STYTTIST Í HRÓARSKELD­U

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Það styttist í hina vin­sælu Hró­arskeldu­há­tíð í Dan­mörku. Há­tíð­in fer fram dag­ana 25. júní til 2. júlí. Vikupass­ar eru upp­seld­ir en enn er mögu­legt að kaupa dag­passa fyr­ir mið­viku­dag­inn 29. júní og fimmtu­dag­inn 30. júní. Um 80 þús­und vikupass­ar voru seld­ir að þessu sinni. Þekkt nöfn troða upp á há­tíð­inni eins og fyrri ár. Má þar nefna Neil Young, Red Hot Chili Pep­p­ers, PJ Har­vey og Wiz Khalifa svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir. Alls verða um 200 hljóm­sveit­ir og sóló­ist­ar á svið­inu þessa viku.

Hró­arskeldu­há­tíð­in fer fram í að­eins 25 mín­útna fjar­lægð frá Kaup­manna­höfn sé far­ið með lest. Há­tíð­in er sú stærsta í Norð­ur-Evr­ópu. Nán­ast all­ir gest­ir á Hró­arskeldu­há­tíð­inni eru ung­ir eða á aldr­in­um 18-25 ára. Jyl­l­and­sposten seg­ir í grein að margt af þessu unga fólki sé að koma í fyrsta skipti í tjaldúti­legu án for­eldra sinna. „Ef þetta unga fólk vill hafa það bæri­legt í úti­leg­unni borg­ar sig að vera vel út­bú­inn. Reynd­ar er það ein­fald­ur hlut­ur eins og tann­bursti sem flest­ir gleyma að taka með sér,“seg­ir í grein á net­síðu blaðs­ins. „Sömu­leið­is hugs­ar þetta unga fólk ekki um að veðr­ið get­ur ver­ið mis­jafnt. Regn­föt og hlý­ir sokk­ar eru því sjaldn­ast með í för. Marg­ir skilja síð­an úti­legu­bún­að­inn eft­ir við heim­för. Heilu tonn­in af úti­legu­bún­aði enda þess vegna í brennslu­ofni,“er haft eft­ir Claus Dam­ga­ard sem hef­ur far­ið á Hróarskeld­u á hverju ári síð­an ár­ið 1998. „Að kaupa og henda síð­an er ekki al­veg í takt við um­hverf­is­stefn­una á Hróarskeld­u,“seg­ir hann. „ Sí­fellt er reynt að finna lausn á þessu vanda­máli.“

Hró­arskeldu­há­tíð­in hef­ur ver­ið hald­in á hverju ári frá ár­inu 1971. Þús­und­ir ung­menna víða að frá Evr­ópu sækja há­tíð­ina sem býð­ur upp á glæsileg skemmti­at­riði. Ís­lensk ung­menni fjöl­menna á há­tíð­ina á hverju ári.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.