Þrívídd­ar­prent­uð heim­ili

Þrívídd­ar­prent­un hef­ur ótalmarga notk­un­ar­mögu­leika, en einn þeirra er að prenta út heilu hús­in. Þessi spenn­andi nýja taekni gaeti því nýst vel við að leysa húsna­eðis­vanda víða um heim.

Fréttablaðið - FÓLK - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Þrívídd­ar­prent­un hef­ur mjög fjöl­breytta notk­un­ar­mögu­leika og verð­ur áreið­an­lega sí­fellt meira áber­andi á naestu ár­um. Ein leið til að nýta þessa taekni er við að byggja hús. Und­an­far­in ár hafa til­raun­ir með þessa bygg­ing­ar­að­ferð skil­að svo góð­um ár­angri að nú á að fara að nýta hana í aukn­um maeli. Frum­kvöðl­ar í Hollandi aetla að þrívídd­ar­prenta heim­ili til að maeta skort­in­um á múr­ur­um þar í landi og laekka húsna­eðis­kostn­að og banda­rísk­ir frum­kvöðl­ar aetla að fram­leiða 100 þrívídd­ar­prent­uð hús sem eiga að nýt­ast fá­ta­eku fólki í El Sal­vador.

Þrívídd­ar­prent­uð ein­býl­is­hús

Í hol­lensku borg­inni Eind­ho­ven er ver­ið að prenta fimm ein­býl­is­hús sem verða til­bú­in um mitt naesta ár. Bygg­ing­ar­fyr­ir­ta­ek­ið Van Wijn­en, sem vinn­ur að verk­efn­inu í sam­starfi við taekn­i­há­skóla borg­ar­inn­ar, seg­ir að þetta sé lausn við skort­in­um á faglaerð­um múr­ur­um í Hollandi. Þessi að­ferð minnk­ar líka kostn­að og um­hverf­isáhrif, því það þarf minni steypu í þrívídd­ar­prent­uð hús en venju­leg. Síð­ast en ekki síst er skort­ur á húsna­eði í mörg­um fjöl­menn­um borg­um og þessi ódýra bygg­ing­ar­ta­ekni gaeti baett úr því.

Þrívídd­ar­prent­ar­inn sem er ver­ið að nota er í raun risa­stór vél­menn­is­arm­ur með stút sem spraut­ar út sér­blönd­uðu sementi. Sement­ið er not­að til að prenta hönn­un arki­tekts­ins, lag fyr­ir lag.

Enn sem kom­ið er þarf að byggja grunna fyr­ir hús­in á hefð­bund­inn hátt og til að byrja með verða bara vegg­ir nýju heim­il­anna prent­að­ir, en þeg­ar öll hús­in fimm eru til­bú­in er stefnt á að prenta pípu­lagn­irn­ar og ann­an nauð­syn­leg­an bún­að.

Þessi bygg­ing­ar­að­ferð opn­ar mögu­leik­ann á því að setja þráð­lausa skynj­ara beint inn í vegg­ina sem stjórna hlut­um eins og lýs­ingu, kynd­ingu og ör­yggis­kerfi og skapa þannig „snjall­heim­ili“.

Ann­ar kost­ur við þrívídd­ar­prent­uð hús er að það er haegt að prenta þau út í alls kyns mis­mun­andi form­um og lit­um. Þetta gaeti gert fólki kleift að sér­smíða hús eft­ir smekk eða hent­ug­leika og jafn­vel þýtt að það verði auð­veld­ara að gera hús sem end­ur­spegla á ein­hvern hátt það sem þau eru not­uð í. Þetta er ekki fyrsta bygg­ing­ar­verk­efni taekn­i­há­skól­ans í Eind­ho­ven. Skól­inn sá líka um að byggja þrívídd­ar­prent­aða hjóla­brú sem var opn­uð í baen­um Gemert á síð­asta ári. Hol­lensku frum­kvöðl­arn­ir spá því að þrívídd­ar­prent­un verði kom­in í al­menna notk­un í bygg­ing­ar­starf­semi inn­an fimm ára.

Get­ur tryggt mörg­um húsa­skjól

Meira en millj­arð­ur manna fer að sofa á hverju kvöldi án þess að hafa al­menni­legt húsa­skjól. Þessu vilja banda­rísk­ir frum­kvöðl­ar breyta með metn­að­ar­fullu verk­efni sem nýt­ir þrívídd­ar­prent­uð hús.

Verk­efn­ið er sam­starfs­verk­efni milli bygg­inga­fyr­ir­ta­ek­is­ins Icon og góð­gerð­ar­sam­tak­anna New Story, sem sér fólki í fá­ta­ek­um lönd­um fyr­ir húsa­skjóli. Þess­um hópi hef­ur tek­ist að þróa leið til að þrívídd­ar­prenta 35 fer­metra hús á 48 klukku­stund­um, en steyp­an í hús­ið kost­ar um millj­ón krón­ur. Mark­mið­ið er að ná að byggja 60 fer­metra hús á 12 til 24 klukku­stund­um og að ná kostn­að­in­um nið­ur með magn­inn­kaup­um á steypu og end­ur­bót­um á þrívídd­ar­prent­ar­an­um.

Ha­eð og breidd hús­anna tak­mark­ast af stór­um málmramma sem starfar sjálf­virkt og vinn­ur eft­ir tölvu­teikn­ing­um. Ramm­inn er á tein­um, þannig að það er ann­að­hvort haegt að byggja mörg hús hlið við hlið eða eitt mjög langt.

Eft­ir prent­un­ina þarf að smíða þak, setja gler í glugga og sinna ýms­um öðr­um frá­gangi, eins og að leggja raf­magn og pípu­lagn­ir og koma hús­gögn­um fyr­ir. Út­kom­an er svo heim­ili sem get­ur baeði þol­að vont veð­ur, slit og álag.

Seinna á þessu ári fer þetta verk­efni til El Sal­vador til að byggja nokk­ur prufu­hús, en hug­mynd­in er að búa til 100 húsa sam­fé­lag á naesta ári. Verk­efn­ið er fjár­magn­að með pen­inga­gjöf­um frá stuðn­ings­mönn­um þess í Kísil­dal og hús­in verða seld á lágu verði með mjög sann­gjörn­um lán­um. Pen­ing­arn­ir sem koma frá af­borg­un lán­anna verða svo nýtt­ir til að halda verk­efn­inu áfram.

For­svars­menn verk­efn­is­ins von­ast til að svona hús geti hjálp­að fá­ta­eku fólki um all­an heim til að eign­ast heim­ili, því þetta er ódýrt, ein­falt og fljót­legt í fram­leiðslu mið­að við hefð­bund­in hús og veit­ir gott skjól. Þeir segja að það vaeri ein­fald­lega óá­byrgt af þeim að reyna ekki að nýta þessa taekni til að breyta því hvernig fólk fer að því að finna sér húsa­skjól.

Svona lít­ur loka­af­urð­in frá Icon og New Story út. Lít­ið en glaesi­legt hús sem marg­ir gaetu hugs­að sér að búa í.

Þessi mynd sýn­ir hvernig prent­ari Icon og New Story virk­ar, en hann er á tein­um og prent­ar hús­in lag fyr­ir lag.

MYNDIR/PROJECT MILESTONE

Svona eiga þrívídd­ar­prent­uðu hús­in í Eind­ho­ven að líta út þeg­ar þau eru til­bú­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.