LÍFSSTÍLL HELGA ÓMARS

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Morg­un­mat­ur­inn

Líf­ræn hafra­grjón, ban­ana­sneið­ar og möndl­ur og und­an­renna, lýsi & fjölvíta­mín! Ég á það til að kaupa Coco pops líka samt, en ég er svona 85 pró­sent grjón­in og 15 pró­sent Coco Pops.

Morg­un­rútín­an, ertu A- eða B-mann­eskja?

Ég er í tví­bur­amerk­inu, sjáðu til, svo ég flakka á milli A og B. Í mínu til­felli er ég alltaf svo­lít­ið á tveim­ur still­ing­um, Helgi A og Helgi B, þeir eru nokk­uð ólík­ir ein­stak­ling­ar. Helgi A mæt­ir á æf­ing­ar á morgn­ana og er frek­ar reglu­sam­ur, skipu­lagð­ur, borð­ar skyn­sam­lega og er al­mennt skyn­sam­ur. Helgi B er að­eins meiri haug­ur og sef­ur eins lengi og morg­unn­inn leyf­ir, fell­ur auð­veld­lega fyr­ir freist­ing­um og er ró­legri og hlé­dræg­ari. Hljóm­ar pínu skit­só, en þetta er ágætt þeg­ar bú­ið er að venj­ast þessu. Kærast­inn er líka bú­inn að læra inn á þetta, svo allt er í or­d­en.

Hreyf­ing­in?

Ég æfi cross­fit þrisvar til fimm sinn­um í viku. Á mjög góðri viku skokka ég einu sinni til tvisvar.

Helsta freist­ing?

Þessi listi gæti ver­ið enda­laus, en í gróf­um drátt­um, Sour Cream and Oni­on-snakk frá Kim’s og Nóa kropp. Það stjórn­ar lúmskt lífi mínu.

Helgarnasl­ið fyr­ir fram­an sjón­varp­ið?

Ég reyni að hafa það sem reglu að borða hollt í gegn­um vik­una og velja mér einn dag um helg­ar þar sem ég dett í það (nammi­lega séð), sem mér hef­ur aldrei tek­ist að gera neitt rosa­lega pent, en það er yf­ir­leitt Dom­ino’s, snakk, súkkulaði og nammi­poki. Er al­veg man­ísk­ur nammiunn­andi þeg­ar ég dett í það.

Uppá­halds­tónlist?

Ég er ballöðu­mað­ur og ekk­ert kúl þeg­ar kem­ur að tónlist. Ró­leg, fal­leg tónlist er held ég minn að­alsmekk­ur, ég hlusta mik­ið eft­ir textum og fal­leg­um rödd­um. Ég upp­gvötaði Cel­ine Di­on al­menni­lega fyr­ir stuttu og var bara með hana í eyr­un­um í tvo mán­uði. Æ, fatt­iði?

Uppá­halds­hönn­uð­ur?

Ég er rosa­lega hrif­inn af skandi­nav­ískri hönn­un, Ac­ne Studi­os er í miklu upp­á­haldi og fleiri merki eins og Whyr­ed, WoodWood, WonHundred. Ég geng einnig mik­ið í Adi­das ásamt vinta­ge. Ég á mér eng­an upp­á­halds­hönn­uð, svo allt of marg­ir flott­ir!

Uppá­halds­blogg?

Ég skoða eig­in­lega mest bara mína fellow Trend­net-ara, þau eru öll svo æð­is­leg.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.