Drauma­hönn­uð­ur­inn Di­or

Í fe­brú­ar hefst í Vikt­oríu- og Al­berts­safn­inu í London ein­stök sýn­ing á verk­um tísku­húss­ins Christian Di­or. Sýn­ing­in spann­ar allt frá fyrstu sköp­un­ar­verk­um Christians Di­or sjálfs til dags­ins í dag.

Fréttablaðið - FÓLK - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Christian Di­or faedd­ist ár­ið 1905, son­ur auð­ugs áburð­ar­fram­leið­anda. Fjöl­skyld­an von­aði að hann yrði diplómati en sjálf­ur hneigð­ist hann til lista og til að safna fé seldi hann teikn­ing­ar af tísku­föt­um fyr­ir ut­an hús­ið sitt. Hann stofn­aði listagalle­rí 23 ára með hjálp föð­ur síns þar sem hann seldi með­al ann­ars verk eft­ir Pa­blo Picasso en í krepp­unni miklu varð fjöl­skyld­an gjald­þrota og galle­rí­inu var lok­að.

Á naestu ár­um starf­aði Christian fyr­ir fata­hönn­uð­inn Ro­bert Pigu­et þar sem hann kynnt­ist með­al ann­ars Pier­re Balmain og Marc Boh­an sem seinna átti eft­ir að verða yf­ir­hönn­uð­ur Di­or. Christian var kall­að­ur í her­inn þeg­ar heims­styrj­öld­in braust út og tók ekki upp tísku­hönn­un aft­ur fyrr en hann lauk her­þjón­ustu ár­ið 1942, í miðju stríð­inu, og með­al verk­efna hans þá var að hanna föt á eig­in­kon­ur for­ingja í þýska her­náms­hern­um í Pa­rís.

Að stríð­inu loknu stofn­aði hann sitt eig­ið tísku­hús og það var ár­ið 1947 sem hann sendi frá sér sína fyrstu fatalínu sem átti eft­ir að ger­breyta tísku­lands­lag­inu og lífi kvenna um all­an heim. Í stríð­inu hafði efni í föt ver­ið af skorn­um skammti og auk þess gengu kon­ur í hefð­bund­in karla­störf þannig að kven­föt þurftu að vera þa­egi­leg og auð­velt að sinna ýms­um verk­efn­um í þeim en til daem­is má nefna að Elísa­bet, þá­ver­andi Eng­land­sprins­essa, ók sjúkra­bíl í stríð­inu.

Þessi fyrsta fatalína Di­or kall­að­ist Corolle sem þýð­ir blóm­króna en rit­stjóri tísku­tíma­rits­ins Har­pers Baza­ar nefndi hana New Look sem fest­ist við hana sem og hönn­un Di­or. Lín­an gekk öll út á ýkt­an kven­leika og lúx­us, stór, efn­is­mik­il pils sem huldu leggi kvenna, sem marg­ar kon­ur voru ósátt­ar við eft­ir fatafrels­ið sem þa­er höfðu haft í stríð­inu, og þrönga, að­sniðna og efn­is­litla efri hluta sem sýndu vel kven­leg­ar lín­ur. Di­or sagð­ist sjálf­ur hafa skap­að „blóma­kon­ur“en Coco Chann­el sagði um New Look að að­eins karl­mað­ur sem aldrei hefði ver­ið ná­inn konu gaeti bú­ið til svona óþa­egi­leg­an kven­fatn­að.

New Look skír­skot­aði þó sterkt til sam­tíma síns. Eft­ir stríð­ið hóf­ust versl­un og flutn­ing­ar að nýju og lúx­us var aft­ur á boð­stól­um. Enn frem­ur komu karl­arn­ir heim úr stríð­inu og því var mik­ilvaegt að kon­urn­ar faeru aft­ur inn á heim­il­in og taekju upp sín „kven­legu hlut­verk“og ýkt­ur kven­leiki fatn­að­ar Di­or ýtti und­ir þá hug­mynda­fra­eði. Corolle var því vel tek­ið og segja má að New Look Christians Di­or hafi end­ur­vak­ið Pa­rís sem há­borg tísk­unn­ar. Di­or hélt áfram hönn­un­ar­stefnu sinni og sjötti ára­tug­ur­inn var und­ir gríð­ar­leg­um áhrif­um frá hon­um og hönn­un hans sem ein­skorð­að­ist ekki við fatn­að held­ur náði baeði til ilm­vatna og skófatn­að­ar.

Di­or sjálf­ur naut ekki vel­gengni sinn­ar lengi. Hann þjáð­ist mik­ið í sköp­un­ar­ferl­inu og ef­að­ist stöð­ugt um sjálf­an sig. Hann átti enn­frem­ur að­eins í óham­ingju­söm­um ástar­sam­bönd­um og leit­aði hugg­un­ar í mat og drykk. Hann lagð­ist inn á heilsu­haeli í Tosk­ana á Ítal­íu í októ­ber 1957 og lést þar af hjarta­áfalli fimm­tíu og tveggja ára að aldri.

Eft­ir ótíma­ba­er­an dauða Di­or var fram­tíð tísku­húss­ins óljós og fjár­fest­ar sem og tískufíkl­ar örvaentu þar til hinn tutt­ugu og eins árs gamli Yves Saint Laurent varð listraenn stjórn­andi en hann hafði tveim­ur ár­um áð­ur ver­ið ráð­inn haegri hönd Di­or sjálfs. Hann hélt áfram að hanna í anda Di­or en föt­in urðu létt­ari og auð­veld­ara að kla­eð­ast þeim. Síð­an hafa ýms­ir tek­ið við skissukrít­inni hjá Di­or og staða þess sem há­tísku­húss þar sem kven­leg­ar lín­ur og ynd­is­þokki eru í há­veg­um hef­ur alltaf hald­ist.

Á sýn­ing­unni í Vikt­oríu- og Al­berts­safn­inu verða meira en fimm hundruð sýn­ing­ar­grip­ir, um 200 sjald­ga­ef­ar há­tískuflík­ur ásamt fylgi­hlut­um, ljós­mynd­um, ilm­vatni, snyrti­vör­um, tíma­rit­um og per­sónu­leg­um mun­um Di­or sjálfs.

Sýn­ing­in Christian Di­or: Designer of Dreams eða Drauma­hönn­uð­ur­inn Di­or hefst eins og áð­ur sagði í fe­brú­ar á naesta ári en marg­ir bíða henn­ar með eft­ir­vaent­ingu. Miða­sala hefst í sept­em­ber.

MYNDIR/NORDICPHOT­OS/GETTY

Aug­lýs­ing fyr­ir Miss Di­or ilm­vatn­ið sem birt­ist í des­em­ber 1954. Flask­an er úr frönsk­um eð­al­kristal og verð­ið eft­ir því.

Hér get­ur að líta hönn­un Yves St. Laurent fyr­ir Hou­se of Di­or 1959. Kjóll­inn er létt­ari og yf­ir­bragð­ið gáska­fyllra en grunn­þa­ett­irn­ir enn efn­is­mik­il pils og kven­leg­ar lín­ur.

Christian Di­or að störf­um skömmu fyr­ir and­lát sitt.

Hönn­un Di­or hef­ur frá upp­hafi prýtt for­síð­ur helstu tísku­tíma­rita heims. Hér sést skólín­an ár­ið 1954.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.