DRYKKJAN VARASÖM

ÁBYRGARA KYN­LÍF Ís­lend­ing­ar eiga Evr­ópu­met í kla­mydíu­smiti. Herpes og aðr­ir ólæknandi kyn­sjúk­dóm­ar eru sömu­leið­is al­geng­ir. Það kem­ur í því sam­hengi ekki á óvart að smokka­notk­un er ábóta­vant. Sig­ur­laug Hauks­dótt­ir, yf­ir­fé­lags­ráð­gjafi hjá Embætti land­lækni

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Um 2.000 ein­stak­ling­ar smit­ast af kla­mydíu á ári hverju eða sex á dag, flest­ir á aldr­in­um 15-25 ára. Herpes og kyn­færa­vört­ur eru enn al­geng­ari. Töl­fræði yf­ir smokka­notk­un kem­ur í því sam­hengi ekki á óvart en þar er­um við gjarn­an eft­ir­bát­ar annarra ríkja. En hver er skýr­ing­in? Er for­vörn­um ábóta­vant? Að mati Sig­ur­laug­ar Hauks­dótt­ur, yf­ir­fé­lags­ráð­gjafa hjá Embætti land­lækn­is, sem jafn­framt starfar með HIV-já­kvæð­um á Land­spít­al­an­um er skýr­ing­anna m.a. að leita í því hve snemma ís­lensk ung­menni byrja að stunda kyn­líf og hve oft áfengi og önn­ur vímu­efni eru höfð um hönd áð­ur en það er stund­að.

AUGNA­BLIK GETA ÖLLU BREYTT

„Alltaf öðru hvoru kem­ur til mín fólk á ólík­um aldri sem seg­ist vera vel upp­lýst um smitleiðir kyn­sjúk­dóma. Það gleymdi sér hins veg­ar á ög­ur­stundu með­al ann­ars vegna neyslu áfeng­is eða vímu­efna. Það þarf bara nokkr­ar mín­út­ur til að breyta fram­tíð­inni og geta þær því mið­ur haft af­drifa­rík áhrif. Sum­ir kyn­sjúk­dóm­ar, eins og kla­mydía, geta t.d. haft áhrif á get­una til að eign­ast börn og aðra sjúk­dóm­ar, eins og HIV, herpes og kyn­færa­vört­ur, sit­ur fólk uppi með ævi­langt.“

ÞARF AÐ SEINKA FYRSTU SAMFÖRUM

En hvað er til ráða? „Það væri gott ef ung­menn­in okk­ar væru ekki að flýta sér um of við að byrja að stunda kyn­líf því hver mán­uð­ur og ár get­ur skipt máli í aukn­um þroska á þessu sviði eins og öðr­um. Sa­mevr­ópsk­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að ís­lensk­ar stúlk­ur byrja mun fyrr að stunda kyn­líf en flest­ar kyn­syst­ur þeirra í Evr­ópu. Dreng­ir eru hins veg­ar nær með­al­tal­inu. Ald­ur stúlkna er samt að­eins að hækka sem er mjög já­kvætt enda ger­ir auk­inn þroski ung­menn­um frek­ar kleift að standa á sínu. Sig­ur­laug seg­ir nefni­lega mik­il­vægt að ungt fólk skipu­leggi kyn­lífs­hegð­un sína eins og svo margt ann­að í líf­inu. „Við þurf­um til dæm­is að taka ákvörð­un um það fyr­ir­fram hvort við ætl­um í kyn­lífi okk­ar að taka áhættu með eig­in heilsu og jafn­vel heilsu annarra.“

Sig­ur­laug seg­ir eðli­legt að margt fólk vilji prófa sig áfram í kyn­lífi á með­an það er ungt en samnorræn rann­sókn á kon­um sýndi að Ís­lend­ing­ar áttu met í fjölda ból­fé­laga. „Við er­um greini­lega mjög frjáls­leg sem hef­ur sína kosti og galla. Frels­inu þarf þó að fylgja ábyrgð ef fólk vill ekki sitja uppi með nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar eins og kyn­sjúk­dóm.“

Oft er tal­að um að lík­ur á smiti auk­ist með fjölda ból­fé­laga. Að sögn Sig­ur­laug­ar þarf svo alls ekki að vera. „Ef smokk­ur­inn er not­að­ur í hvert skipti sem kyn­líf er stund­að er það mun ör­ugg­ara en ef notk­un hans gleym­ist í eitt sinn.

ÞARF ALLTAF AÐ VERA Á

Smokk­ur­inn er eins og marg­ur veit eina vörn­in gegn kyn­sjúk­dóm­um. Sig­ur­laug seg­ir þó skorta tals­vert upp á að menn noti hann rétt. „Í fyrsta lagi verð­ur að nota hann í hvert skipti, ekki bara oft­ast eða stund­um. Þá þarf að fylgja leið­bein­ing­un­um vel. Þeg­ar menn kvarta und­an því að smokk­ur­inn rifni er það gjarn­an vegna þess að hann er ekki rétt sett­ur á. Jafn­framt er mik­il­vægt að setja hann á typp­ið á rétt­um tíma, en ekki bara rétt fyr­ir sáð­lát. Um leið og slím­húð­ir mæt­ast er hætta á smiti,“út­skýr­ir Sig­ur­laug.

