Íþróttatop­p­ar eiga ekki að vera kyn­ferð­is­leg­ir

Þó að saga kvenna í íþrótt­um hafi byrj­að á 19. öld urðu fyrstu íþróttatop­p­arn­ir ekki til fyrr en ár­ið 1977.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Pal­mer-Smith bún­inga­hönn­uð­ur að búa til brjósta­hald­ara sem vaeri þrengri en venju­leg­ir, með bönd­um sem vaeru nógu þykk til að brjósta­hald­ar­inn vaeri samt ekki óþa­egi­leg­ur. Úr varð fyrsti íþróttatop­p­ur­inn, bú­inn til úr tveim­ur pung­bind­um saum­uð­um sam­an.

Mjúk­ir maga­bol­ir virka ekki

Fyrsta aug­lýs­ing­in fyr­ir vör­una var mynd af Lindahl og Pal­merSmith í íþróttatop­p­un­um, með heim­il­is­fangi og síma­núm­eri Lindahl fyr­ir pant­an­ir.

Í dag er virði íþróttatop­pa­mark­að­ar­ins tal­ið vera um 770 millj­arð­ar ís­lenskra króna ár­lega. Á þeim mark­aði má þó líka finna toppa sem sýna að kvenn­aí­þrótt­um er tek­ið af lít­illi al­vöru. Mjúk­ir maga­bol­ir með eng­um stuðn­ingi fyr­ir brjóst­in fyr­ir ut­an senti­metra af teygj­an­legu efni ut­an um brjóst­kass­ann upp­fylla ekki þann til­gang að minnka hreyf­ingu á brjóst­um, held­ur eitt­hvað allt ann­að. Þó að sum­ir íþróttatop­p­ar líti íþrótta­lega út þá þýð­ir það ekki að þeir henti íþrótta­ið­k­end­um.

Var í tveim­ur íþróttatop­p­um

Í ár eru hins veg­ar íþróttatop­p­ar loks­ins hluti af op­in­ber­um bún­aði kepp­enda í heims­meist­ara­móti kvenna í fót­bolta. Nike fram­leið­ir íþróttatop­pa fyr­ir 14 lið keppn­inn­ar. Áhersla er lögð á að íþróttatop­p­arn­ir séu nauð­syn­leg­ur hluti af bún­aði íþrótta­kvenna til að geta skar­að fram úr.

Talskona hönn­un­ar­deild­ar Nike, Hea­her Amu­ney-Day, seg­ir að út­lit inn­blás­ið af fót­bolta sé „sterkt og frjálst, það stend­ur fyr­ir sjálfs­traust og stolt“. Hún spá­ir því að íþrótta­kon­ur í dag muni hafa hvetj­andi áhrif á stelp­ur úti um all­an heim eins og hafi gerst ár­ið 1999 þeg­ar kvenna­lið Banda­ríkj­anna í fót­bolta fór með sig­ur af hólmi á heims­meist­ara­móti og or­sak­aði sprengju í þátt­töku stelpna í íþrótt­um ár­in á eft­ir.

Eartha Pond byrj­aði að spila fót­bolta þeg­ar hún var níu ára. Nokkr­um ár­um seinna fór lík­am­inn að þrosk­ast hratt og áð­ur en hún vissi af var íþróttatop­p­ur orð­inn nauð­syn­leg­ur á aef­ing­um. „Stund­um var ég í tveim­ur íþróttatop­p­um, með púð­um og bönd­um til að geta lið­ið þa­egi­lega. Ef ég gleymdi toppn­um þá var ekki séns á að ég gaeti tek­ið þátt.“

Pond spil­aði fyr­ir baeði Chel­sea og Ar­senal áð­ur en hún gerð­ist íþrótta­kenn­ari, og þá fyrst fór hún að taka eft­ir dra­emri þátt­töku stelpna í íþrótta­tím­um. „Ég reyndi að finna hverj­ar hindr­an­irn­ar voru og þá komu íþróttatop­p­arn­ir upp aft­ur og aft­ur.“Ein stelpa sagði henni að mamma henn­ar hefði ekki efni á íþróttatop­pi. Aðr­ar sögðu að íþróttatop­p­ar vaeru ekki á lista yf­ir fatn­að sem til­heyrði skóla­bún­ingn­um og því erfitt fyr­ir þa­er að biðja um slík­an.

Brjóst eiga skil­ið virð­ingu

Í dag hvet­ur Pond íþrótta­merki til að nið­ur­greiða íþróttatop­pa fyr­ir ung­lings­stelp­ur sem þurfa á þeim að halda og berst fyr­ir því að íþróttatop­p­ar séu á lista yf­ir nauð­syn­leg­an bún­að í námi. Ef fólki er al­vara með þá kröfu að all­ir nem­end­ur taki þátt í íþrótt­um, þá verði að koma til móts við stelp­ur með þess­um haetti.

Á með­an fjár­fest­ing í fram­þró­un íþróttatop­ps­ins hef­ur aug­ljós­lega mik­ið með nauð­syn­leg þa­eg­indi fyr­ir íþrótta­kon­ur að gera, þá er auk þess ver­ið að senda þau skila­boð að brjóst eigi líka skil­ið virð­ingu með ókyn­ferð­is­leg­um og óhlut­ger­andi haetti. Ree­bok not­aði taekni inn­blásna af NASA til að búa til PureMo­ve íþróttatop­p­inn og Nike í sam­starfi við há­skól­ann í Loug­h­borough gerði líf­efna­fra­eði­leg­ar at­hug­an­ir á kven­líköm­um á hreyf­ingu. Að­gerð­ir íþrótta­merkja á borð við fyrr­nefnda við­leitni Ree­bok og Nike til að þróa íþrótta­bún­að fyr­ir kon­ur, senda ákveð­in skila­boð um breytt við­horf til kven­lík­am­ans.

Ár­ið 2013 lét þá­ver­andi fram­kvaemda­stjóri und­irfata­merk­is­ins Victoria’s Secret þau orð falla að eng­um líki það þeg­ar íþróttatop­p­ar láti kon­ur líta út fyr­ir að vera al­veg flat­brjósta. Pond seg­ir hins veg­ar að „íþróttatop­p­ar hafi það hlut­verk að minnka hreyf­ingu á brjóst­um. Fyr­ir íþrótta­mönn­um er þetta í sama flokki og legg­hlíf­ar og mér finnst að það aetti ekki að reyna að gera það kyn­ferð­is­legt.“

Stund­um var ég í tveim­ur íþróttatop­p­um, með púð­um og bönd­um til að geta lið­ið þa­egi­lega. Ef ég gleymdi toppn­um var ekki séns að ég gaeti tek­ið þátt.

Fit­n­ess-þjálf­ar­inn Kira Stokes er hér í svört­um íþróttatop­pi.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Íþróttatop­p­ar eru ómiss­andi á aef­ing­um og í keppn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.