Borg­ir sem heilla fag­ur­kera

Hafð­ir þú hugs­að þér að vera inn­an­lands í sum­ar en hef­ur snú­ist hug­ur? Það er haegt að kom­ast á fal­lega staði í Aust­ur-Evr­ópu beint frá Íslandi.

Fréttablaðið - FÓLK - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - Elín Al­berts­dótt­ir

Ferð­ir Ís­lend­inga til Aust­ur-Evr­ópu hafa auk­ist mik­ið und­an­far­ið. Auð­velt er að kom­ast til Pól­lands, Ung­verja­lands og Viln­íus í beinu flugi. Borg­ar­ferð­ir eru yf­ir­leitt vinsa­el­ast­ar á haust­in en það er ekk­ert að því að skreppa í slíka ferð að sumri með­an borg­irn­ar eru í blóma og sum­arsól­in skín. Ef fólk vill fara til Prag eða Riga í Lett­landi þarf tengiflug á þess­um árs­tíma. Hins veg­ar er haegt að velja um nokkr­ar borg­ir í Póllandi í gegn­um WizzA­ir eða Wow air. Í öll­um þess­um borg­um er upp­lagt að fara í ferð með tveggja haeða túrist­astra­etó til að kynn­ast því hvernig þa­er liggja en um leið sér mað­ur flest allt það sem merki­legt er að sjá og upp­lifa.

Búdapest í Ung­verjalandi

Búdapest er ákaf­lega fal­leg borg. Haegt er að fljúga beint frá Kefla­vík. Áin Dóná renn­ur í gegn­um borg­ina og skipt­ir henni í tvo parta, Búda og Pest. Tíu brýr tengja hlut­ana sam­an. Heilsu­laug­arn­ar í Búdapest eru heims­fra­eg­ar. Þa­er er nauð­syn­legt að heimsa­ekja. Sömu­leið­is eru mörg spa-hót­el í borg­inni, þar eru jafn­framt bað­hús og tyrk­nesk böð til að velja úr. Það eru því haeg heima­tök­in að fara til Búdapest í heilsu- og af­slöpp­un­ar­ferð.

Í þeim hluta borg­ar­inn­ar sem kall­ast Búda er gam­all kon­ungs­kastali sem vert er að skoða auk Lista­safns rík­is­ins. Þar nála­egt er Matth­ías­ar­kirkj­an sem er frá 13. öld og þar er einnig Halászbást­ya eða Fiski­manna­virk­ið en það­an er stór­kost­legt út­sýni. Þá er gam­an að skoða hina fal­legu Stef­áns­kirkju sem er ein af haestu bygg­ing­um í Búdapest.

Það eru góð­ir mat­sölustað­ir í Búdapest en ung­verska gúllassúp­an er víð­fra­eg. Ung­versk­ir smá­rétt­ir þykja líka af­ar góð­ir og sömu­leið­is vín­in sem fram­leidd eru í land­inu. Flest betri veit­inga­hús eru Pest­meg­in í borg­inni. Mat­ur­inn er ódýr og marg­ir veit­inga­stað­ir til að velja úr. Eng­inn verð­ur svik­inn af að eyða nokkr­um dög­um í Ung­verjalandi og kynn­ast landi og þjóð.

Kra­ká í Póllandi

Kra­ká er naest­sta­ersta borg Pól­lands. Hún er mik­il menn­ing­ar­borg. Gamli baer­inn er frá 13. öld en þar er eitt staersta torg í Evr­ópu. Í gamla baen­um er hjarta og sál borg­ar­inn­ar auk þess sem sag­an er allt um kring. Wawelkul­lens er got­nesk höll en hún dreg­ur að sér fjölda ferða­manna ár hvert. Þar er mik­il­feng­legt safn en bygg­ing­in er meira en 900 ára göm­ul og þyk­ir arki­tekt­úr henn­ar ein­stak­ur. Í gyð­inga­hverf­inu Kazimierz er fjöldi kaffi­húsa, veit­inga­staða og safna. Stór hluti kvik­mynd­ar­inn­ar Schindler’s list var tek­inn upp á þess­um stað. Í borg­inni er einnig að finna safn, Kra­kow Mu­se­um, sem einnig er þekkt sem Osk­ar Schindler verk­smiðj­an og sýn­ir borg­ina fyr­ir síð­ari heims­styrj­öld­ina og með­an á henni stóð. Nú­tíma­lista­safn er rétt hjá sem nefn­ist Mocak en þar eru áhuga­verð­ar sýn­ing­ar. Fra­eg­asta veit­inga­hús­ið í Kra­ká heit­ir Exklusi­va Wierzynek.

Viln­íus í Lit­há­en

Viln­íus er ákaf­lega sjarmer­andi borg. Gaml­ar kirkj­ur setja mik­inn svip á borg­ina en þa­er eru fjöl­marg­ar eða 28, sum­ar af­ar gaml­ar og fal­leg­ar. Pilies er elsta gata borg­ar­inn­ar og ligg­ur frá torg­inu við dóm­kirkj­una í gegn­um há­skóla­hverf­ið og ráð­hús­torg­ið. Í gamla hverf­inu við há­skól­ann eru marg­ir góð­ir veit­inga­stað­ir og versl­an­ir.

Á haeð yf­ir borg­inni stend­ur fal­leg­ur kast­ali með gríð­ar­legt út­sýni yf­ir borg­ina. Í Kastal­an­um er KGB-safn sem er óþa­egi­leg áminn­ing um leynd­ar­mál Sov­ét­ríkj­anna sál­ugu. Það er sterk upp­lif­un að heimsa­ekja kjall­ar­ann. Það er ódýrt að vera í Viln­íus og í versl­un­ar­mið­stöð í borg­inni eru all­ar helstu vestra­enu versl­an­ir. Þar inni fer stórt skauta­svell sem fjöl­skyld­ur koma sam­an, borða á veit­inga­hús­um þar í kring og skella sér á skauta. Í Viln­íus er gata sem nefn­ist Ís­lands­stra­eti en íbú­ar taka mjög vel á móti Ís­lend­ing­um sem voru fyrst­ir til að við­ur­kenna sjálfsta­eði lands­ins. Oft eru stór­ir mark­að­ir á göt­um borg­ar­inn­ar sem selja fal­legt hand­verk. Einn staersti og elsti mark­að­ur í Evr­ópu er venju­lega í borg­inni fyrstu helg­ina í mars. At­hug­ið að leigu­bíl­ar eru ódýr­ari ef hringt er eft­ir þeim í stað þess að stoppa þá úti á götu.

Kra­ká í Póllandi en þang­að fara marg­ir Ís­lend­ing­ar um þess­ar mund­ir enda mik­il saga á þess­um slóð­um.

Ís­lands­vin­irn­ir í Viln­íus taka vel á móti ferða­mönn­um héð­an.

Búdapest í Ung­verjalandi er ákaf­lega fal­leg og sjarmer­andi borg. Haegt er að fljúga þang­að beint frá Íslandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.