LÆRÐI AÐ SAUMA Á YOUTU­BE

ÆTLA LANGT Guð­jón Geir Geirs­son stofn­aði fata­merk­ið Inklaw Clot­hing í fé­lagi við Ró­bert Óm­ar Elm­ars­son fyr­ir tveim­ur ár­um. Merk­ið náði miklu flugi um mitt síð­asta ár og nú sit­ur Guð­jón við sauma­vél­ina frá morgni til kvölds. Ant­on Birk­ir Sig­fús­son gekk nýl

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

„Við Ró­bert höfð­um báð­ir unn­ið í fata­versl­un­um; ég í Blend og Herra­garð­in­um og hann í Zöru. Við vor­um því vel kunn­ug­ir fata­geir­an­um en fannst vanta föt á stráka. Við horfð­um mik­ið til tísk­unn­ar úti í heimi og til þess sem við sáum á net­inu en fannst við ekki geta feng­ið það hér heima. Það varð til þess að við fór­um að fikra okk­ur áfram með eig­in fram­leiðslu og byrj­uð­um á því að flytja inn hlýra­boli sem við merkt­um með silkiprent­i. Und­ir lok árs 2013 fór­um við svo að fikta við að sauma leð­ur­hlýra­boli.“Guð­jón seg­ir föt­in fljótt hafa feng­ið góð­ar við­tök­ur og aug­ljóst að það var gat í mark­að­in­um. Hann stund­aði um tíma nám á hönn­un­ar­braut í Tækni­skól­an­um en sök­um ann­rík­is varð hann að gefa nám­ið upp á bát­inn.

„Ég lærði í raun mest á YouTu­be með gamla sauma­vél frá ömmu fyr­ir fram­an mig. Við byrj­uð­um smátt en nú er­um við komn­ir í gott hús­næði og með all­an vél­bún­að sem þarf,“seg­ir Guð­jón, en hann sit­ur við frá átta til átta alla daga og saum­ar marg­ar flík­ur á dag. Ró­bert sér um mark­aðs­mál­in en lög­fræð­ing­ur­inn Ant­on Birk­ir Sig­fús­son, sem gekk til liðs við þá fé­laga í byrj­un árs, sinn­ir ýmsu sem teng­ist rekstr­in­um. Að sögn Guð­jóns ætla þeir sér stóra hluti.

Flík­urn­ar eru að­al­lega seld­ar á net­inu en auk þess senda þeir til versl­ana er­lend­is. Í upp­hafi voru ung­ir Ís­lend­ing­ar helstu kaup­end­ur en að sögn Guð­jóns breikk­ar við­skipta­hóp­ur­inn ört og eru sí­fellt eldri menn að upp­götva merk­ið. Hann seg­ir marga er­lenda við­skipta­vini hissa þeg­ar þeir kom­ast að því að fram­leiðsl­an sé í þeirra eig­in hönd­um. „Flest­ir halda að við sé­um með verk­smiðju á Indlandi. Þeg­ar menn kom­ast að því að við bú­um þetta til í okk­ar eig­in hönd­um á Ís- landi verða þeir ekki síð­ur hrifn­ir. Við er­um hins veg­ar með það á stefnu­skránni að fara á sýn­ing­ar í Pa­rís og víðar og ef það geng­ur vel get­ur ver­ið að við neyð­umst að flytja starf­sem­ina út fyr­ir land­stein­ana.

FÍNNI GÖTU­TÍSKA Guð­jón sæk­ir helst inn­blást­ur í hipp­hopp­ið. „Ég myndi lýsa þessu sem fínni hipp­hopp-skotn­um götufatn­aði. Ég er hrif­inn af snið­um með af­ger­andi skurði og síð­um bol­um. Efn­in eru hins veg­ar fín og föt­in frek­ar að­snið­in.“Föt­in fást á...

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.