MIK­IL ÁSKOR­UN

TÓN­LEIK­AR Djass­hóp­ur­inn 23/8 held­ur tvenna tón­leika um helg­ina þar sem lög frá ferli Bjark­ar Guð­munds­dótt­ur verða út­sett á djassvísu.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Djass­hóp­ur­inn 23/8 sló held­ur bet­ur í gegn í upp­hafi árs þeg­ar hann stóð fyr­ir tón­leik­um í Nor­ræna hús­inu til heið­urs sænsku djass­söng­kon­unni Monicu Zetter­lund. Næsta verk­efni er enn metn­að­ar­fyllra en um helg­ina verða haldn­ir tvenn­ir tón­leik­ar und­ir heit­inu Björ­kologi, þar sem val­in verða lög úr safni Bjark­ar og þau út­sett á djassvísu. Að sögn Stínu Ág­ústs­dótt­ur, söng­konu sveit­ar­inn­ar, verða flutt lög frá öll­um plöt­um Bjark­ar, frá Debut sem kom út ár­ið 1993 og til Vulnicura sem kom út í ár. „Segja má að markmið okk­ar sé að kanna nýj­ar hlið­ar á fjöl­breyttri og til­rauna­kenndri tónlist Bjark­ar og um leið að út­setja lög­in fyr­ir hefð­bund­inn djasskvart­ett þar sem ein­ung­is pí­anó, kontrabass­i, tromm­ur og rödd koma við sögu.“

Auk Stínu skipa þau Anna Gréta Sig­urð­ar­dótt­ir, Leo Lind­berg og Emil Norm­an djass­hóp­inn en Leo er frá Svíþjóð og Emil frá Dan­mörku. Liðs- menn sveit­ar­inn­ar eru góð blanda af reynslu­mikl­um tón­list­ar­mönn­um og mjög efni­leg­um tón­list­ar­mönn­um.

MÁ ÞETTA?

Eft­ir vel heppn­aða tón­leika í upp­hafi árs vildi hóp­ur­inn grúska svo­lít­ið í tónlist eft­ir ís­lenska konu og eðli­lega hafi nafn Bjark­ar kom­ið fyrst upp í hug­ann. „Fyrstu við­brögð okk­ar voru þó að spyrja hvort slíkt mætti nokk­uð. Hug­mynd­in var því skot­in nið­ur í upp­hafi en henni skaut alltaf upp aft­ur og aft­ur enda kitl­aði hún svo­lít­ið tón­list­arnör­d­ann í okk­ur. Ég ákvað því að hlusta á all­ar plöt­urn­ar henn­ar og gerði lagalista. Síð­an hlust­uðu hin og smátt og smátt fækk­aði lög­um á list­an­um. Áskor­un­in varð eig­in­lega meira spenn­andi eft­ir því sem leið á verk­efn­ið og áhugi fyr­ir tónlist Bjark­ar óx hjá okk­ur öll­um og virð­ing einnig, sem var þó mik­il fyr­ir.“

Mörg af þekkt­ari lög­um Bjark­ar verða flutt á tón­leik­um helgar­inn­ar en þau eru að sögn Stínu oft­ar hefð­bundn­ari í formi og auð­veld­ari í með­ferð fyr­ir djasskvart­ett. „Mað­ur verð­ur að kryfja lög­in til mergjar og telja út og spá í hvað er lag­lín­an og hvaða hljóma er hægt að spila svo að inn­tak lags­ins kom­ist til skila.“

Gest­ir mega bú­ast við nýj­um hlið­um á tónlist Bjark­ar að sögn Stínu. „Við er­um tvær stelp­ur í hljóm­sveit­inni en það er nán­ast óþekkt í djass­heim­in­um á Íslandi. Auk þess er Anna Gréta ein af ör­fá­um kvendjassp­í­anó­leik­ur­um á land­inu sem ger­ir þetta svo­lít­ið sér­stakt, auk þess sem við er­um að spila tónlist eft­ir konu sem er ein af flott­ustu fyr­ir­mynd­un­um í tón­list­ar­heim­in­um í dag. Tón­listaráhug­a­menn ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Þetta verða tón­leik­ar í hæsta gæða­flokki!“

Tón­leik­arn­ar vera haldn­ir í Nor­ræna hús­inu í kvöld og á morg­un og hefjast kl. 20.00. Aðgangs­eyr­ir er 2.000 kr. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á vef Nor­ræna húss­ins, þar sem hægt er að kaupa miða, og á Face­book-síðu djass­hóps­ins (23/8) þar sem einnig er hægt að sjá upp­lýs­ing­ar um næstu tón­leika hans.

MYND/VALLI

NÝJ­AR ÚTSETNINGA­R Mörg af þekkt­ari lög­um Bjark­ar verða flutt á djassvísu um helg­ina í Nor­ræna hús­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.