Breyt­ir borð­stof­unni í galle­rí

Mynd­list­ar­kon­an Sig­ríð­ur Huld Ingvars­dótt­ir sa­ek­ir inn­blást­ur í sveit­ina. Hún breyt­ir borð­stofu for­eldra sinna í sýn­ing­ar­sal yf­ir helg­ina og er óhra­edd við að storka ör­lög­un­um, föstu­dag­inn 13.

Fréttablaðið - FÓLK - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - Ragn­heið­ur Tryggva­dótt­ir

Ég er ekki hjá­trú­ar­full. Við mamma er­um reynd­ar dá­lít­ið kald­haeðn­ar báð­ar og finnst bara fynd­ið að storka ör­lög­un­um með því að opna sýn­ingu föstu­dag­inn þrett­ánda, klukk­an þrett­án,“seg­ir Sig­ríð­ur Huld Ingvars­dótt­ir mynd­list­ar­kona en hún opn­ar sýn­ingu í dag á yf­ir tutt­ugu mál­verk­um og kola­teikn­ing­um sem hún hef­ur unn­ið síð­ustu þrjú ár.

Sýn­ing­ar­sal­ur­inn er borð­stof­an heima hjá for­eldr­um henn­ar í Búð­a­síðu 8 á Akur­eyri. Áð­ur hafði Sig­ríð­ur sýnt verk­in í Menn­ing­ar­hús­inu Bergi á Dal­vík og þeg­ar sýn­ing­unni þar lauk reynd­ust sýn­ing­ar­sal­ir ekki liggja á lausu.

„Okk­ur mömmu datt þá í hug að búa til við­burð hérna heima. Það átti hvort sem er að taema borð­stof­una og mála svo við ákváð­um bara að slá tvaer flug­ur í einu höggi. Fyrst aetl­aði ég bara að hafa op­ið þenn­an eina dag en mamma tók ekki ann­að í mál en að hafa op­ið alla helg­ina. Ég er ótrú­lega ána­egð með það, það hefðu ekki all­ir for­eldr­ar nennt að standa í þessu,“seg­ir Sig­ríð­ur. For­eldr­arn­ir, Ásrún Aðal­steins­dótt­ir, tex­tíl­hönn­uð­ur og kenn­ari, og Ingv­ar Har­alds­son, húsa­smíða­meist­ari og hús­vörð­ur Lista­safns Akur­eyr­ar, hafa unn­ið að und­ir­bún­ingi sýn­ing­ar­rým­is­ins af kappi og munu standa vakt­ina alla helg­ina.

„Þau sögðu þetta til­val­ið taekifa­eri til þess að halda veislu. Það verð­ur freyði­vín og fleira skemmti­legt á opn­un­inni,“seg­ir Sig­ríð­ur.

Ta­ekni­legt nám í mynd­list

Sig­ríð­ur Huld er bú­sett í Sví­þjóð og hef­ur hald­ið einka­sýn­ing­ar og tek­ið þátt í fjölda sam­sýn­inga, baeði á Íslandi og í Sví­þjóð. Ytra stund­aði hún nám í klass­ískri teikn­ingu og ol­íu­mál­un í SARA, The Swed­ish Aca­demy of Art, og hef­ur sinnt kennslu í mynd­list eft­ir að námi lauk. Hún seg­ir nám­ið hafa ver­ið af­ar ta­ekni­legt og sköp­un­ar­gáf­an þar af leið­andi sett til hlið­ar.

„Núna er ég að feta mig út í að mála það sem mig lang­ar til og sa­eki inn­blástur­inn í sveit­ina en ég ólst upp í Bárð­ar­dal. Mynd­efn­in eru hest­ar og kind­ur og portrett af kon­um með gaeru­skinn. Na­er­mynd­ir af gaeru­skinn­um kalla ég „hug­leiðslu­mál­verk­in“mín og með þeim er ég að reyna að slíta mig frá þeirri hugs­un að ég þurfi að gera allt rétt og ná­kvaemlega, eins og áhersla var lögð á í skól­an­um,“seg­ir Sig­ríð­ur.

MYND/AUÐUNN

Sig­ríð­ur Huld opn­ar sýn­ingu í dag klukk­an 13.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.