BLÓM Í BUX­UM

GARЭUR­INN Sig­ríð­ur Mar­grét Helga­dótt­ir er hug­mynda­rík þeg­ar kem­ur að skrauti í garð­inn en hún hef­ur haft áhuga á garð­rækt frá því hún var barn.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI -

g eign­að­ist ekki garð fyrr en ég flutti hing­að en ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á garð­yrkju. Ég var ekki nema 6 eða 7 ára þeg­ar her­berg­is­glugg­inn minn var orð­inn full­ur af blóm­um,“seg­ir Sig­ríð­ur Mar­grét Helga­dótt­ir, eld­heit áhuga­mann­eskja um garð­rækt, þeg­ar við hitt­um á hana úti við garð­verk­in. Hún sinn­ir stór­um garði við hús sitt á Sel­fossi og seg­ist eyða þar drjúg­um hluta árs­ins.

„Við tók­um garð­inn al­ger­lega í gegn þeg­ar við flutt­um hing­að og felld­um með­al ann­ars 16 asp­ir sem voru hér. Nú eru eng­in tré í garð­in­um. Mað­ur­inn minn gaf mér gróð­ur­hús í fer­tugsaf­mæl­is­gjöf og þar rækta ég plönt­ur og planta svo út. Við lét­um smíða sér­staka bakka und­ir plönt­urn­ar sem ég raða pott­un­um á, helli svo vatni í bakk­ana og plönt­urn­ar vökva sig sjálf­ar. Þetta er auð­vit­að stans­laus vinna með svona stór­an garð, ég sinni hon­um á hverj­um degi og nú er ég að taka beð­in í gegn.“

Víða um garð­inn má sjá upp­still­ing­ar á garðstytt­um og blóm­um en einnig skemmti­leg­ar út­færsl­ur Sig­ríð­ar sjálfr­ar á garðskraut­i.

„Ég átti ekki pott og klæddi þá plast­fötu í gaml­ar bux­ur,“seg­ir hún en í garð­in­um má sjá blóma­potta í flau­els- og galla­bux­um og eins hef­ur Sig­ríð­ur hekl­að ut­an um pott­ana. „Ég próf­aði líka að hella steypu í vinnu­vett­linga og í göm­ul stíg­vél og steypti líka sveppi með því að nota skál­ar sem mót og þykkt plast til að fá smá áferð,“seg­ir hún og við­ur­kenn­ir að vera stöð­ugt með garð­inn sinn á bak við eyr­að, líka þeg­ar hún er að heim­an.

„Ég er alltaf með hug­ann við plönt­ur og garða. Á ferða­lög­um um land­ið er ég að­al­lega að skoða garð­ana í þorp­un­um þar sem við stopp­um.“

MYND­IR/SIG­RÍЭUR MAR­GRÉT HELGA­DÓTT­IR

Í GARЭIN­UM Sig­ríð­ur Mar­grét Helga­dótt­ir á stór­an garð sem hún sinn­ir af natni. Hún hef­ur haft áhuga á garð­rækt frá því hún var barn og eyð­ir drjúg­um hluta árs­ins í garð­in­um.

GALLA­BUX­UR FÁ NÝTT HLUT­VERK Sig­ríði vant­aði eitt sinn pott und­ir blóm­in og smeygði þá plast­fötu í gaml­ar galla­bux­ur.

HEIMA­GERЭIR SVEPP­IR Sig­ríð­ur not­aði skál­ar sem mót og lagði inn­an í þær þykkt plast til að ná fram riffl­um í steyp­una.

BLÓM ÚR BANDI Hekl­uðu blóm­in sóma sér vel inn­an um lif­andi gróð­ur.

BLÓM Í BUX­UM Sólblómið nýt­ur sín í göml­um flau­els­bux­um.

FAL­LEG­UR GARЭUR HJÁ SIG­RÍÐI Hún legg­ur mikla rækt við hann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.