LÍFSSTÍLL STEF­AN­ÍU

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Stef­an­ía Svavars­dótt­ir söng­kona er fjarri góðu gamni þetta ár­ið þeg­ar kem­ur að Eurovisi­on. Hún er ný­flutt til Kaup­manna­hafn­ar. Hún læt­ur þó keppn­ina ekki fram hjá sér fara.

Ætl­ar þú að fylgj­ast með Söngv­akeppni Sjón­varps­ins?

Já, svo sann­ar­lega! Ég var að flytja til Kaup­manna­hafn­ar og er af­ar þakk­lát fyr­ir að geta fylgst með í beinni á ruv.is. Eurovisi­on er klár­lega ómiss­andi hluti af ár­inu hjá mér, ég fylg­ist alltaf grannt með.

Já, lög­in í ár eru ein­stak­lega fjöl­breytt og gam­an að sjá hversu marg­ir ný­ir, flott­ir flytj­end­ur eru að taka þátt sem við höf­um ekki séð áð­ur í Söngv­akeppn­inni.

Ertu bú­in að hlusta á lög­in? Áttu þér upp­á­halds­lag í keppn­inni?

Hug­ur minn er og Á ný eru mín upp­á­halds­lög í ár, æð­is­leg lög sem ég held að myndu gera góða hluti í Stokk­hólmi í maí. Get reynd­ar ekki val­ið á milli þeirra enda eru Erna Hrönn og Elísa­bet Orms­lev báð­ar stór­kost­leg­ar söng­kon­ur. Auk þess er Hjört­ur al­deil­is bú­inn að stimpla sig inn í ís­lenska tón­list­ar­senu, brillj­ant söngv­ari!

Hefð­ir þú vilj­að taka þátt aft­ur?

Ég mun tví­mæla­laust taka þátt aft­ur ein­hvern tím­ann í fram­tíð­inni en ég gat ekki bund­ið mig í ár þar sem önn­ur æv­in­týri bíða mín.

Er eitt­hvað nýtt á döf­inni hjá þér?

Ég er bú­in að vera í ströng­um æf­ing­um fyr­ir …lif­un Trú­brots­tón­leik­ana sem verða í Eld­borg í kvöld sem verð­ur stór­feng­leg sýn­ing. En eins og áð­ur sagði var ég að flytja til Kaup­manna­hafn­ar og mun leggja kapp á söngnám í nokkra mán­uði sem er gríð­ar­lega spenn­andi. Ég elska Kaup­manna­höfn svo það verð­ur æv­in­týri út af fyr­ir sig, bæði að búa hér og enn frem­ur er frá­bært að fá að ein­beita sér að því að slípa til og ná betri tök­um á hljóð­fær­inu sínu.

Ég reyni að eyða mest­um mín­um frí­tíma með vin­um og fjöl­skyldu. Ekk­ert nær­ir mig jafn vel and­lega eða ger­ir mér jafn gott. Ég er líka dug­leg að kíkja á tón­leika og „jam sessi­on“, Mánu­djass­inn á Húrra klikk­ar aldrei. Auð­vit­að er líka klass­ískt að hanga stund­um bara heima og gera ná­kvæm­lega ekki neitt.

Hvað ger­ir þú í frí­stund­um?

Hver er upp­á­halds­mat­ur­inn þinn?

Það verð­ur að vera soð­in lifr­ar­pylsa, stöpp­uð sam­an við kart­öfl­ur og mjólk­urglas.

Tja, eins mik­ið og ég þarf á þessu guð­s­volaða ís­skeri.

Ferðu oft á djamm­ið? Hvað ætl­ar þú ann­ars að gera um helg­ina?

Ég ætla að hafa það náð­ugt í Kö­ben, rölta kannski Strik­ið, halda áfram að koma mér fyr­ir og fylgj­ast að sjálf­sögðu með Söngv­akeppn­inni!

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.