Elsk­ar að troða upp

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Þeg­ar Ronja kem­ur fram þá syngja all­ir krakk­arn­ir með há­stöf­um og þekkja sög­una. Mér finnst það aeði. Það sem ég elska mest er að krakk­arn­ir verða svo ótrú­lega góð­ir þeg­ar þeir syngja Anímónu­söng­inn.

Skrúð­gang­an hefst klukk­an 13.30 og lýk­ur 14.00. Við taka ým­is skemmti­at­riði og með­al ann­ars mun Salka Sól bregða sér í bún­ing Ronju raen­ingja­dótt­ur. Ronja aetl­ar að tala um vor­ið og all­ar ver­urn­ar í Matth­ías­ar­skógi, syngja lög og fá krakk­ana til að syngja með.

Krökk­un­um finnst Ronja skemmti­leg

„Þeg­ar Ronja kem­ur fram þá syngja all­ir krakk­arn­ir með há­stöf­um og þekkja sög­una. Mér finnst það aeði. Það sem ég elska mest er að krakk­arn­ir verða svo ótrú­lega góð­ir þeg­ar þeir syngja Anímónu­söng­inn,“sem er lag sem Ronja syng­ur í sýn­ing­unni. „Þetta er fal­legt lag sem fjall­ar um fal­lega hluti þannig að þau verða eitt­hvað svo ótrú­lega góð. Það verða all­ir svo stillt­ir þeg­ar þeir syngja lög­in henn­ar Ronju. Ég held að krökk­un­um finn­ist Ronja líka bara skemmti­leg, enda er hún aevin­týra­stelpa.“

Salka er sjálf úr Kópa­vog­in­um, en hún flutti þang­að sjö ára og fór alltaf á há­tíð­ina á Rút­stúni með fjöl­skyldu sinni. Hún byrj­aði snemma að taka þátt í há­tíð­inni með bein­um haetti, ým­ist sem trom­pet­leik­ari, í brúðu­leik­hús­inu, starfs­mað­ur fé­lags­mið­stöðv­ar eða söng­kona í Ama­ba­dama, enda hef­ur Salka kom­ið víða við.

Stemm­ing­in alltaf góð

Salka seg­ir að í minn­ing­unni hafi stemm­ing­in á há­tíð­inni alltaf ver­ið jafn góð. „Kópa­vogs­ba­er er svo ótrú­lega hepp­inn að eiga skóla­hljóm­sveit Kópa­vogs sem ger­ir all­ar baejar­há­tíð­ir betri.“

Sjálf spil­aði Salka á trom­pet fyr­ir hljóm­sveit­ina.

Hún byrj­aði að þramma með trom­pet­ið þeg­ar hún var um 13 ára göm­ul og hélt uppi stemm­ing­unni í skrúð­göng­unni. „Tók Öx­ar við ána, Það er kom­inn 17. júní og fleiri góða smelli. Mér fannst það alltaf ótrú­lega gam­an.“Það er mik­il taekni á bak við þramm­ið í skrúð­göng­um. „Mað­ur þarf að laera hvena­er mað­ur á að byrja lag­ið í tengsl­um við trommuslát­t­inn, hvena­er mað­ur á að taka stór skref í beygj­um og hvena­er mað­ur á að taka lít­il skref, það fer eft­ir hvort þú ert haegra eða vinstra meg­in í skrúð­göng­unni. Þetta er rosa­leg taekni.“

Skemmti­leg­ast var að spila í skrúð­göng­unni

Salka var tvö ár í röð í götu­leik­húsi Kópa­vogs og byrj­aði að sýna með þeim þeg­ar hún var í kring­um 15 ára ald­ur. „Þá voru leik­ar­arn­ir í götu­leik­hús­inu að labba í skrúð­göng­unni í bún­ing­um.“

Um tíma var Salka að vinna í fé­lags­mið­stöð en starfs­menn fé­lags­mið­stöðva Kópa­vogs taka virk­an þátt í há­tíð­inni. „Þá var mað­ur oft í gulu vesti á há­tíð­inni að passa upp á allt.“

Skemmti­leg­ast var samt að spila í hljóm­sveit­inni og Salka seg­ist enn grípa í trom­pet­ið við spa­rita­ekifa­eri. „Það var gam­an að þramma fram hjá mömmu og pabba sem vink­uðu manni, ég gat nátt­úru­lega ekk­ert vink­að til baka með báð­ar hend­ur á trom­pet­in­um, rosa­lega mik­ið að ein­beita mér.“

Páll Ósk­ar lok­ar hinum ár­legu 17. júní stór­tón­leik­um á Rút­stúni í ár. Hann lof­ar stuði, aetl­ar að stríða gest­um og frum­flytja nýtt lag.

