SKÓSKÁLD BÝR TIL EÐALTÖSKUR

VIN­SÆLL Manolo Bla­hnik bjó til skó fyr­ir eðlurn­ar í garð­in­um þeg­ar hann var lít­ill en skór hans eru nú með eft­ir­sótt­asta varn­ingi sam­tím­ans. Nú hef­ur hann hann­að tösk­ur í sama anda og skóna.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Manolo Bla­hnik er einn þekkt­asti skó­hönn­uð­ur sam­tím­ans. Í fjöru­tíu ár hafa skór eft­ir hann ver­ið með­al eft­ir­sókn­ar­verð­asta tísku­varn­ingi heims­ins og keppa sjón­varps­þátta­höf­und­ar og stíl­ist­ar stjarn­anna um ein­tök af skóm eft­ir hann, sem yf­ir­leitt eru að­eins fram­leidd­ir í tak­mörk­uðu magni. Nú hef­ur Bla­hnik fært út kví­arn­ar með fal­leg­um spa­ritösk­um sem hann hann­ar í minn­ingu frænku sinn­ar sem sagði ham­ingj­una fel­ast í því að eiga „full­komna hand­tösku í öll­um heims­ins lit­um“.

Manolo Bla­hnik er fædd­ur og upp­al­inn á Kana­ríeyj­um og hafði frá unga aldri mik­inn áhuga á skóm. Hann elt­ist við eðlur eins og jafn­aldr­ar hans á eynni en hans að­aláhuga­mál var að hanna á þær skó úr skær­lit­um sæl­gæt­is­bréf­um. Þar mátti einnig greina ást hans á nátt­úr­unni og gróðri sem má sjá merki um í allri hönn­un hans. Móð­ir hans hafði mik­inn áhuga á skóm og hún átti til að hanna og gera sína eig­in skó ef henni fannst úr­val­ið ekki nóg í nær­liggj­andi versl­un­um. Hún hreifst af fín­leg­um og kven­leg­um skóm með áber­andi spenn­um og skrauti sem er nokk­uð sem má sjá merki um í hönnum son­ar henn­ar.

Manolo var send­ur til Gen­f­ar í Sviss í nám í stjórn­mála­fræði og lög­um en skipti fljót­lega um náms­grein og út­skrif­að­ist með próf í bók­mennt­um og arki­tekt­úr. Þá lá leið­in til Pa­rís­ar þar sem hann lagði stund á nám í list­um og leik­mynda­hönn­un með­fram starfi í „vinta­ge“-fata­búð. Það­an lá leið­in til London þar sem hann vann hjá tísku­fyr­ir­tæk­inu Zapata og skrif­aði um karl­manna­tísku fyr­ir Vou­ge. Ár­ið 1970 fékk hann tæki­færi til að sýna hinni þekktu tískudívu Di­anne Vree­land teikn­ing­ar af hönn­un sinni. Hún á að hafa sagt við hann í stuttu máli: „Ungi mað­ur, gerðu skó.“Manolo tók hana á orð­inu og brátt urðu skór eft­ir hann mjög eft­ir­sótt­ir.

Bla­hnik er skóskáld af öllu hjarta. Ekki bara teikn­ar hann skóna held­ur smíð­ar hann frum­gerð­irn­ar með eig­in hendi. Þeg­ar kem­ur að fjölda­fram­leiðslu fylg­ist hann grannt með til að tryggja að hver skór sé ná­kvæm eftirlíkin­g af sköp­un­ar­verki hans. Hann geym­ir all­ar frum­gerð­irn­ar í tveim­ur samliggj­andi hús­um í heima­bæ sín­um, Bath á Englandi.

Skór frá Manolo Bla­hnik hafa ver­ið þekkt­ir hjá tísku­áhuga­fólki ára­tug­um sam­an en nafn­ið varð hins veg­ar ekki á allra vör­um fyrr en sjón­varps­þætt­irn­ir Sex and the City hófu göngu sína, en sem kunn­ugt er var Carrie Brads­haw, að­al­sögu­hetja þátt­anna, með al­var­legt og að því er virt­ist óseðj­andi Bla­hnik-blæti. Í einu at­riði er hún rænd og þjóf­ur­inn fer fram á að fá „Manolo“-ana henn­ar, en þarna er vörumerk­ið orð­ið svo þekkt að það þarf ekki að vísa nán­ar til þess sem um er rætt.

Manolo Bla­hnik hef­ur ver­ið bú­sett­ur í Bretlandi í hálfa öld og hef­ur hlot­ið heið­ursorðu breska heimsveld­is­ins. Hann hef­ur enn fremur hlot­ið marg­vís­leg önn­ur verð­laun og við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir hönn­un sína.

Og nú hef­ur Bla­hnik snú­ið sér að tösku­gerð. Hann seg­ir inn­blástur­inn koma frá fal­leg­um kon­um í for­tíð og nú­tíð og vildi gera kvöld­tösk­ur fyr­ir kon­ur dags­ins í dag. „Ég elska skreyt­ing­arn­ar á skón­um mín­um svo af hverju ekki að setja þær á tösk­ur?“seg­ir hann og bend­ir á að spenn­urn­ar á tösk­un­um eru hann­að­ar í stíl við sylgj­ur sem að­dá­end­ur Bla­hniks þekkja af vin­sæl­ustu skón­um hans. „Tösk­urn­ar eru eins kon­ar fram­leng­ing á upp­á­halds­skón­um mín­um.“ Tösk­urn­ar eru af sex gerð­um og fæst hver gerð í alls kon­ar lit­um. Þær eru úr satíni og sett­ar Sw­arowski-kristöl­um. Bla­hnik seg­ist fátt geta hugs­að sér fal­legra en „kven­lega hönd sem held­ur á dýr­grip“. Tösk­urn­ar koma á mark­að­inn í lok júlí og ef­laust marg­ir úti í hinum stóra tísku­heimi sem bíða með óþreyju.

MANOLO BLA­HNIK Bla­hnik er mik­ill Breti í sér þótt hann sé fædd­ur á Kana­ríeyj­um. Hér er hann að fagna setn­ingu Wimbeldon-tenn­is­móts­ins á dög­un­um í lát­laus­um, en gul­um, jakka­föt­um.

SKART Í HENDI Bla­hnik finnst fátt eins fal­legt og kven­leg hönd sem held­ur á dýr­grip.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.