Ára­tuga­göm­ul inn­rétt­ing stend­ur enn­þá fyr­ir sínu

Gunn­hild­ur Gísla­dótt­ir keypti sér gam­alt hús eft­ir að hafa fall­ið fyr­ir upp­runa­legri eld­hús­inn­rétt­ing­unni Aldrei hef­ur kom­ið til greina að skipta inn­rétt­ing­unni út fyr­ir nýja en gegn­um ár­in hef­ur hún reglu­lega geng­ið í gegn­um breyt­ing­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - Ragn­heið­ur Tryggva­dótt­ir

Eld­hús­inn­rétt­ing­in var það fyrsta sem við féll­um fyr­ir þeg­ar við keypt­um þetta gamla hús ár­ið 1999. Hún var upp­runa­leg frá ár­inu 1955 og ótrú­lega fal­leg. Síð­an þá höf­um við byggt við hús­ið og gerð­um nýtt eld­hús. Þá faerð­um við inn­rétt­ing­una og smíð­uð­um við hana. Það kom ekki til greina að farga henni,“seg­ir Gunn­hild­ur Gísla­dótt­ir, sem er ný­bú­in að gera upp rúm­lega sex­tíu ára gamla eld­hús­inn­rétt­ingu, í þriðja sinn.

„Hún var gra­en að lit þeg­ar við keypt­um hús­ið og við mál­uð­um hana fljót­lega eft­ir að við flutt­um inn. AEtli við sé­um ekki bú­in að mála hana tvisvar síð­an þá. Nýj­asta úr­fa­ersl­an er blá­ir neðri skáp­ar og ljós­ir efri. Mað­ur­inn minn var hrifn­ari af dökk­um lit og ég af ljós­um og þetta varð nið­ur­stað­an. Við er­um ótrú­lega ána­egð með þetta,“seg­ir Gunn­hild­ur enda ligg­ur mik­il vinna á bak við nýtt út­lit.

„Við tók­um hana alla nið­ur, púss­uð­um og hand­mál­uð­um allt. Og ég verð að við­ur­kenna að þetta er dá­lít­ið mik­ið mál, þeg­ar við vor­um að gera þetta í þriðja sinn. En hún er svo vel smíð­uð og fal­leg. Horn­skáp­arn­ir eru sér­stak­lega fal­leg­ir, smíð­að­ir í boga,“seg­ir Gunn­hild­ur.

Inn­rétt­ing­in hef­ur því stað­ið fyr­ir sínu í meira en sex­tíu ár en þó ver­ið að­lög­uð nú­tíma­kröf­um.

„Eld­hús verð­ur að vera þannig að haegt sé að breyta því eft­ir því hvernig þarf­irn­ar breyt­ast.

Ég er iðju­þjálfi og kenni lík­ams­beit­ingu. Þeg­ar við breytt­um eld­hús­inu haekk­uð­um við því til daem­is sökkul­inn en inn­rétt­ing­ar frá þess­um tíma voru miklu laegri en í dag. Á henni var stál­borð sem við skipt­um út fyr­ir borð­plötu, baett­um við upp­þvotta­vél og kom­um fyr­ir ör­bylgju­ofni.

Við sett­um einnig skúff­ur í neðri hlut­ann þar sem áð­ur voru skáp­ar og not­uð­um skáp­ana í efri hlut­ann. Við að­lög­uð­um hana nú­tíma­þörf­um en héld­um al­veg í gamla út­lit­ið,“seg­ir Gunn­hild­ur.

MYND/ÞÓRSTEINN

Gunn­hild­ur seg­ir að það hafi aldrei kom­ið til greina að skipta gömlu inn­rétt­ing­unni út fyr­ir nýja en hún er frá ár­inu 1955.

Boga­dregn­ir horn­skáp­arn­ir eru lista­smíð og setja mik­inn svip á inn­rétt­ing­una.

„Mað­ur­inn minn var hrifn­ari af dökk­um lit og ég af ljós­um,“seg­ir Gunn­hild­ur en þau hjón­in frísk­uðu ný­lega upp á inn­rétt­ing­una með fal­leg­um lit­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.