Á HJÓLI UM DÓNÁRDAL

SKEMMTI­LEGT Helga Harð­ar­dótt­ir og Har­ald­ur Skarp­héð­ins­son létu sig dreyma Dónár­drauma í sum­ar og skelltu sér í viku­langa hjóla­ferð milli Passau í Þýskalandi og Vín­ar­borg­ar í Aust­ur­ríki.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Þetta var al­gjört æv­in­týri og al­veg ógleym­an­leg ferð,“seg­ir Helga Harð­ar­dótt­ir um hjól­reiða­ferða­lag sem hún fór fyrr í sum­ar á veg­um Úti­vist­ar í sam­starfi við ferða­skrif­stof­una Ís­lands­vini. Hún seg­ir þau hjón­in ekki mik­ið hjól­reiða­fólk og þau hafi því tek­ið svo­litla áhættu með því að bóka þessa ferð. En það hafi ekki kom­ið að sök.

„Mér fannst þetta eig­in­lega ekk­ert erfitt því þetta er eig­in­lega pínu­lít­ið nið­ur í móti alla leið­ina. Við hjól­uð­um 45-75 kíló­metra á dag og ég var aldrei of­ur­þreytt held­ur leið bara vel. Að­al­mál­ið er eig­in­lega að geta set­ið á hjóli án þess að hnakk­ur­inn fari með mann.“

EKKI OF HEITT

Hún seg­ir þau hafa slopp­ið við hita­bylgj­una sem reið yf­ir svæð­ið skömmu áð­ur enda hefði það ekki ver­ið gott hjóla­veð­ur. „Það var ynd­is­legt veð­ur, milt og ekki of heitt og einn dag­inn rigndi að­eins. Einu sinni kom mjög eft­ir­minni­leg­ur storm­ur með þrum­um og eld­ing­um og risa­hagli. Þá kom sér vel að hafa hjóla­hjálm­ana.“

Hjóla- og hjálma­leiga var innifal­in í verð­inu sem og all­ar ferð­ir, gist­ing á frá­bær­um hót­el­um og morg­un- og kvöld­verð­ur. „Við vor­um með eina tösku hvert og það var keyrt með þær á milli næt­urstaða með­an við hjól­uð­um svo við vor­um bara með það sem við þurft­um að nota yf­ir dag­inn. Svo stopp­uð­um við á leið­inni og feng­um okk­ur hress­ingu. Við hefð­um varla þurft að taka með okk­ur pen­inga nema fyr­ir há­deg­is­mat, ís og minja­grip­um.“

GÓЭUR HÓP­UR

Hóp­ur­inn var skemmti­leg­ur og kynja­hlut­föll­in jöfn. „Við vor­um tutt­ugu og tvö tals­ins og einn far­ar­stjóri. Það voru alls ekki all­ir í góðu formi og sá elsti kom­inn yf­ir sjö­tugt en all­ir tóku til­lit og við vor­um líka bara þarna til að njóta nátt­úr­unn­ar og dóla okk­ur. Það var eng­inn að flýta sér og eng­inn að reka á eft­ir nein­um.“Enda ekki ástæða til þess þeg­ar um­hverf­ið er jafn­gjöf­ult og Dónár­dal­ur­inn.

FAL­LEGT UM­HVERFI

„Það er svo fal­legt þarna,“seg­ir Helga. „Smjör­ið drýp­ur af hverju strái í Aust­ur­ríki. Við hjól­uð­um gegn­um hveiti- og byggakra, ávaxta­lundi og svo vín­hér­uð­in. Við fór­um gegn­um vín­hér­að­ið Wachau sem er gam­alt vín­hér­að á heims­minja­skrá Unesco,

HELGA OG HAR­ALD­UR Hjól­uðu nið­ur Dónár­dal­inn í góð­um fé­lags­skap.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.