NAGLASVEPP­IR – NÝ LAUSN ÁN LYFSEÐILS

LYFIS KYNNIR Amorolfin rati­oph­arm lyfjalakk á negl­ur við nagl­svepp­um fæst nú án lyfseðils í næsta apó­teki.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Hing­að til hef­ur ekk­ert lyf feng­ist við nagl­svepp­um án lyfseðils í apó­tek­um,“seg­ir Há­kon Steins­son, lyfja­fræð­ing­ur hjá LYFIS. „Það er því mjög ánægju­legt að bæta lyf­inu við úr­val lausa­sölu­lyfja LYFIS, en við höf­um mark­visst unn­ið að því að auka fram­boð lyfja sem hægt er að kaupa án lyfseðils.“

Lyf sem inni­halda amorolfin eru kom­in í lausa­sölu í nokkr­um öðr­um Evr­ópu­lönd­um og hef­ur til­koma lyfs­ins í lausa­sölu auk­ið að­gengi al­menn­ings að með­ferð­ar­kosti við nagl­svepp­um. Amorolfin er breið­virkt sveppa­lyf sem er mjög virkt gegn al­geng­um teg­und­um af nagl­svepp­um. Amorolfin­ið smýg­ur úr lyfjalakk­inu inn í og í gegn­um nögl­ina og get­ur þar af leið­andi út­rýmt sveppn­um sem er illa að­gengi­leg­ur í nagl­beðn­um. Þar sem með­ferð­in er stað­bund­in eru auka­verk­an­ir mjög sjald­gæf­ar og þá að­al­lega svæð­is­bundn­ar, sem er mik­ill kost­ur fyr­ir not­and­ann.

Al­geng­ustu ein­kenni nagl­sveppa­sýk­ing­ar eru þykkn­un nagl­ar­inn­ar og lita­breyt­ing. Nögl­in get­ur t.d. orð­ið hvít, svört, gul eða græn. Verk­ir og óþæg­indi geta einnig kom­ið fram.

Bera skal lyfjalakk­ið á sýkt­ar fing­ur- eða tánegl­ur einu sinni í viku eða sam­kvæmt ráð­legg­ingu lækn­is. Með­ferð skal hald­ið áfram óslit­ið þar til nögl­in hef­ur end­ur­nýj­að sig og við­kom­andi svæði er lækn­að. Amorolfin rati­oph­arm má nota með öðr­um lyfj­um en ekki má nota naglalakk eða gervinegl­ur á með­an ver­ið er að nota lyf­ið.

Mik­il­vægt er að lesa fylgiseð­il lyfs­ins fyr­ir notk­un og kynna sér helstu var­úð­ar­regl­ur. Stutta sam­an­tekt um lyf­ið má sjá hér aft­ar.

AMOROLFIN RATI­OPH­ARM er ætl­að til notk­un­ar á bæði tá- og fing­ur­negl­ur. AMOROLFIN RATI­OPH­ARM er not­að einu sinni í viku eða sam­kvæmt ráð­legg­ingu lækn­is. Með í pakkn­ingu eru einnig hrein­sigrisj­ur, nagla­þjal­ir og fjöl­nota spað­ar til að dreifa úr lakk­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.