HREIN SNYRTIBUDD­A

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Snyrti­budd­una þarf að þrífa með reglu­legu milli­bili til að forðast bakt­eríu­mynd­un. Þetta á ekki bara við um snyrti­budd­una held­ur líka snyrti­vör­ur, naglaklipp­ur og plokk­ara. Snyrti­budd­an get­ur orð­ið svo­lít­ið subbu­leg að inn­an en yf­ir­leitt er hún kla­edd með efni sem auð­velt er að þrífa. Snyrti­vör­urn­ar sjálf­ar má þrífa á ein­fald­an hátt með smá­veg­is ólífu­olíu og sápu sem bland­að er sam­an í litla skál. Síð­an er gott að leggja snyrti­vör­urn­ar á eld­húspapp­ír til þerr­is. Svampa sem not­að­ir eru í meik þarf að þvo einu sinni í viku með sápu. Nauð­syn­legt er að þrífa vel augna­hára­upp­brett­ara. Sum­ir setja eld á hann með kveikjara til að brenna burt bakt­erí­urn­ar.

Varalit­inn má hreinsa með því að setja hann í frysti yf­ir nótt. Síð­an er gott að nota sótt­hreins­að­ar blaut­þurrk­ur. Sótt­hreins­andi vökva skal nota á all­ar hársnyrti­vör­ur, naglaklipp­ur og aðra málm­hluti í bað­her­berg­is­skápn­um. Þá er nauð­syn­legt að þrífa öll hár úr hár­burst­an­um og setja hann í heitt sápu­vatn. Skol­ið síð­an vel.

Bað­hanska eða klúta á að þvo í þvotta­vél með hand­kla­eð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.