HLÝIR HAUSTTÓNAR

FÖRЭUN Sam­kvaemt hefð­inni verða lit­irn­ir í förð­un dekkri með haust­inu. Dökk­ar var­ir og rauð­brún­ir augnskugg­ar verða áber­andi.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Helena Reyn­is­dótt­ir förð­un­ar­fra­eð­ing­ur seg­ir það vera í tísku í haust og vet­ur að „baka“á sér and­lit­ið. „Þá er laust púð­ur sett yf­ir hylj­ara á þeim stöð­um sem eiga að lýs­ast upp. Því er svo leyft að „bak­ast“í fimm mín­út­ur og síð­an dust­að af. Þá kem­ur nokk­urs kon­ar „Kim Kar­dashi­an-ljómi“á and­lit­ið. Svo er mik­ið um það að and­lits­dra­ett­ir séu ýkt­ir (highlig­ht-að­ir) með því að skyggja mik­ið und­ir kinn­bein, með­fram nefi, til að minnka það, með­fram kjálkalínu og hár­línu. Þetta er haegt að gera baeði með krem- og púð­ur­vör­um. Síð­an er and­lit­ið lýst upp á móti, of­an á kinn­bein­in, fram­an á nef­ið og of­an á var­irn­ar,“lýs­ir Helena.

MATTAR VAR­IR OG AUGU

Helena seg­ir eyel­iner með mikl­um vaeng alltaf vera inni. Auk þess séu áber­andi augn­hár að koma sterk inn. „Dökk­ir augnskugg­ar verða áber­andi, brún­ir, rauð­leit­ir og jafn­vel app­el­sínu­gul­ir. Þeir henta samt ekki öll­um, að­al­lega blá­og brúneyg­um. Matt­ir lit­ir eru áber­andi, að minnsta kosti verða skygg­ing­ar mattar og kannski smá glans á augna­lok­inu. Það sama má segja með varalit­ina, þeir eru líka matt­ir en mik­ið er um fljót­andi varaliti þannig að þeir eru blaut­ir þeg­ar þeir eru sett­ir á en matt­ast svo með tím­an­um. Hlýir tón­ar haustsins verða sem sagt alls­ráð­andi í haust en ég hef þó tek­ið eft­ir því að förð­un­in er ýkt­ari en oft áð­ur.“

GÓÐ RÁÐ

Helena út­skrif­að­ist úr Reykja­vík Makeup School í fyrra og var haest á prófi í „beauty­förð­un“. Hún hef­ur síð­an þá tek­ið alls kyns förð­un­ar­verk­efni að sér, farð­að fyr­ir baeði tísku­sýn­ing­ar og mynda­tök­ur og fleira. Sp­urð um nokk­ur góð förð­un­ar­ráð nefn­ir hún að gott sé að setja hylj­ara með­fram vör­un­um þeg­ar bú­ið er að setja varalit á þa­er, þannig verða þa­er þrýstn­ari. „Það er snið­ugt að nota ljós­an eyel­iner inn á votlín­una í aug­un­um. Þannig virka þau opn­ari og gef­ur það fersk­ara út­lit. Lit­ur­inn aetti helst að vera beislit­að­ur en ekki hvít­ur, það er nátt­úru­legra. Með því að skipta ljósa litn­um út fyr­ir svart­an eyel­iner og skella gerviaugn­hár­um á sig er svo haegt að breyta dag­förð­un í kvöld­förð­un á auð­veld­an máta. Fyr­ir þa­er sem ekki vilja nota gerviaugn­hára­lengju er gott að nota til daem­is stök augn­hár. Það opn­ar aug­un og ger­ir þau staerri án þess að þau verði of ýkt.“

VILL VERA ÁBER­ANDI

Helena seg­ist ekki mála sig mik­ið dags­dag­lega. „Ég er alltaf með eyel­iner með spíss og nota þekj­andi og matt meik. Ég fíla mött meik því ég vil ekki glansa þeg­ar líð­ur á dag­inn. Stund­um nota ég stök augn­hár á ytri augn­háralínu til að opna aug­un. Ég nota ekki mik­ið varalit hvers­dags en set stund­um á mig smá vara­blý­ant og vara­sal­va með lit í. Við fínni til­efni nota ég mik­inn augnskugga, skyggi and­lit­ið mik­ið, nota „highlig­hter“og „baka“stund­um á mér and­lit­ið líka. Þá nota ég ýkt­ari varalit en hvers­dags og hendi augn­hár­um á mig og geri eyel­iner-inn ýkt­ari líka. Ég vil alltaf vera ýkt­ari held­ur en minna mál­uð án þess þó að vera með ein­hvers kon­ar drag­máln­ingu,“seg­ir hún og bros­ir.

MYND/VILHELM

DÖKKT Í HAUST Helena Reyn­is­dótt­ir förð­un­ar­fra­eð­ing­ur seg­ir dökka liti vera áber­andi í förð­un í haust og vet­ur.

FYR­IR VAR­IRN­AR Dökk­ir, matt­ir varalit­ir eru inni í dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.