SPUNI Í BAEÐI JAZZI OG MATARGERÐ

Jazztríó Kristjönu Stef­áns­dótt­ur held­ur sann­kall­aða jazz­veislu fyr­ir öll vit í Hann­es­ar­holti á föstu­dags­kvöld en boð­ið verð­ur upp á sér­val­inn jazz­að­an mat sem mun ef­laust renna ljúf­lega nið­ur und­ir tón­list­inni.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Ég held að nán­ast all­ir jazz­leik­ar­ar á Íslandi séu meira og minna eð­al „gour­met-kokk­ar“eða mikl­ir mataráhuga­menn.

Gest­ir á tón­leik­um Tríós Kristjönu Stef­áns í Hann­es­ar­holti á föstu­dags­kvöld eiga að sögn söng­kon­unn­ar von á huggu­legri og af­slapp­aðri stemn­ingu. Boð­ið verð­ur upp á sér­val­inn mat­seð­il og mun tríó­ið leika valda jazzst­and­arda fyr­ir gesti og spjalla um mat­inn og tón­list­ina á per­sónu­leg­um nót­um. „Það verð­ur al­ger­lega frá­ba­er matur og tónlist í sér­flokki, húm­or og gleði. Hann­es­ar­holt verð­ur í sparigall­an­um, allt upp­dekk­að og fínt. Við aetl­um að spila alla okk­ar upp­á­halds jazz-stand­arda og raeða sög­urn­ar á bak við þá svo og af hverju þeir urðu fyr­ir val­inu,“seg­ir Kristjana.

Sp­urð að því hvort jazz og matur eigi endi­lega sam­an seg­ir hún það tví­ma­ela­laust vera. „Það er ekk­ert skemmti­legra en að borða góð­an mat og njóta góðr­ar tón­list­ar um leið. Ég held að nán­ast all­ir jazz­leik­ar­ar á Íslandi séu meira og minna eð­al „gour­met-kokk­ar“eða mikl­ir mataráhuga­menn. AEtli það sé ekki út af spun­an­um. Mað­ur get­ur leik­ið sér og spunn­ið í jazz­in­um og líka í eld­hús­inu. All­ir góð­ir kokk­ar eru mjög hug­mynda­rík­ir og alltaf að finna upp eitt­hvað nýtt og spenn­andi, líkt og jazz­leik­ar­ar sem eru alltaf að spinna nýj­ar lag­lín­ur.“

JAZZTENGDI­R RÉTTIR

Rétt­irn­ir sem boð­ið verð­ur upp á í jazz­veisl­unni á föstu­dag hafa all­ir ein­hverja teng­ingu við jazz­inn eða raet­ur hans. „Man­hatt­an kokteill er tengd­ur New York sem er mik­il jazz­borg og svo er til mjög skemmtileg­ur stand­ard eft­ir Rod­gers og Hart sem heit­ir ein­mitt Man­hatt­an. Ella Fitz­ger­ald gerði mjög fra­ega út­gáfu af hon­um. New Or­le­ans er faeð­ing­ar­stað­ur jazz­ins í Banda­ríkj­un­um og er því rétt­ur­inn New Or­le­ans Gum­bo full­kom­inn inn í þetta svo og pek­an­hnetu­tert­an sem er iðu­lega á borð­um á öll­um helstu veit­inga­stöð­um í New Or­le­ans,“út­skýr­ir Kristjana og bros­ir.

Hún er sjálf mik­il áhuga­kona um mat og seg­ir fé­laga sína í tríó­inu, þá Kjart­an Valdemars­son pí­anó­leik­ara og Gunn­ar Hrafns­son kontrabass­a­leik­ara, líka hafa mik­inn áhuga á mat og elda­mennsku. „Ég fae mikla út­rás í eld­hús­inu og finnst það stund­um eins og hálf­gerð hug­leiðsla. Ég á mjög erfitt með að fara ná­kvaemlega eft­ir upp­skrift­um.“

Þau Kristjana, Kjart­an og Gunn­ar hafa spil­að mik­ið sam­an í gegn­um tíð­ina, baeði sem tríó og stund­um sem kvart­ett og þá hef­ur trommu­leik­ari ver­ið með þeim. Ef vel tekst til á föstu­dag verð­ur jazz­veisl­an mögu­lega end­ur­tek­in en ann­ars hef­ur fram­tíð­in ekki mik­ið ver­ið plön­uð hjá tríó­inu. „Það er þó stór mögu­leiki á að við kom­um fram ein­hvers stað­ar í sum­ar, kannski á Jóm­frú­ar­jazz­in­um. Svo er ég sjálf að taka upp sóló­plötu þessa dag­ana ásamt snill­ingn­um Daða Birg­is­syni sem kem­ur út í sum­ar.“

MYND/ANTON BRINK

Söng­kon­an Kristjana Stef­áns­dótt­ir kem­ur fram með tríói sínu í jazz­veislu í Hann­es­ar­holti á föstu­dag. Þar verð­ur boð­ið upp á jazz­að­an mat und­ir jazztón­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.