GOTT Í ÚTILEGUNA

ÚTILEGAN Mesta ferða­helgi árs­ins er fram und­an. Á Súða­vík verð­ur hald­in göngu­há­tíð og býð­ur einn skipu­leggj­andi henn­ar upp á ljúf­feng­an úti­legu­rétt.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Fjög­urra daga göngu­há­tíð verð­ur hald­in í Súða­vík um versl­un­ar­manna­helg­ina þar sem boð­ið verð­ur upp á fjöl­breytt­ar göng­ur og göngu­leiki fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Það er Súða­vík­ur­hrepp­ur, Göngu­fé­lag Súða­vík­ur, göngu­klúbbur­inn Vesen og ver­gang­ur og Ey­vind­ur ehf. sem standa fyr­ir há­tíð­inni sem hald­in er í fyrsta sinn.

Einn skipu­leggj­enda göngu­há­tíð­ar­inn­ar er Ein­ar Skúla­son, stofn­andi göngu­klúbbs­ins Vesen og ver­gang­ur. Hann seg­ir gest­um gef­ast kost­ur á að ganga um fjöl­breytt vest­firskt lands­lag í fylgd heima­manna þar sem sagt verð­ur frá ör­nefn­um og sagð­ar sög­ur sem tengj­ast lands­lag­inu og líf­inu á svæð­inu fyrr og nú.

„Há­tíð­in er fyr­ir alla fjöl­skyld­una og er allt frá göngu­túr­um um þorp­ið í Súða­vík, fjöl­skyldu­göngu í Va­lagil, rölt um sela­fjör­ur á Hvíta­nesi við Skötu­fjörð, hálfs­dags­göng­ur um Fola­fót og einnig á Álfta­mýr­ar­heiði til Önund­ar­fjarð­ar og svo á tind­ana Kof­ra, Bar­daga og Saurat­inda.

Einnig verð­ur rat­leik­ur um Súða­vík í boði fyr­ir snjallsíma­eig­end­ur og mið­ast við yngri kyn­slóð­ina. Það verð­ur því eitt­hvað í boði fyr­ir alla. Það er líka stutt yf­ir á Ísa­fjörð ef gestir vilja kíkja á Mýr­ar­bolt­ann og blanda ólík­um við­burð­um sam­an.“Nán­ari upp­lýs­ing­ar um göngu­há­tíð­ina og dag­skrá henn­ar má finna á www.suda­vik.is.

Sjálf­ur er Ein­ar þaul­van­ur göngugarp­ur og gef­ur hér les­end­um Frétta­blaðs­ins upp­skrift að af­ar ein­föld­um, en um leið bragð­góð­um úti­legu­rétti, í til­efni þess að stærsta ferða­helgi árs­ins er að ganga í garð. „Þessi rétt­ur er mjög ein­fald­ur bixí­rétt­ur og vin­sæll hjá börn­um á öll­um aldri, þar á með­al son­um mín­um. Við köll­um hann ömmu Lillu rétt­inn því að hann kem­ur eig­in­lega frá mömmu

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.