En nú hef­ur oft ver­ið uppi um­ræða um að hafa smokka ókeyp­is eða nið­ur­greidda. Hvernig stend­ur það mál? ,,Það hef­ur því mið­ur ekki náðst í gegn og á með­an svo er er mik­il­vægt að láta ekki pirr­ing verða til þess að taka áhættu með eig­in heilsu. Smokk­ar fást nú orð­ið mjög víða eins og í mat­vöru­versl­un­um, apó­tek­um og á bens­ín­stöðv­um. Nokkr­ir smokk­ar kosta á við nammi­poka eða bíó­ferð og ættu flest­ir að hafa ráð á því.“

Sig­ur­laug mæl­ir með því að fólk byrgi sig vel upp af smokk­um fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina. „Bæði fyr­ir sig og aðra sem ekki eru jafn fyr­ir­hyggju­sam­ir.“Smokk­inn seg­ir hún fyrsta stigs for­vörn. „Ef hann af ein­hverj­um ástæð­um skyldi klikka er nauð­syn­legt að taka næsta skref og fara á Húð- og kyn­sjúk­dóma­deild Land­spít­al­ans eða á heilsu­gæsl­una og kanna hvort eitt­hvað hafi gerst. Ef við grein­umst með sjúk­dóm er hægt að lækna suma þeirra strax, aðr­ir, eins og HIV, þurfa ævi­langa lyfja­gjöf og eft­ir­fylgni.“

FLEST­IR KYN­SJÚK­DÓM­AR EINKENNALA­USIR

Sig­ur­laug legg­ur áherslu á að í flest­um til­fell­um finni fólk eng­in ein­kenni og er kla­mydía til að mynda ein­kenna­laus í allt að 70 pró­sent­um til­fella. „Það verð­ur því alltaf að hugsa mál­ið út frá eig­in hegð­un. Ef tek­inn hef­ur ver­ið séns þarf að at­huga mál­ið og því fyrr sem það er gert því betra, því marg­ir kyn­sjúk­dóm­ar áger­ast með tím­an­um.“Sig­ur­laug bend­ir á að skoð­un og með­ferð við flest­um kyn­sjúk­dóm­um sé ókeyp­is til dæm­is á „Húð og kyn“á Land­spít­al­an­um og á heilsu­gæslu­stöðv­um. Hún seg­ir jafn­framt ráð að fara í skoð­un áð­ur en tek­in er ákvörð­un um að stunda óvar­ið kyn­líf. „Það er ekk­ert sem seg­ir að fólk þurfi að nota smokka ævi­langt. Par sem hef­ur tek­ið ákvörð­un um að vera sam­an get­ur kom­ið í sam­ein­ingu og kann­að hvort ekki sé allt með felldu áð­ur en smokkn­um er sleppt.“

ÝM­ISS KON­AR FOR­VARN­AR­STARF

Sig­ur­laug hef­ur unn­ið með HIVjá­kvæð­um á Íslandi frá ár­inu 1997 og lagt mik­ið af mörk­um til hvers kyns for­varn­ar­starfs. Að­spurð seg­ir hún sann­ar­lega reynt að ná til ung­menna í grunn- og fram­halds­skól­um þótt auð­vit­að sé alltaf hægt að gera bet­ur. „HIVÍs­land fer með­al ann­ars inn í alla efri bekki grunn­skóla og fræð­ir um kyn­sjúk­dóma með áherslu á HIV. Ástráð­ur, for­varn­ar­hóp­ur lækna­nema á öðru ári, fer svo inn í alla fyrstu bekki fram­halds­skóla og efri bekki grunn­skóla sé þess ósk­að. Þá hafa hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í grunn­skól­um bú­ið til sér­stakt náms­efni sem þeir nýta til fræðslu. Auk þess eru félagasamt­ök eins og Sam­tök­in 78 og Blátt áfram oft feng­in til að tala við ung­menni. Þá hef ég ásamt Dag­björtu Ás­björns­dótt­ur og Guð­björgu Eddu Her­manns­dótt­ur ver­ið með fræðsl­una Töl­um sam­an – sam­skipti for­eldra og ung­linga um kyn­líf frá ár­inu 2002, en hún er fyr­ir 7.-10. bekk­inga og for­eldra þeirra. Ég sem starfs­mað­ur hjá sótt­varna­lækni hjá Embætti land­lækn­is er auk þess alltaf boð­in og bú­in til að vera með fræðslu hv­ar og hvenær sem er.“

MYND/ANDRI MA­RÍNÓ

Sig­ur­laug mæl­ir með því að fólk byrgi sig upp af smokk­um fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina, bæði fyr­ir sig og aðra sem eru ekki jafn fyr­ir­hyggju­sam­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.