Krabba­mein fer ekki í frí

Kraft­ur er fé­lag ungs fólks sem greinst hef­ur með krabba­mein og að­stand­enda krabba­meins­greindra.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Íár er 20 ára af­ma­eli Krafts og fé­lag­ið hef­ur ver­ið með við­burði í kring­um 20. hvers mán­að­ar frá árs­byrj­un til að fagna því. Við­burð­irn­ir hafa þann til­gang að vekja fólk til vit­und­ar um ungt fólk með krabba­mein.

Í júlí verða við­burð­ir hins veg­ar haldn­ir viku­lega, vegna þess að í júlí tak­mark­ast opn­un­ar­tím­ar veru­lega hjá stofn­un­um sem veita hvers kon­ar þjón­ustu við krabba­meins­greinda. Þá verð­ur slag­orð­ið „krabba­mein fer ekki í frí“áber­andi í júlí. „Í þess­um mán­uði eru tak­mark­að­ar opn­an­ir á krabba­meins­deild Land­spít­al­ans, og tak­mark­að­ar opn­an­ir hjá Ljós­inu og Krabba­meins­fé­lag­inu,“seg­ir Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Krafts. „Við vilj­um vekja at­hygli á því að fólk er að grein­ast all­an árs­ins hring.“

Krabba­meins­grein­ing ekki leng­ur dauða­dóm­ur

Það má segja að krabba­mein snerti fjöl­marga Ís­lend­inga á einn eða ann­an hátt. „Flest­ir hafa ör­ugg­lega ver­ið öðr­um meg­in við borð­ið, sem að­stand­end­ur eða með krabba­mein sjálf­ir. Ég held að fólk viti al­mennt meira um krabba­mein held­ur en áð­ur fyrr og hvernig það get­ur stund­að heil­brigð­an lífs­stíl til að koma í veg fyr­ir lífs­stíl­stengda sjúk­dóma í fram­tíð­inni. Það hafa líka orð­ið mikl­ar fram­far­ir á sviði krabba­meinslaekn­inga og þar af leið­andi miklu fleiri sem lifa krabba­mein af, en áð­ur fyrr var krabba­meins­grein­ing hálf­gerð­ur dauða­dóm­ur. En hvernig aetl­um við að maeta þess­um staekk­andi hópi?“

End­ur­haef­ing hef­ur ekki ver­ið hluti af með­ferð við krabba­meini af hálfu hins op­in­bera og er fyrst og fremst veitt af frjáls­um fé­laga­sam­tök­um.

FRÉTTABLAЭIÐ/EYÞÓR

Fólk grein­ist með krabba­mein all­an árs­ins hring.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.