Í ANDA ÞEKKTRA ROKK­ARA

Banda­ríski hönn­uð­ur­inn, John Var­vatos, vakti mikla at­hygli fyr­ir frum­leika á tísku­vik­unni í New York á dög­un­um. Þar sýndu helstu hönn­uð­ir heims­ins herrafata­tísku fyr­ir vor og sum­ar 2016.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

John Var­vatos hef­ur hann­að fyr­ir marga þekkta rokk­ara í gegn­um tíð­ina. Fræg­ast­ur þeirra er þó Bít­ill­inn Ringo St­arr. Alice Cooper er til dæm­is góð­ur vin­ur Var­vatos. Vor- og sum­ar­lína hans þótti bæði frjáls­leg og smart. Mik­ið var um rend­ur í herra­föt­un­um og má líta aft­ur til 1970 til að sjá svip­að­an herrafatn­að. Bux­urn­ar voru þröng­ar og gjarn­an jakk­ar með þeim. Flest módel­in voru síð­hærð. John Var­vatos ólst upp í Detroit í Banda­ríkj­un­um en á ætt­ir að rekja til Grikk­lands. Hann er vel þekkt­ur vest­an hafs en hef­ur ný­lega rutt sér leið á Evr­ópu­mark­aði. Ilm­vötn frá John Var­vatos hafa ver­ið mjög vin­sæl. Þá hef­ur hann hann­að striga­skó fyr­ir Con­verse sem eru af­ar vin­sæl­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.