BARNA­BARN GRACE KELLY Í HNAPPHELDU­NA

KONUNGLEGT Borg­ara­leg gift­ing fór fram í Mónakó á laug­ar­dag þeg­ar Pier­re Casirag­hi gekk að eiga Be­atrice Borromeo. Brúð­kaup­ið vakti at­hygli þar sem Pier­re er barna­barn Hollywood-stjörn­unn­ar Grace Kelly og Rainers fursta.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Pier­re Casirag­hi er yngsta barn Karólínu prins­essu af Mónakó og Stefano Casirag­hi, sem lést af slys­för­um að­eins þrí­tug­ur að aldri. Þeg­ar Karólína fædd­ist var hún arftaki föð­ur síns að fursta­dæm­inu í Mónakó en missti þann titil þeg­ar bróð­ir henn­ar, Al­bert, fædd­ist ári síð­ar.

AUÐUG ÆTT

Be­atrice Borromeo er dótt­ir Don Car­lo Fer­d­in­andi Borromeo, greifa af Arona á Ítal­íu og greifynju Donnu Pa­olu Marzotto. Borromeo-ætt­in á langa og mikla sögu og er vel met­in fjöl­skylda á Ítal­íu. Hún er mjög auðug og á verð­mæt­ar jarð­ir, eyju og kast­ala á N-Ítal­íu. Be­atrice hef­ur starf­að sem eft­ir­sótt fyr­ir­sæta og blaða­mað­ur. Hún er vel þekkt í ít­ölsku sjón­varpi.

Par­ið hef­ur ver­ið sam­an í sjö ár og eft­ir þeim hef­ur ver­ið tek­ið lengi, enda þykja þau bæði af­ar glæsileg. Borg­ara­lega gift­ing­in er und­an­fari kirkju­brúð­kaups á Ítal­íu sem fram fer um næstu helgi. Frændi Pier­re, Al­bert fursti, bauð til glæsi­legr­ar veislu í til­efni dags­ins þar sem sjö­tíu gestir mættu. At­hygli vakti að Be­atrice gifti sig í ljós­fjólu­blá­um kjól frá Va­lent­ino. Hún mætti síð­an í öðr­um kjól, silf­ur­lit­um, frá Va­lent­ino í veisl­una síðdegis.

Be­atrice var fyr­ir­sæta fyr­ir Va­lent­ino þeg­ar hún var yngri en góð vinátta er á milli fjöl­skyldu henn­ar og þessa heims­fræga hönnuðar. Karl La­ger­feld, tísku­hönn­uð­ur hjá Chanel, og Ver­sace-fjöl­skyld­an eru sömu­leið­is fjöl­skyldu­vin­ir. Án efa verð­ur vel fylgst með brúð­kaup­inu á Ítal­íu, enda spenn­ing­ur að vita hvort Be­atrice klæð­ist þá eig­in­leg­um brúð­ar­kjól frá Va­lent­ino.

EKKI ALLTAF AUЭVELT

Móð­ir brúð­gum­ans, Karólína prins­essa, hef­ur alla tíð ver­ið mik­ið í sviðs­ljós­inu ekki síð­ur en móð­ir henn­ar, Grace Kelly, var á sín­um tíma. Karólína baðst und­an því fyr­ir nokkr­um ár­um að vera elt af svo­köll­uð­um „pap­arazzi“-ljós­mynd­ur­um. Líf henn­ar hef­ur ekki alltaf ver­ið auð­velt. Karólína tók móð­ur­missinn nærri sér, en Grace Kelly lést í hörmu­legu bíls­slysi ár­ið 1982. Karólína skildi við fyrsta eig­in­mann sinn, Phil­ippe Ju­not, ár­ið 1980, eft­ir stutt hjóna­band. Hún gift­ist síð­an Stefano Casirag­hi og sam­an eign­uð­ust þau þrjú börn, Andrea, sem nú er 31 árs, Char­lotte, 28 ára og Pier­re, 27 ára. Stefano lét líf­ið í sjó­slysi ár­ið 1990.

BÝR MEÐ DÓTTURINNI

Fyr­ir níu ár­um gift­ist Karólína í þriðja skipt­ið, hinum þýska Ernst Aug­ust, prins af Hanno­ver, og her­toga af Brunswick. Við það varð hún bæði prins­essa af Mónakó og Hanno­ver. Þau eiga eina dótt­ur sam­an, Al­exöndru prins­essu af Hanno­ver, sem er að verða 16 ára. Frétt­ir bár­ust af því ár­ið 2010 að Karólína og Ernst Aug­ust byggju ekki leng­ur sam­an. Hann hef­ur oft sést í fylgd annarra kvenna en Karólína hef­ur bú­ið ein með yngstu dótturinni í Mónakó und­an­far­in ár. Form­leg­ur skiln­að­ur virð­ist hins veg­ar ekki hafa átt sér stað og segja marg­ir það vegna flók­inna pen­inga­mála hjá þeim hjón­um.

MYND­IR/GETTY

BORG­ARA­LEG GIFT­ING Hjón­in nýgiftu á svöl­um Grimaldi-hall­ar­inn­ar. Kirkju­legt brúð­kaup þeirra fer fram á Ítal­íu næsta laug­ar­dag.

MÓЭIR BRÚЭGUM­ANS Karólína prins­essa af Mónakó og Hanno­ver hef­ur þurft að þola ým­is­legt í gegn­um tíð­ina. Hjóna­band henn­ar og Ernst Aug­ust, prins af Hanno­ver, fór út um þúf­ur þótt ekki hafi þau skil­ið form­lega.

GRIMALDI-AF­MÆLI Þessi mynd var tek­in af þeim fyrr í þess­um mán­uði þeg­ar Al­bert fursti af Mónakó hélt upp á tíu ára krýn­ing­araf­mæli sitt.

TÍSKU­VIKA Í PAR­ÍS Par­ið hef­ur mik­inn áhuga á tísku, enda starf­aði Be­atrice sem fyr­ir­sæta fyr­ir heims­fræga hönn­uði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.