GRILLUÐ BLEIKJA OG GÓMSÆT KAKA

MAT­UR FYR­IR SÁL­INA Sig­ur­rós Jóns Braga­dótt­ur þyk­ir gam­an og gott að borða góð­an mat. Hún held­ur úti blogg­síð­unni Mat­ur fyr­ir sál­ina og finnst mik­il­vægt að njóta mat­ar­ins. Sig­ur­rós gef­ur hér nokkr­ar góð­ar upp­skrift­ir.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Mat­ur frá Mið­jarð­ar­haf­inu finnst mér vera góð­ur, ítalskt, grískt, spænskt og franskt er í upp­á­haldi,“seg­ir Sig­ur­rós Jóns Braga­dótt­ir við­skipta­fræð­ing­ur. „Mér finnst gam­an að borða góð­an mat og skemmti­legt að vera með stór­um hópi og elda sam­an. Svo hef ég gam­an af að ferð­ast og reyni þá alltaf að smakka eitt­hvað nýtt og spá í nýj­ar bragð­teg­und­ir.“

Sig­ur­rós finnst að stór part­ur af mat­ar­gerð­inni sé að gefa sér tíma til að elda og njóta mat­ar­ins eins og gert er í Suð­ur-Evr­ópu. Hún trú­ir því að all­ir geti eld­að góð­an mat ef hrá­efn­ið er gott og þeg­ar hún eld­ar reyn­ir hún að leyfa hrá­efn­inu að njóta sín sem best. „Mér finnst gam­an að elda og ég nota mik­ið af græn­meti, fiski og lamba­kjöti í elda­mennsk­una. Svo nota ég alls kon­ar jurtir og ávexti til að blanda sam­an við.“

Sig­ur­rós gef­ur hér góm­sæt­ar upp­skrift­ir að grill­aðri bleikju, strengja­baun­um með hvít­lauk, sítr­ónu og par­mesanosti og sæl­gæt­is-osta­köku sem er til­val­inn eft­ir­rétt­ur.

GRILLUÐ BLEIKJA MEÐ SÍTR­ÓNU OG LIME

4 stk. bleikju­flök Sítr­ónupip­ar og salt eft­ir smekk Börk­ur af sítr­ónu og límónu

MYND/GVA

ELD­AR AF ÁSTRÍÐU Sig­ur­rós finnst gott hrá­efni skipta höf­uð­máli og að eld­að sé með hjart­anu. „Ég tel nefni­lega að góð­ur mat­ur snædd­ur í góð­um fé­lags­skap sé ekki að­eins góð­ur fyr­ir mag­ann held­ur sál­ina líka.“

AЭSEND MYND

SÆL­GÆT­ISOSTAKAKA Ostakak­an sem Sig­ur­rós gef­ur upp­skrift að er girni­leg.

AЭSEND MYND

GRILL­UÐ BLEIKJA Bleikj­an er girni­leg auk þess að vera auð­veld í mat­reiðslu.

AЭSEND MYND

STRENGJA­BAUN­IR Með hvít­lauk, sítr­ónu og par­mesanosti eru þær gott með­læti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.