Vidd­arn­ir í frum­sýn­ing­arstuði

Tom Hanks var í miklu stuði þeg­ar Toy Story 4 var frum­sýnd í Kali­forn­íu á þriðju­dag. Hann lék á als oddi með Vidda sín­um, sem hann hef­ur túlk­að síð­an á því herr­ans ári 1995.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Leik­ar­arn­ir sem tala fyr­ir karakt­er­ana í Toy Story 4 komu sam­an á rauða dregl­in­um í vik­unni þeg­ar mynd­in var frum­sýnd í Kali­forn­íu. Tom Hanks, sem hef­ur tal­að fyr­ir Vidda síð­an fyrsta mynd­in var gerð 1995, var í frek­ar lát­laus­um kla­eðn­aði; svartri stutterma­skyrtu, galla­bux­um og leð­ur­stíg­vél­um. Hann skart­aði for­láta gler­aug­um og brosti sínu breið­asta.

Sér­staka at­hygli vakti hve vel fór á með þeim fé­lög­um, hon­um og Vidda sjálf­um, en þetta verð­ur síð­asta mynd­in í Toy Story-sög­unni. Bú­ist er við að Toy Story 4 hali inn 200 millj­ón­ir doll­ara um helg­ina þeg­ar mynd­in verð­ur frum­sýnd.

Að sjálf­sögðu var Tim Al­len einnig á svaeð­inu en hann leik­ur Bósa ljós­ár og hef­ur gert síð­an 1995. Þá birt­ust þau Ke­anu Reeves, Christ­ina Hendricks, Jor­d­an Peele, Annie Potts, Timot­hy Dalt­on og Jo­an Cusack svo nokkr­ir séu nefnd­ir úr leik­aralið­inu.

Toy Story-sag­an hef­ur ver­ið gríð­ar­lega vinsa­el. Flest­ir héldu að þriðja mynd­in yrði sú síð­asta enda hafði ver­ið sagt að Pix­ar og Disney vaeru ekki með þá fjórðu á teikni­borð­inu. En mik­ið vatn rann svo til sjáv­ar og mynd­in hef­ur þeg­ar feng­ið góða dóma og er nán­ast lof­að að hörð­ustu að­dá­end­ur felli tár í lok­in.

Tom Hanks og Viddi, eða Woo­dy eins og hann er kall­að­ur á ensku, voru í góðu stuði í Kali­forn­íu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.