Ilm­kjarna­ol­í­ur fyr­ir lík­ama og sál

The Space Reykja­vík og hug­mynda­rík­ir ein­stak­ling­ar sam­eina krafta sína til að auka ný­sköp­un. Mik­ilvaegt að skap­andi ein­stak­ling­ar fái vett­vang til að blómstra.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Ásta Eir Árna­dótt­ir asta­[email protected]­bla­did.is

helsta markmið er að að­stoða fólk sem vant­ar vett­vang til að koma sér á fram­fa­eri.

Cassie Cos­grove er svo sann­ar­lega skap­andi ein­stak­ling­ur, en hún aetl­ar að halda ilm­kjarna­ol­í­u­nám­skeið í sam­starfi við The Space Reykja­vík naestu tvo sunnu­daga.

Hef­ur trú á nátt­úru­leg­um vör­um

Cassie er ilm­fra­eð­ing­ur og heil­inn á bak við nám­skeið­in. Sjálf hef­ur hún alltaf ver­ið áhuga­söm um nátt­úru­leg­ar vör­ur. „Ég hef alltaf reynt að forð­ast vör­ur sem eru full­ar af efn­um, eða að fara strax til laekn­is ef eitt­hvað er að, ég vil frek­ar prófa nátt­úru­leg­ar vör­ur og sjá hvað þa­er geta gert fyr­ir mig,“seg­ir hún.

Cassie hef­ur lengi ver­ið heill­uð af ilm­kjarna­ol­í­um, en áhug­inn á þeim kvikn­aði þeg­ar hún var að stunda jóga fyr­ir um átta ár­um og vant­aði eitt­hvað til að þrífa jógamott­una sína með. „Ég byrj­aði að blanda sam­an ilm­kjarna­ol­í­um því ég var orð­in svo leið á því að finna þessa sterku lykt af spreyj­um sem fólk var að nota til að þrífa dýn­urn­ar sín­ar. Eft­ir slak­andi jóga­tíma var frek­ar pirr­andi að finna þessa sterku lykt.“

Eft­ir að hafa bú­ið til sitt eig­ið sprey jókst áhug­inn enn þá meira og vildi hún fara að þróa fleiri nátt­úru­leg­ar vör­ur fyr­ir heim­ili sitt og fjöl­skyld­una. Cassie sótti ým­is nám­skeið og varð á end­an­um vott­að­ur ilm­fra­eð­ing­ur.

Ol­í­ur sem skipta sköp­um

Ilm­kjarna­ol­í­ur búa yf­ir þeim eig­in­leika að þa­er geta ver­ið af­ar slak­andi fyr­ir baeði lík­ama og sál. Hug­mynda­fra­eð­in á bak við ilm­kjarna­ol­íu­með­ferð felst í að nýta jurtir og plöntu­olí­ur til að baeta and­lega og lík­am­lega heilsu fólks.

„All­ar þess­ar ol­í­ur búa yf­ir ein­stök­um eig­in­leik­um, hvort sem það eru ilm­kjarna­ol­í­ur, ólífu­olí­ur eða sól­blóma­ol­í­ur,“seg­ir Cassie. Með réttri blöndu og sér­völd­um ol­í­um má auka vellíð­an með áhrifa­rík­um haetti, draga úr kvíða og auka jafn­vaegi í líffa­era­kerf­um lík­am­ans. Ekki má svo gleyma hvað ol­í­urn­ar ilma vel.

Skap­aðu þína eig­in vöru

Á nám­skeið­un­um gefst fólki taekifa­eri til að búa til sitt eig­ið skrúbb og smyrsl með ilm­kjarna­ol­í­um. Naest­kom­andi sunnu­dag verð­ur ha­egt að búa til skrúbb fyr­ir and­lit, lík­ama og faet­ur en það fer eft­ir því hvernig skrúbb fólk vill gera hvaða ilmol­í­ur eru not­að­ar. „Ef þú vilt gera skrúbb sem þú not­ar á morgn­ana er gott að nota til daem­is sítr­ónu­olíu, sem er sér­stak­lega fersk,“út­skýr­ir Cassie.

Sunnu­dag­inn þar á eft­ir aetla þau að gera smyrsl úr vaxi og ilm­kjarna­ol­íu sem gott er að nota á til daem­is á sár eða þurr­ar var­ir og hend­ur. „Ég hef not­að smyrsl­ið mik­ið á húð­ina á syni mín­um og einnig nota ég það dag­lega á hend­urn­ar.“

MYND­IR/GUNN­AR FREYR GUNN­ARS­SON

Cassie er spennt fyr­ir kom­andi nám­skeið­um.

Ilm­kjarna­ol­í­ur geta haft mis­mun­andi eig­in­leika en góða blanda get­ur haft jákvaeð áhrif á lík­ama og sál.

Hér glitt­ir í upp­skrift af ilm­kjarna­olíu­blöndu sem Cassie hef­ur sett sam­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.