„Ég hef alltaf elsk­að að troða upp og með ár­un­um elska ég það bara meira. Ég er svo þakk­lát­ur fyr­ir að vera enn á svaeð­inu núna ár­ið 2019, ég hef aldrei ver­ið í betra formi og er enn þá að búa til nýja tónlist. Ég hef séð marga lista­menn koma og fara. At­vinnu­ör­ygg­ið í mínu starfi er lít­ið sem ekk­ert. Ég get ekki sagt neitt ann­að en eitt risa­stórt takk.“

Hann seg­ir sumar­ið fara í að spila á baejar­há­tíð­um út um allt land. Hann byrj­aði í Gr­inda­vík á sjó­mannadag­inn, þá sé það þjóð­há­tíð­ar­dag­ur­inn á Rút­stúni, sá fyrsti í mörg ár þar sem hann kem­ur fram á 17. júní og svo held­ur hann áfram á baejar­há­tíð­um úti um allt land fram á haust.

Gef­ur allt í tón­leik­ana

Páll Ósk­ar seg­ir það ekki skipta máli fyr­ir hverja eða hvaða ald­ur hann sé að spila því hann gefi ávallt alla sína orku í tón­leik­ana sína og á Rút­stúni verði eng­in und­an­tekn­ing þar á. „Það fá all­ir sama sjóvið, sömu ork­una. Ég elska að gíra mig upp og gefa af mér. Það er alltaf best að spila gömlu lög­in í bland við þau nýju og það mun ég gera 17. júní.“

Hon­um finnst til­hugs­un­in um að vera enn þá að semja ný lög, frá­ba­er. „Br­ans­inn hef­ur eðli­lega gjör­breyst síð­an ég byrj­aði ár­ið 1991. Fasta formið er dott­ið út, nú er öllu streymt, en það stopp­ar ekki ís­lensku tón­list­ar­menn­ina frá því að daela út lög­um og mynd­bönd­um. Sta­ersti mun­ur­inn er að nú þarftu ekki nauð­syn­lega að gefa út plöt­ur, það er nóg að gefa út eitt lag í einu.

Hið eina sem hef­ur ekk­ert breyst er að tekj­ur ís­lenskra tón­list­ar­manna hafa alltaf kom­ið af tón­leika­haldi, en sjaldn­ar eða jafn­vel aldrei af plötu­út­gáfu. Núna er allt tón­leika­hald á svo miklu betri stand­ard held­ur en í gamla daga. Mað­ur var að böggl­ast við að þykj­ast vera ein­hver popp­stjarna uppi á skó­kassa úti á túni, spilandi í gegn­um hljóð­kerfi sem var feng­ið að láni úr stof­unni heima hjá ömmu. Við er­um öll bú­in að laera svo mik­ið síð­an þá. Fag­mennsk­an sem ein­kenn­ir allt tón­leika­hald á Íslandi í dag ger­ir það að verk­um að mér líð­ur miklu bet­ur uppi á sviði í dag, hljóð og ljós eru alltaf fyrsta flokks og það sést á mér hvað mér líð­ur vel. Þessa vellíð­an gef ég svo áfram til áhorf­enda og svo ráða þeir hvort þeir taki við henni og klappi.“

Alltaf sól

Páll Ósk­ar seg­ir aeskuminn­ing­ar frá 17. júní vera um­lukt­ar sól, hann muni bara eft­ir sól á þjóð­há­tíð­ar­deg­in­um og spenn­ingn­um við að fara með eldri systr­um sín­um nið­ur í bae, fá blöðru með ís­lenska fán­an­um og bleikt kandíf­loss, eina skipt­ið á ár­inu sem hann fékk syk­ur af því tagi. Þá hafi hann ver­ið sól­rík­ur þjóð­há­tíð­ar­dag­ur­inn sem hann tróð fyrst upp á, en það var ár­ið 1991 með Maríusi vini sín­um. Þeir komu fram í dragi sem tvaer ís­lensk­ar fjall­kon­ur og sungu ís­lensk aett­jarð­ar­lög.

Eft­ir að St­uð­plat­an hans kom út ár­ið 1993 fór hann að syngja eig­ið efni og hef­ur gert það all­ar göt­ur síð­an.

„Sól og aft­ur sól segi ég og hef því pant­að sól þann sautjánda, mun gefa allt á svið­inu al­veg til síð­asta blóð­dropa. Það verð­ur sko eng­inn af­slátt­ur gef­inn og ég elska það. En í þetta skipt­ið aetla ég að stríða lið­inu með nýj­um slag­ara. Það koma síð­an fleiri lög á ár­inu en á Rút­stúni aetla ég að prufu­keyra fyrsta lag­ið af hinu nýja efni og ég hlakka til!“

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Á há­tíð­inni verða skemmt­an­ir fyr­ir alla fjöl­skyld­una og metn­að­ar­full dag­skrá eins og vana­lega.

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Páll Ósk­ar frum­flyt­ur nýtt lag á há­tíð­inni.

Salka Sól Ey­feld

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.