ÆЭIS­LEG BORG

BORG­IN MÍN Búdapest er upp­á­halds­borg Helenu Sverr­is­dótt­ur. Fal­leg­ar bygg­ing­ar, úti­mark­að­ir og veit­inga­stað­ir eru með­al hápunkta borg­ar­inn­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Körfuknatt­leiks­kon­an Helena Sverr­is­dótt­ir er flutt heim eft­ir átta ára at­vinnu­manns­fer­il. Í vet­ur þjálf­ar hún og leikur með upp­eld­is­fé­lagi sínu, Hauk­um í Hafnar­firði, og hlakk­ar mik­ið til að tak­ast á við það verk­efni. Á átta ára ferli sín­um spil­aði Helena með­al ann­ars í Póllandi, Slóvakíu og í Ung­verjalandi þar sem upp­á­halds­borg henn­ar er að finna, höf­uð­borg­ina Búdapest.

„Ég bjó í tvö ár í aust­ur­hluta Slóvakíu og eitt ár í Miskolc í Ung­verjalandi og var því í ein­ung­is í 2-3 klukku­stunda keyrslu frá borg­inni þessi þrjú ár. Mér fannst alltaf jafn æð­is­legt að kom­ast þang­að á frí­dög­um. Ég fékk síð­an stund­um heim­sókn frá fjöl­skyld­unni og vin­um og þá eydd­um við oft tíma þar og þess vegna á ég með­al ann­ars svo marg­ar góð­ar minn­ing­ar það­an. Borg­in er auk þess full af sögu og fal­leg­um bygg­ing­um. Brýrn­ar yf­ir Dóná eru líka nokkr­ar mjög flott­ar og það er lang skemmti­leg­ast að labba um borg­ina til að fá þessa æð­is­legu upplifun beint í æð.“

„Það eru gríð­ar­lega marg­ir góð­ir veit­inga­stað­ir í Búdapest og hægt að fá nán­ast hvað sem er. Mér fannst mjög gam­an að fá mér goulash-súpu því þeir gera hana svo vel. En síð­an var líka ágætt að fá smá frí frá ung­verska matn­um og prófa ein­hverja nýja staði og nýja rétti.“

„Það er alltaf gam­an að setj­ast nið­ur og fá sér drykki efst á Buda-hæð­inni. Það­an er fal­legt að horfa yf­ir þann hluta borg­ar­inn­ar sem heiti Pest og Dóná, sem sker borg­ina. Þau eru ófá skipt­in sem mað­ur labb­aði þarna um og skoð­aði allt sam­an. Á kast­ala­svæð­inu fannst mér alltaf gam­an að slaka á og fá mér eitt­hvað svalandi.“

„Götu­mark­að­irn­ir í borg­inni eru geggj­að­ir. Um pásk­ana og fyr­ir jól­in er torg­ið við göngu­göt­una yf­ir­tek­ið af litl­um bás­um þar sem seld­ar eru hand­unn­ar vör­ur. Þá er einnig alls kon­ar mat­ur á grill­inu, til dæm­is kola­grill­uð brauð og heitt vín sem all­ir þurfa að smakka. Síð­an er mjög gam­an að versla í Búdapest enda hægt að finna all­ar helstu versl­an­irn­ar þar auk fjölda stórra „outlet“-mark­aða sem eru ut­an við borg­ina.“

„Að sitja uppi við Turna fiski­mann­anna með ótrú­legu út­sýni yf­ir borg­ina og horfa nið­ur er klár­lega upp­á­halds­stað­ur­inn minn. Einnig má nefna hæð­ina við Frið­ar­stytt­una en þar er líka geggj­að að slaka þar á og taka inn feg­urð­ina og nátt­úr­una. Þú átt­ar þig á því hvað þú ert lít­il í þessu öllu sam­an. En á sama tíma sérðu hið gamla og nýja mæt­ast og allt líf­ið sem á sér stað þarna.“

„Auk þess að þjálfa og spila með Hauk­um næsta vet­ur mun ég einnig þjálfa yngri flokka hjá fé­lag­inu. Það verð­ur því nóg að gera hjá mér í vet­ur. Ég er síð­an ný­trú­lof­uð og mér þyk­ir ótrú­lega gam­an að ferð­ast um og skoða land­ið okk­ar með mann­in­um mín­um. Við stefn­um á að ná nokkr­um dög­um á Vest­fjörð­um í júlí. Ég hlakka síð­an til að vera meira í kring­um vini og fjöl­skyldu því eft­ir átta ár að heim­an hef­ur mað­ur misst af svo miklu.“

MYND/ÚR EINKASAFNI

FEG­URÐ Búdapest er vin­sæll áfanga­stað­ur og heim­sótti Helena borg­ina oft á frí­dög­um.

MYND/ÚR EINKASAFNI

AFSLÖPPUN Helena með fyrr­ver­andi liðs­fé­laga sín­um á góð­um degi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.