SIGURKAKA UNN­AR

FRÁBAER ÁRANGUR Unn­ur Pét­urs­dótt­ir mat­reiðslu­mað­ur bar sigur úr být­um í mat­reiðslu­keppni heyrn­ar­lausra, Deaf Chef, sem fram fór í veit­inga­skól­an­um í Val­by í Dan­mörku um síð­ustu helgi. Unn­ur var glaesi­leg­ur kepp­andi Ís­lands.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Unn­ur starfar sem mat­reiðslu­mað­ur á veit­inga­hús­inu La­va í Bláa lón­inu. Hún seg­ir að elda­mennska hafi alltaf ver­ið henn­ar helsta áhugamál. „Ég ákvað í grunn­skóla að laera mat­reiðslu,“seg­ir hún. Unn­ur var síð­an í starfs­námi á Grand hót­eli. Þeg­ar Unn­ur er sp­urð hvernig henni hafi orð­ið við þeg­ar ljóst var að hún hefði unn­ið keppn­ina, seg­ir hún: „Ég var bara orð­laus. Ég átt­aði mig ekki á því strax að ég hefði unn­ið keppn­ina.“Hver kepp­andi þurfti að út­búa þriggja rétta kvöld­verð, fimm diska fyr­ir hvern rétt og einn sýn­ing­ar­disk. Deaf Chef var stofn­að af Al­lehånde í Dan­mörku. Áhersla var lögð á að mennta og ráða heyrn­ar­lausa í veit­inga­brans­ann. Er þetta í ann­að ár­ið í röð sem þessi keppni fer fram. Unn­ur seg­ist vel geta hugs­að sér að taka þátt í fleiri slík­um keppn­um. „En kannski ekki al­veg strax.“Unn­ur gef­ur hér les­end­um upp­skrift að ljúf­fengri epla­köku sem hún gerði í keppn­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.