Heng­ill Ultra í sjö­unda skipt­ið

Fréttablaðið - FÓLK - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK -

Heng­ill Ultra ut­an­vega­hlaup­ið verð­ur hald­ið sjö­unda ár­ið í röð þann 8. sept­em­ber. Keppt verð­ur í nokkr­um vega­lengd­um en skrán­ingu í flest hlaup­in lýk­ur í naestu viku.

Öll hlaup­in byrja við veit­inga­stað­inn Skyr­gerð­ina í hjarta Hvera­gerð­is. Styttri vega­lengd­irn­ar eru í kring­um Hver­gerði og upp að Hamr­in­um sem er fal­leg­ur hraun­ham­ar yf­ir baen­um. Lengri vega­lengd­ir ná m.a. upp í Reykja­dal­inn, að Öl­keldu­hnjúki, inn að Hengli og yf­ir fjall­garð­inn og nið­ur Sleggju­beins­skarð. Út­sýn­ið í lengri hlaupaleið­un­um er ein­stak­lega fal­legt og þyk­ir mörg­um sú hlaupaleið vera ein sú fal­leg­asta hér á landi.

Keppt verð­ur í 5 km, 10 km, 25 km, 50 km og 100 km hlaupi en það síð­ast­nefnda er lengsta ut­an­vega­hlaup á Íslandi. Í ár verð­ur auk þess boð­ið upp á 100 km boð­hlaup í fyrsta sinn þar sem fjór­ir kepp­end­ur hlaupa 25 km hring hver.

Heng­ill Ultra er síð­asta stóra hlaup sum­ars­ins og því hálf­gerð upp­skeru­há­tíð fyr­ir ís­lenska hlaup­ara.

MYND/HENG­ILL ULTRA

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.