Krókó­díla­per­an slaer í gegn

Avóka­dó er sann­köll­uð of­urfa­eða sem er sneisa­full af hollri fitu, trefj­um og baeti­efn­um og er þessi þús­unda ára gamla krókó­díla­pera ein vinsa­el­asta mat­var­an á Vest­ur­lönd­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Avóka­dó er um margt sér­stak­ur ávöxt­ur. Flest­ir ávext­ir eru nán­ast ein­göngu kol­vetni en avóka­dó er ríkt af hollri fitu og fjöl­marg­ar rann­sókn­ir vitna um jákvaeð áhrif neyslu þess á manns­lík­amann.

Avóka­dó vex á avóka­dó­trjám sem bera vís­ind­a­nafn­ið Per­sea americana. Það hef­ur ver­ið lof­að fyr­ir naer­ing­ar­gildi sitt, gott bragð og skemmti­lega áferð enda er það orð­ið ein vinsa­el­asta heilsu­fa­eða Vest­ur­landa og inni­held­ur tutt­ugu ólík víta­mín og steinefni og er góð upp­spretta trefja. Það eru marg­ar teg­und­ir af avóka­dó en vinsa­el­ast er svo­kall­að Hass avóka­dó sem stund­um er kall­að krókó­díla­pera vegna litar hýð­is­ins og áferð­ar en á ís­lensku hef­ur avóka­dó einnig ver­ið nefnt lárpera. Avóka­dó inni­held­ur hvorki kó­lester­ól né salt og fit­an í því er um 70% ómett­uð og því einkar holl. Fitu­sýr­urn­ar í avóka­dó eru tald­ar bólgu­eyð­andi og virð­ast hafa jákvaeð áhrif á gen sem tengj­ast krabba­meins­mynd­un. Þá er avóka­dóol­ía einkar góð­ur kost­ur í matseld. Að öllu þessu gefnu þá kem­ur ekki á óvart að rann­sókn sem gerð var á rúm­lega sautján þús­und þátt­tak­end­um sýndi að þeir sem borða avóka­dó eru grennri og al­mennt heilsu­hraust­ari en þeir sem gera það ekki þó reynd­ar sé ekki haegt að al­haefa um holl­ustu avóka­dós út frá þess­um nið­ur­stöð­um. Aðr­ar rann­sókn­ir sýna þó með óyggj­andi haetti að ef þú neyt­ir avóka­dós með öðr­um mat, einkum þó ávöxt­um eða gra­en­meti þá stór­eykst nýt­ing á víta­mín­um og steinefn­um úr þeim mat, einkum þó fitu­leys­an­leg­um víta­mín­um eins og A-víta­míni sem hef­ur jákvaeð áhrif á sjón­ina. Þá veit­ir avóka­dó góða seddu­til­finn­ingu sem dreg­ur úr mat­ar­lyst og get­ur þannig stuðl­að að þyngd­artapi, auk þess að vera lítt hlað­ið kol­vetn­um en ríkt af trefj­um.

Avóka­dó get­ur tek­ið tím­ann sinn í að þrosk­ast enda oft­ast far­ið með það um lang­an veg áð­ur en það end­ar á borð­um Vest­ur­landa og það naer því sjaldn­ast að þrosk­ast á trénu. Til að hraða á þrosk­un þess er haegt að vefja því inn í álp­app­ir og setja inn í hundrað gráða heit­an ofn í tíu mín­út­ur en tím­inn get­ur far­ið eft­ir því hversu harð­ur ávöxt­ur­inn er. Þeg­ar lárper­an er orð­in mjúk við­komu er ráð að stinga henni í ís­skáp­inn til kael­ing­ar áð­ur en henn­ar er neytt.

Al­geng­ast er að borða avóka­dó sem ídýf­una gvaka­móle þar sem avóka­dó­ið er mauk­að og bland­að sam­an við smátt sax­að­an tóm­at, chili, hvít­lauk, lauk, li­mes­afa og kórí­and­er eða aðr­ar kryd­d­jurtir eft­ir smekk. En avóka­dó er líka geysi­vinsa­elt sem álegg og hér fylgja nokkr­ar út­gáf­ur af rist­uðu brauði með avóka­dó. brauð­ið og setj­ið eggja­hra­eru yf­ir. Salt­ið og pipr­ið og setj­ið svo smátt skor­ið bei­kon yf­ir allt sam­an.

Svo er ein­fald­asta að­ferð­in sem mörg­um þyk­ir best. Smyrj­ið rist­aða brauð­ið með­an það er heitt eða dreyp­ið olíu yf­ir. Sker­ið hvít­lauks­geira langs­um í tvennt og nudd­ið sár­inu í brauð­ið og rað­ið svo avóka­dó­sneið­um yf­ir.

Að lok­um er hér svo upp­skrift að mein­holl­um súkkulaði­búð­ingi þar sem avóka­dó leik­ur að sjálf­sögðu stórt hlut­verk.

1 þrosk­að avóka­dó

2 msk. hun­ang eða aga­ves­íróp ¼ bolli kakó

½ tsk. vanillu­drop­ar

Salt eft­ir smekk

2 msk. mjólk (má nota soja- eða möndl­umjólk)

Sker­ið avóka­dó í tvennt og fjar­la­eg­ið stein­inn. Skaf­ið kjöt­ið úr með skeið og setj­ið í mat­vinnslu­vél. Setj­ið öll hin inni­halds­efn­in sam­an við og hra­er­ið þar til bland­an er orð­in mjúk. Smakk­ið til og ber­ið fram með fersk­um ávöxt­um eða berj­um.

Gvaka­móle er dá­sam­leg ídýfa sem kla­eð­ir flest­ar teg­und­ir af nasli.

Ristað brauð með avóka­dó er til í ýms­um út­gáf­um og gam­an að prófa nýj­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.