og mótor­hjól, sem var opn­uð í Mótor­hjóla­safni Ís­lands þann 14. júní og stend­ur til 30. ág­úst.

Ekki reynd­ist þrauta­laust að safna sam­an mun­um og upp­lýs­ing­um fyr­ir slíka sýn­ingu enda hef­ur saga ís­lenskra mótor­hjóla­kvenna ekki ver­ið skráð. „Við hóuð­um sam­an hópi af kon­um og vor­um sex í nefnd. Við vor­um með lít­ið fé á milli hand­anna en biðl­uð­um til mótor­hjóla­kvenna um allt land að senda okk­ur mynd­ir, upp­lýs­ing­ar og muni,“seg­ir Ragn­hild­ur. Á sýn­ing­unni er að finna fjöld­ann all­an af mynd­um en einnig ýms­ar upp­lýs­ing­ar, sög­ur og muni. „Við kom­umst að því með góðri hjálp að fyrsta kon­an sem átti mótor­hjól á Íslandi var Helga Ní­els­dótt­ir ljós­móð­ir ár­ið 1939. Hún not­aði það til að aka til vinnu, en gafst reynd­ar fljótt upp á því þar sem þungt var að vera á því og af því að veg­ir voru að mestu mal­ar­veg­ir þurfti hún iðu­lega að skipta um al­klæðn­að eft­ir hverja ferð vegna ryks og drullu. Síð­an er vit­að um aðra konu rétt eft­ir stríð sem var á hjóli sem hún fékk hjá hern­um. Lít­ið er vit­að um fleiri kon­ur fyrr en stelp­ur fóru að vera á skell­inöðr­um á átt­unda ára­tugn­um og síð­an þeg­ar kon­ur fóru að sjást meira á hjól­um á ní­unda ára­tugn­um,“upp­lýs­ir Ragn­hild­ur. Hún seg­ir þró­un­ina hrað­ari upp á síðkast­ið. „Kon­ur á öll­um aldri eru farn­ar að láta gaml­an draum ræt­ast og taka mótor­hjóla­próf sem er frá­bært.“

Litl­ar tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar eru til um kon­ur og mótor­hjól. „Við vit­um þó að frá 1980 hafa 2.930 kon­ur ver­ið skráð­ar eig­end­ur þungra bif­hjóla.“

Við er­um með mynd­ir og brot úr sögu, mótor­hjól og klúbba­tengd­an fatn­að. Svo er­um við með kon­ur í mótor­hjóla­lög­regl­unni. Guð­rún Jack var svo dá­sam­leg að lána okk­ur hluta af fatn­aði og mynd­ir af sér og upp­lýs­ing­ar.

Sýn­ing­in Kon­ur og mótor­hjól er op­in alla daga frá kl. 10 til 17.

MYND/EINKA­SAFN

ÁHUGA­MÁL­IÐ Jón­ína Bald­urs­dótt­ir er dug­leg að hjóla og hef­ur átt þátt í að skipu­leggja nokkr­ar ferð­ir á veg­um Tí­unn­ar, Bif­hjóla­klúbbs Norð­ur­amts, og er ný­kjör­in stjórn­ar­með­lim­ur þar.

MYND/ÞORM­AR ÞORKELSSON

HARLEY Luna hjól­ar í Dan­mörku í fyrra á Harley Da­vidson Servicar 1973 mód­eli.

MYND/DÍ­ANA HER­MANNS­DÓTT­IR

Í RÖÐ Mótor­hjól í röð­um við út­sýn­ispall á Vaðla­heiði. Mynd­in var tek­in eft­ir hópakst­ur kvenna á al­þjóð­leg­um mótor­hjóla­degi kvenna 2. maí í fyrra.

HRÖÐ ÞRÓ­UN Ragn­hild­ur Arna Hjart­ar­dótt­ir held­ur ut­an um sýn­ing­una.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.