BUXUR OG KJÓLL SAM­AN Á NÝ

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Það er eins og all­ir helstu tísku­hönn­uð­irn­ir hafi kom­ið sam­an í lok­uð­um Face­book-hóp og sam­þykkt ein­róma að kjól­ar og síð­bux­ur hafi ver­ið að­skil­in allt of lengi. Síð­ast sveifl­að­ist tísk­an í þessa átt í kring­um alda­mót­in þeg­ar eng­inn var fólk með öðru fólki nema í blóma­kjól ut­an yf­ir stutt­um galla­bux­um. Það sem er jafn­vel enn þá heit­ara næsta sum­ar er að þessi tíska er ókyn­bund­in sem þýð­ir að öll­um er jafn frjálst að vera í kjól ut­an yf­ir bux­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.